Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1983, Blaðsíða 25

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1983, Blaðsíða 25
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 25 NÝ RIT í BÓKASAFNI SKIPULAGS STOFUNNAR. 1. FASTEIGNAMARKAÐUR- INN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU (könnun á fasteignaauglýsingum í Morgunblaðinu 3. október 1982). Höf. Bjarni Reynarsson. Útg. Borgarskipulag Reykjavíkur 1983. Skýrslan er 53 bls. í A-4 broti og skiptist í þrjá meginkafla: 1. Framboð af íbúðarhúsnæði. 2. Ein- kenni auglýstra fasteigna. 3. Verð á íbúðarhúsnæði. 2. SKIPULAG OG FRAM- KVÆMD SKIPULAGSVINNU. Höf. Gestur Ólafsson. Útg. Skipulagsstofa höfuðborgar- svæðisins 1983. Ritlingurinn er alls 8 bls. í A-4 broti og skiptist í: 1. Hlutverk skipulags. 2. Stofnanir sem tengjast skipulagsvinnu. 3. Skipulagsferillinn. 4. mis atriði. 3. PLATS FÖR ARBETE, teknisk forsörjning. Útg. Statens industriverk, Statens naturvardverk og Statens planverk í Svíþjóð 1982. Ritið er 93 bls. í A-4 broti. Það skiptist í 6 kafla: 1. Inle- dning. 2. Industrins behov av tekn- isk forsörjning. 3. Teknisk forsörj- ning i den kommunala planeringen. 4. VA-forsörjning. 5. Energifors- örjning. 6. Avfallshantering. 4. PLATS FÖR ARBETE, omgivningspaverkan. Útg. Statens industriverk, Statens naturvardverk og Statens planverk í Svíþjóð 1982. Ritið er 202 bls. og skiptist í: 1. Lagar och författningar. 2. Generella synpunkter pa skydds- omraden vid planering av arbets- omraden. Miljövardsproblem vid olika verksamheter. 4. Jord- och stenindustri. 5. Metall- och verk- stadsindustri. 6. Livsmedels- industri. 7. Kemisk och kemisk - teknisk industri. 8. Energi-, avfalls- och avloppsanlaggning. 9. Mindre metall- och verkstadsindustri. 10. Mindre livsmedelsindustri. 11. Mindre industrier inom kemi-, tra- och textilbranscherna. 12. Anlag- gningar för transportvasen. 5. SKIPULAG GÖMLU HVERFANNA. ENDUR- SKOÐUN. KANNANIR - BYGGÐ/ÍBÚAR. Höf. Jóhannes S. Kjarval, Yngvi Þór Loftsson, Guðrún Jónsdóttir. Útg. Borgarskipulag Reykjavíkur 1983. Greinargerðin er 120 bls. og skiptist í 8 kafla auk heimildaskrár. 1. Formáli. 2. Inngangur. 3. íbúar - Félagslegir þættir. 4. Saga byggðar og skipulags. 5. Könnun á byggð og landnotkun. 6. Ástand byggðar - Þörf á úrbótum. 7. Niðurstöður. 8. Viðauki. 6. CYKELTRAFIK I NORDISKE BYER. Útg. Nordisk Ministerrad, 1982. Ritið er í 207 bls. í A-4 broti og skiptist í 5 kafla auk viðauka: 1. Sammenfatning. 2. Cykeltrafik i de fire lande. 3. Cykelanlæg og deres effekter. 4. Lösningskatalog. 5. Resultater af modelstudierne. BETRI BORGIR - MINNI KOSTNAÐUR Dagana 23. - 27. maí s.l. var haldin í Lissabon í Portúgal ráðstefna um ofangreint efni. Af íslands hálfu sóttu ráðstefnuna Zóphónías Páls- son, skipulagsstjóri ríkisins og Gestur Ölafsson, forstöðumaður Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðis- ins. Ráðstefnan fór fram í húsa- kynnum Calouste Gulbenkan stofn- unarinnar, í garði heilagrar Geir- þrúðar. Ráðstefnuna sóttu mörg hundruð manns úr öllum heimshlutum og báru þeir saman bækur um það hvernig unnt væri að ná þeim báð- um markmiðum samtímis, að mynda betra umhverfi fyrir fólk í borgum, og lækka kostnað við gerð þessara borga. í fljótu bragði virð- ast þessi markmið stangast á, en á ráðstefnunni var bent á ýmsar leiðir sem hægt væri að fara til þess að ná þessum báðum markmiðum í senn. Fjárhagserfiðleikar síðustu ára hafa gert það að verkum að margar þjóðir hafa tekið þessi mál til alvar- legrar athugunar og víða orðið vel ágengt. Ef litið er á umhverfi borga í dag, þá er það víðast hvar í heiminum langt frá því að vera fullkomið. í mörgum borgum er mjög dýrt að búa, þær eru á margan hátt óþægi- legar, öryggi íbúanna er víða lítið, umhverfið ekki aðlaðandi, og mikill tími og fjármunir fara í flutninga milli staða. Nauðsynlegt er að skilgreina hverjar séu mikil- vægustu þarfir fólks sem býr í þéttbýli, á hvaða sviðum sé hægt að minnka kostnað og hvernig. Einnig er nayðsynlegt að reyna að skil- greina hvar og hvernig hægt sé að bæta umhverfi í borgum. Á þessari ráðstefnu voru margar hugmyndir ræddar, t.d. um mis- munandi stjórnun borgarsvæða, um sameiginleg not ólíkra aðila af byggingum og opnu rými, og þýð- ingu víðtækrar samvinnu við að finna lausrtir, sem margir geta fellt sig við. Margir ræðumenn lögðu áherslu á nauðsyn þess að flýta ákvarðana- töku við skipulag og framkvæmdir og stytta athugunartíma. Bent var á að á flestum stöðum væri hægt að fara betur með það fé sem varið væri til skipulags og byggingar á borgum. Engu að síður þyrftum við í öllum tilvikum að hafa vilja til þess að leysa þessi vandamál og til þess að skilgreina vandlega í hverju þau væru fólgin. Mikil áhersla var lögð á að hafa gott samband við fólk á viðkom- andi svæði allt frá upphafi skipu- lagsvinnunnar, ef skipulag ætti að vera framkvæmanlegt. Bent var á að núverandi efnahagsástand gæfi okkur svigrúm til þess að bæta nú- verandi borgir, þar eð nú hefði víð- ast hvar dregið úr fyrri þenslu. Full ástæða væri til að fylgjast grannt með þeim breytingum sem væru að eiga sér stað, þannig að við þeim mætti bregðast í tíma. Frekari gögn frá ráðstefnunni og útdrættir úr þeim fyrirlestrum sem þar voru fluttir liggja frammi á Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðis- ins. GESTUR ÓLAFSSON.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.