Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1986, Side 5

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1986, Side 5
Sigurður Björnsson, bæjarverkfræðingur Kópavogs sRipuiagsmál 5 VATNSVEITUR VÖXTUR ÞEIRRA OG VIÐHALD »• INNGANGUR Vatn er nauðsynlegt öllu lífi á jörðinni, og aðgangur að nægjanlegu vatni er frumskilyrði þess að menningarsam- félög geti þróast og vaxið. Við þekkjum úr sögunni hinar miklu áveitur Egyptalands, þar sem hin foma menningarþjóð breytti eyðimörkinni í gróskumiklar ekrur og aldingarða, og sömu sögu er að segja víðar, svo sem frá landinu við fljótin miklu, Eufrat og Tígris og frá Kína. Hér á landi reistu menn bæi sína við á eða læk eða a.m.k þar sem unnt var að ná niður í grunnvatn með því að grafa brunn. Fyrir kom að bæjarlækurinn var leiddur inn í gegnum eitt bæjarhúsanna eða að brunnurinn var innanbæjar. Segja má að allt þetta hafi verið vísir að því er síðar varð. UPPHAF VATNSVEITNA Þegar jarðarbúum fjölgaði tóku bæir og síðar borgir að vaxa. íbúar bæjanna fengu neysluvam sitt úr brunnum inni í miðjum bæ eða í næsta nágrenni, eða að það var tekið úr ánni sem bærinn var gjarnan byggður við. Víða hagaði þannig til að vatnið í fljótunum var gruggugt og til eru alda- gamlar frásagnir frá Indlandi um það hvemig menn síuðu vam gegnum sand- lög. Einnig notuðu menn leirker í sama tilgangi. Þegar kröfur jukust um nægjanlegt og gott neysluvatn tóku menn að sækja það um nokkurn veg. Var þá neyslu- vatnið leitt í skurðum líkt og áveitu- vatnið forðum. Þar sem dældir og gil urðu á vegi manna reyndist sums staðar nauðsynlegt að byggja brýr sem báru stokka sem vatnið var leitt eftir. Víða í Evrópu sjást enn leifar þeirra miklu vatnsveitna sem Rómverjar reistu hvar- vema þar sem þeir réðu ríkjum. Jafnframt tóku menn að leggja vatns- pípur, sem gerðar voru úr holuðum trjábolum eða blýi. Um sömu mundir fylgdu uppfinningar í kjölfarið sem gerðu mönnum kleyft að rjúfa það lögmál að vatn rynni aðeins niður í móti. Merkasta slíkra uppfinn- inga má telja skrúfu Arkimedesar sem sá mikli hugvitsmaður frá Sýrakúsu á Sikiley fann upp 250 árum fyrir Krists burð. Slíkar snigildælur eru öruggar og notadrjúgar og algengar enn þann dag í dag, þar sem dæla þarf miklu vatns- magni upp um litla hæð, t.d. í dælu- stöðvum frárennslisveitna. Þegar fram liðu stundir urðu menn þess áskynja að sumir sjúkdómar og farsóttir bárust manna á milli með menguðu drykkjarvatni. í stórborgum þar sem neysluvatn var tekið úr næstu á, oft án nokkurrar teljandi hreinsunar, gusu upp taugaveiki- og kólerufaraldrar öðru hveiju. A nítjándu öldinni fóru menn að hreinsa vatnið í hverjum bænum á fætur öðrum með því að sía það í hæg- virkum sandsíum, jafnframt því sem vatnsveiturnar voru endurbættar. Skömmu eftir síðustu aldamót fóru menn siðan að sótthreinsa drykkjar- vamið með klórblöndun. Upp úr aldamótum er orðin það þétt byggð í Reykjavík að brunnamir taka að mengast og óhjákvæmilegt reynist að loka þeim. VATNSVEITA REYKJAVÍKUR Vatnsveita Reykajvíkur tekur til starfa árið 1909. Því má ætla að enn séu á lífi nokkrir Reykvíkingar sem muna þá tíð þegar allt vatn bæjarbúa var sótt í brunna og borið heim í hús manna af vatnsberunum. Hafist var handa við undirbúning að lögn vatnsveitunnar eftir að taugaveikifaraldur hafði komið upp í bænum seint á árinu 1906. Ýmsir voru þó vantrúaðir á þetta fyrirtæki, og segir sagan að a.m.k. einn mektarmaður hafi hreinlega neitað að láta leggja vatn inn í hús sitt, þar eð allir heilvita menn vissu að vatn rynni aldrei upp í móti. Það yrði því óhjá- kvæmilegt að bera vatnið inn í húsin eftir sem áður.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.