Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1983, Blaðsíða 5

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1983, Blaðsíða 5
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 5 STAÐGREINIR Við skráningu fasteigna og ýmissa upplýsinga sem þeim tengjast eins og íbúaskrá hafa ýmis auðkenni verið notuð. I rituðu máli hafa menn frá fornu fari notað heimilisfang eða heiti fasteignarinnar. Við kerfisbundna skráningu hefur hins vegar reynst nauðsynlegt að taka upp töluleg auðkenni. Þessi tölulegu auðkenni nefnast GREINITÖLUR og þau kerfi sem þau eru gefin eftir eru nefnd GREINITALNAKERFI. Heimilisfangaskráning Hagstofu fs- lands er elsta kerfið sem notað er á tölvuskrám. Greinitölur Fasteignamats ríkisins eru allnokkru yngri. Auk þessara stærstu greinitalnakerfa eru mjög lítil staðbundin kerfi sem einstaka stofnanir, fyrirtæki og sveitarfélög nota til að aukenna hin ýmsu gögn sem þau nota. Reikningar, upp- drættir, spjaldskrár, bréfasöfn og mörg fleiri gögn eru skráð eftir ýmsum kerfum. Má með góðri samvisku segja að hugmyndaflug hins viti borna manns hafi fengið að njóta sín til fulls við uppröðun skjala hjá opin- berum stofnunum. Staðgreinir og þjóðskrámúmer. Eins og segir hér á undan eru helstu greinitalnakerfin kerfi Hagstofunn- ar og kerfi Fasteignamatsins. Sök- um þess að kerfi Hagstofunnar er eldra, hefur það verið notað allvíða en hitt kerfið sækir þó stöðugt á. Við fasteignaskráningu er oftast reynt að skilja á milli greinitalna einstakra fasteigna og heimilisfanga þeirra. Víða eru fasteignaskrár og heimilisfangaskrár aðskildar. a) Þjóðskrárnúmerakerfi. Hagstofa íslands er fyrst og fremst heimilisfangaskrá („Adressuregist- ur“). í hana eru skráð þau heim- ilisföng sem teljast lögheimili eða bústaður einhvers íbúa á íslandi. Hvert heimilisfang svarar oftast til ákveðins húss eða fasteignar. Kerf- ið miðast við heiti eignarinnar og er því í eðli sínu breytilegt. Þegar hús skiptir um nafn breytist þjóðskrár- númer þess. Mannvirki, sem ekki er búið í hafa ekki þjóðskrárnúmer frá Hagstofunni. STEFÁN INGÓLFSSON b) Staðgreinikerfi, Fasteignamats ríkisins sk.st. FMR er fyrst og fremst greinitalnakerfi fyrir fasteignir. Hver fasteign á landinu hefur sitt auðkenni, sem hún fær við samþykkt, og breytist ekki eftir það, þar til eigninni er breytt eða hún fjarlægð. Staðgreinikerfið er óháð heiti eignarinnar. í raun er staðgreinir, sem uppfyllir allar eða langflestar þær kröfur sem gerðar eru til þannig kerfa, einung- is til í Reykjavík. A öðrum stöðum eru notaðar greinitölur sem byggj- ast á útfærðu þjóðskrárnúmer- ingarkerfi. Þó er þeirri reglu fylgt að greinitölum er ekki breytt svo að “stöðugleiki“ kerfisins á að vera fullnægjandi en tilvísun til landa- bréfa og uppdrátta vantar. í skrám Fasteignamats ríkisins eru bæði kerfin staðgreinir og þjóðskrárn- úmer notuð. Staðgreinirinn er hið raunverulega skráningarkerfi- grunnkerfi. Þjóðskrárnúmerið er hins vegar notað sem heimilis- fangakerfi og til að bera skrárnar saman við skrá Hagstofunnar þegar ástæða þykir. Kröfur til staðgreinis. Staðgreinir byggist upp á kerfis- bundinni auðkenningu á landi. Því landi sem á að staðgreina er skipt upp í minni svæði. Hvert þessara minni svæða fá sérstakt auðkenni — tölustaf. Innan Reykjavíkur er til dæmis allt svæðið vestan Elliðaáa auðkennt með tölustafnum 1. Ártúnshöfði og svæðið norðan Vesturlandsvegar fær tölustafinn 2. Breiðholtshverfi og Árbæjarhverfi fá 4. Þannig er öllu landi borgarinn- ar skipt í allt að tíu svæði. Hvert þessara svæða nefnist stór- svæði. Stórsvæðunum er síðan aftur skipt upp í minni svæði. Svæðið sem afmarkast að sunnan og austan af Hringbraut og Rauðar- árstíg og sjónum í norður og vestur hlýtur númerið 1 innan stórsvæðis 1. Staðgreinir þessa svæðis er því 1.1. Þannig er öllu stórsvæði 1 skipt í átta minni svæði. Þau hafa greinitölurnar 1.1, 1.2, ....... 1.8. Öðrum stórsvæðum er skipt upp á sama hátt. Þessum svæðum er síðan enn skipt upp. Þegar notaðir hafa verið fimm stafir er komið niður í einstaka bygging- arreiti og sjö stafir gefa hverri ein- stakri lóð sitt auðkenni - staðgreini. Lóðirnar eru auðkenndar á korti með staðgreini. Það eru stærri svæðin að sjálfsögðu einnig. Hvert „mæliblað“ í kvarða 1:500 hefur fimm stafa staðgreini. Þannig má telja áfram. Grundvöllur staðgreinikerfis er því alltaf greinileg kort og uppdrættir. Staðgreinir er fyrst og fremst „land- háður“ en er þó einnig mjög hent- ugur til að skrá mannvirki. Mannvirki, sem standa á ákveðinni lóð, hljóta sömu sjö stafi í sinn staðgreini og lóðin hefur. Til viðbótar eru notaðir tveir stafir til að greina á milli mannvirkja á lóðinni. Á lóðinni geta því staðið 99 mannvirki talin í matshlutum. Matshlutanúmeri er bætt aftan við staðgreini lóðarinnar og er stað- greinir matshlutans því níu stafir. í hverjum matshluta má síðan halda tölusetningunni áfram og auðkenna einstakar fasteignir. Til viðbótar þeim níu stöfum sem notaðir hafa verið til að auðkenna matshlutann, sem eignin er í, er bætt fjórum stöf- um. Tveir þeirra tilgreina númer hæðar, sem eignin er á, og tveir gefa númer innan hæðarinnar. Að sjálfsögðu er notkun þessa kerf- is háð ýmsum reglum og stundum getur leikið vafi á hvernig velja skuli greinitölur. Þegar þær hafa verið valdar eru þær ritaðar á upp- drætti, sem sýna afstöðu mann- virkja á lóð, og inn á teikningar af húsunum. Þá hafa þær hlotið form- legt gildi. Hagrœði við notkun staðgreinis. Hagræði, sem fylgir notkun stað- greinis, bæði hvað varðar auð- veldari vinnubrögð og lækkaðan til- kostnað við upplýsingavinnslu er erfitt að meta til beinna klst. og krónutalna. Það er mjög háð þeim vinnubrögðum, sem notuð eru í viðkomandi sveitarfélagi. Þó má fullyrða að í öllum tilfellum fylgir aukið hagræði og minni tilkostnað- ur notkun hans

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.