Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1983, Blaðsíða 21

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1983, Blaðsíða 21
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 21 ræma tækni og vinnubrögð á öllum ferlinum samtímis í stað þess að glíma við hvert þrep fyrir sig á ólík- um tímum. Einmitt þessi þróun hef- ur vakið athygli manna á því, hve opinberir aðilar, ríki og sveitarfé- lög, geti átt hér miklu hlutverki að gegna með því að fela fyrirtækjum heima fyrir að glíma við lausn ým- issa verkefna, en lausnirnar hafa mjög oft almennt hagnýtt gildi, svo sem í sambandi við almennan rekst- ur, gagnavinnslu og hvers kyns sjálfvirkni. Við höfum þegar af því spurnir erlendis frá, að inn- kaupastefna hins opinbera hafi víða borið ríkulegan ávöxt á þessu sviði. Það hefur stundum hvarflað að mér upp á síðkastið, hvort ekki geti ver- ið, að jaðarkostnaður hins opin- bera við aukið öryggi sé ekki fyrir löngu kominn fram úr jaðarkostn- aði við að skapa fólkinu sem jafn- asta aðstöðu. Sé þetta rétt, er það ærið íhugunarefni fyrir þá, sem fara með stjórn í opinberum rekstri. Um þetta mætti hafa langt mál, en niðurstaðan gæti orðið sú, að ekki bæri að tryggja þegnana frekar en orðið er, heldur leggja meiri áherslu á að skapa þeim ný og fjöl- breyttari tækifæri til að standa á eigin fótum. ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ AÐALFUNDUR S.S.H. 1983. Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var haldinn 15. okt. 1983 að Félagsgarði í Kjós. Fundinn sóttu um 100 fulltrúar frá þeim 9 sveitarfélögum sem aðild eiga að samtökunum. Á fundinum voru m.a. samþykktar eftirfarandi ályktanir: „Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu haldinn 15. okt. 1983 ítrekar fyrri samþykkt sína um að samtökin öðlist full réttindi sem landshlutasamtök þ.m.t. framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til jafns við önnur landshlutasamtök“. „Aðalfundur S.S.H. haldinn 15. okt. 1983 ítrekar fyrri samþykkt sína um að lagningu fyrirhugaðrar Reykjanesbrautar verði hraðað svo sem kostur er og að þessari fram- kvæmd verði lokið ekki seinna en árið 1985. Enn fremur skorar aðalfundurinn á alþingismenn höfuðborgarsvæðis- ins að jafnframt beiti þeir sér fyrir því að fjármagni verði veitt til lagn- ingar Ofanbyggðavegar frá Suður- landsvegi við Rauðavatn að Reykjanesbraut á Arnarneshálsi. Ljóst er að lagning Reykjanes- brautar og Ofanbyggðavegar mun létta verulega umferð um núver- andi vegakerfi, sem segja má að sé fullnýtt nú þegar“. Aðalfundurinn lýsti einnig stuðn- ingi við eftirfarandi ályktun bæjar- stjórnar Garðabæjar um lagningu Reykjanesbrautar, frá 4. okt. s.l.: 1. „Bæjarstjórn Garðabæjar skorar á þingmenn Reykjaneskjördæmis að sjá til þess að Vegagerð ríkisins verði tryggt fjármagn til þess að geta boðið út framkvæmdir við Reykjanesbraut í einum áfanga. Framkvæmdir hefjist nú í haust og verði lokið í byrjun árs 1985. Öll önnur tilhögun framkvæmda er frá- vik frá yfirlýsingum þingmanna frá árunum 1980 og 1981. 2. Bæjarstjórn Garðabæjar krefst þess, að áfangaskipting fram- kvæmda verði við Arnarnesveg en ekki við Vífilsstaðaveg, reynist hún nauðsynleg. í þessu tilliti vísast til fyrri ályktana bæjarstjórnar, þingsályktunartil- lögu þingmanna Reykjaneskjör- dæmis á árinu 1980 og hugmynda 1 V.r. um tímasetningar fram- kvæmda frá því í nóv. 1981. 3. Til stuðnings framangreindum kröfum sínum minnir bæjarstjórn Garðabæjar á eftirfarandi atriði: a) Vegagerð ríkisins hefur lagt fram gögn, sem sanna að lagning Reykjanesbrautar milli Hafnar- fjarðar og Breiðholts sé arðbærasta vegaframkvæmd á landinu öllu. Þannig er lagning vegarins gífurlegt hagsmunamál landsmanna. b) Við lausn deilumála um lagningu Hafnarfjarðarvegar var eitt af úr-y slitaatriðum samhljóða yfirlýsing allra þingmanna kjördæmisins um að þeir myndu beita sér fyrir að framkvæmdum yrði hraðað við lagningu Reykjanesbrautar. Af um- ræðum um forgangsröðun vega- framkvæmda í Garðabæ á árunum 1980—1981 er öllum ljóst mikilvægi þess, að létta umferð af Hafnar- fjarðarvegi. Það sem bæjarstjórn fer fram á er að staðið verði við þær yfirlýsingar, sem þá voru gefnar, munnlega og skriflega.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.