Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1983, Blaðsíða 14

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1983, Blaðsíða 14
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 14 NOTKUNARMÖGULEIKAR JÓN ERLENDSSON Ljóst má vera, að ofangreindar upplýsingar geta konjið að góðu gagni fyrir skipulagsaðila á höfuðborgarsvæðinu. H' Skipulagsstofan hefur þegar valið tilteknar upplýsingar úr ofan- greindum upplýsingum til að byggja upp grunn fyrir reiknilíkan umferðar. Á 1. mynd má sjá tölvu- útskrift sem var send sveitarfélög- um á svæðinu. Hún sýnir núverandi ástand þessara völdu upplýsinga, skráðum á 6 stafa staðgreinireiti. Á grundvelli þessara upplýsinga voru sveitarfélögin beðin um að gera grein fyrir áætlunum um fram- tíðaruppbyggingu. Var lögð mest áhersla á áætlanir um hvernig reitirnir myndu líta út fullbyggðir (gólfflatarmál, íbúafjöldi). Á óbyggðum svæðum átti að skipta öllu byggingarhæfu landi upp í reiti (þó ekki staðgreinireiti) og þar var einnig beðið um áætlanir um, hvernig reitirnir koma til með að líta út. Með öllu þessu fæst upp- lýsingagrunnur sem samanstendur af “fullbyggðu" höfuðborgarsvæði, skipt niður í hæfilega stóra reiti. Ætlunin er að þessi grunnur komist sem fyrst á tölvutækt form, þannig að lítið mál verði að mynda skipu- lagstölúr fyrir keyrslu í reiknilíkani umferðar fyrir tiltekna skipulags- áætlun til t.d. 20 ára. Að lokum má benda á, að ýmsir aðrir en skipulagsaðilar geta haft gagn af þessum upplýsingum. Má þar nefna t.d. skólayfirvöld, fé- lagsmálastofnanir, almannavarnir o.fl. ► (jF'ftVOGUR l.iFHL.'íSINGAK U*-: FASTEIGNASKRA, bKRADAR A 6 STAFA S7ADGREINIREITI UNRK- Sf IPULAGSS rGFU HOLFUDBURGARSVAEDISINS MED ADSTOD É.F i-.IF RAEDIS fOFlJ HLLGA SIGVALDASONAR l*nlMlLD : FAS1E1GNAMAT RIKISINS LilLlSrUN FKAMKVAEMD 15-11-1983 AF THH Gqít +1atarmai -Rummal/medaihaed í Reykjavxk iiol + »■ 1 ate«r mal x termetrum flatarmal ioda í termetrum ■ 4< • ad er torrilid ' FASTE ÍGN. BAS iUUUlF VLn'SuUN SK.FíxFSf ÍDNADUR VURUb SERH.BV BILSKUR A' . L.'1 6 152 O 1011 2713 4 IE.lCL , uNmTHL VSf.UUL Or iD SV ' iiNNAD LAND LODI 5600 445000 o 50280 560200 5099 IR vt-h. t .U 4 S KirST J L'NhL'UR VURIJG SEKH.BY BILSKUK P O 1585 0 O O iL-mAIML VSf !HJL L'KIU L-V ANNAD LAND uODl *..U . - _ í iL.NADuK VORUG SERH.BY L’ILSKUR f u LlOi. 2ö9 0 O iN.ilHL VSKTHJL OF'ID SV ANNAD LAND LUD, 6UÍO 0 0 O 6810 6! TÖLVUVÆÐING SVEITARFÉLAGA HVERS ÞARF AÐ GÆTA? HVAÐ BER FRAMMTÍÐIN í SKAUTI SÉR? Eins og margir aðrir standa mörg sveitarfélög nú á tímamótum hvað viðvíkur vélvæðingu upplýsinga- meðhöndlunar eða tölvuvæðingu eins og margir vilja kalla þetta fyrir- bæri. Á slíkum tímamótum er rétt að menn hyggi að því hvað framtíðin ber í skauti sér í þessum efnum og að þær ákvarðanir sem teknar verða mótist af langtímahagsmun- um en ekki af tímabundnum skammtímahagsmunum. En hvers þarf að gæta. Á hverju er von sem taka þarf tillit til við gerð langtíma- áætlana. Hér á eftir verður reynt að gera nokkra grein fyrir helstu atriðunum sem taka þarf tillit til í þessu sam- bandi NÚVERANDI VERKEFNI OG VERKEFNI FRAMTÍÐARINN- AR Þegar menn vinna að tölvuvæðingu er eðlilegt að einkum sé horft á núverandi verkefni. í þessu sam- bandi má til að mynda nefna álagn- ingu gjalda, innheimtu, bókhald o.fl. Tölvuvæðing hefur á flestum stöð- um leitt til nýrra viðhorfa hvað verkefnum viðvíkur. Viðbótaraf- köst og nýir möguleikar sem tölvu- tæknin hefur boðið upp á hefur leitt til þess að hafist hefur verið handa við að vinna margháttuð ný verk- efni. Oft þegar menn hafa farið að athuga möguleikana á því að leysa ný verkefni hefur komið í ljós að slíkt er erfitt eða ókleift með þeim búnaði sem aflað hafði verið. í þessu sambandi má tilgreina atriði eins og lítið framboð á fyrirfram- gerðum (og ódýrum) forritum fyrir þær vélategundir sem menn hafa keypt, ónóga fjarskiptamöguleika o.fl. TOLVUVAL - MISTOK Margir þeirra sem hafa keypt tölvur á undanförnum árum hafa gert mikil mistök. Nokkur algengustu mistökin hafa verið þessi: Keyptar hafa verið vélar sem ekki voru færar um að leysa þau verk- efni, sem af þeim var krafist - t.d. vegna eftirtalinna atriða: - Skortur á hugbúnaði. (Verulegan tíma getur tekið að að- laga erlendan hugbúnað eða semja innlenda, og því hafa tölvur oft staðið verkefnalitlar langtímum saman, eftir að þær voru keyptar). - Ónog vinnslugeta. - Of lítil minnisstærð. - Ónógt diskarými. Keyptar hafa verið tölvur sem áttu sér skamma lífdaga og gátu ekki þróast með nýjum verkefnum. - Mikið hefur verið selt af vélum sem voru nothæfar í viss verkefni en gátu ekki þróast í takt við tím- ann. Oft hefur verið ómögulegt að kom- ast hjá slíku vegna þess að kaupendurnir hafa ekki getað eða viljað bíða eftir fullkomnari búnaði. I mörgum tilvikum hefur einnig verið um það að keyptur var úreltur búnaður vegna fákunnáttu kaupenda. Mörg önnur mistök mætti nefna. Dæmin erumörg og hryggileg. Víða um landið standa nú tölvur sem lítt sem ekkert eru notaðar af ýmsum ástæðum. I mörgum ef ekki öllum tilvikum hefði verið unnt að koma í veg fyrir mistök af þessu tagi. TÖLVUVAL - HVERS Á AÐ GÆTA: 1. Hentar tölvan fyrir núverandi verkefni?

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.