Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1986, Blaðsíða 7

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1986, Blaðsíða 7
sRjpubgsmál 7 „ Vatnið var sótt upp í Gvendarbrunna sem voru uppsprettulindir við jaðar Hólmshrauns, suður af Hrauntúnstjöm. Svæði þetta er nú innan Heiðmerkur- girðingar. Aðfærsluæðar vatnsveitunnar og götu- æðar voru lagðar úr steypujárnspípum eða pottpípum eins og þær vora kall- aðar í þann tíð. Aðalæðin var 10" (250 mm) næst bænum en 12" (300 mm) ofan til. Við síðari stækkun veitunnar vora lagðar víðari trépípur ofan til, en 12 " æðin tekin upp og lögð að nýju samhliða 10" æðinni til bæjarins. Efnið í trépípunum kom í tilsniðnum stöfum og vora pípumar slegnar saman á skurðinum líkt og tunnur og girtar með jámgjörðum. Þessar trépípur vora » í notkun fram til 1983. Samskeyti pottpípnanna voru blýþétt, þ.e. að pípumar voru múffupípur og eftir að þeim hafði verið raðað saman voru múffumar þéttslegnar með hampi þar til eftir stóðu 3-4 cm og var þetta bil þá fyllt með bráðnu blýi sem að lokum var barið þétt með þar til gerðum jámum og slaghamri. Ég fjölyrði ekki frekar um Vatnsveitu Reykjavíkur en bendi á grein eftir Þórodd Th Sigurðsson, vatnsveitu- stjóra, sem birtist í tímaritinu Sveita- stjómarmál, 4. tölublaði 1986. UPPBYGGING OG EFNISVAL Framan af voru vatnsveitur hérlendis ► við það miðaðar að sjálfrennsli fengist frá upptökum til neytenda. Þess má geta að þegar írumathuganir voru gerðar á Vatnsveitu Reykjavíkur kom til álita að virkja Bullaugu sem era uppsprettu- lindir í landi Grafarholts og eru nú á miðjum golfvelli Golfklúbbs Reykja- víkur. Þeim valkosti fylgdi sá böggull að byggja hefði þurft dælustöð sem á þeim tíma hefði orðið kolakynt og gufuknúin. Slíkt þótti ekki hagkvæmt og urðu því Gvendarbrunnar fyrir vdinu, en þaðan fékkst sjálfrennsli til bæjarins. Bullaugu voru síðan virkjuð með dælingu upp úr 1960. Hafnfirðingar sóttu sitt vatn upp í Kaldárbotna en þaðan var það sjálf- rennandi niður í Hafnarfjörð, og svip- aða sögu má segja frá öðram bæjum. Staðhættir era þó sums staðar þannig að slík tilhögun er ekki möguleg, og verður þar að grípa til dælingar. Vatnsleiðslur verða stöðugt eldri og jafnframt eykst viðhaldskostnaðurinn. Gömlum leiðslum fylgir leki og þar með aukinn (Teikningin er eftir Gunna kostnaður við vatnsöflun og Grahs og birtist í tímaritinu dælingu. "Byggforskning" nóvember 1985.) Víða hagar svo til að veralegur hæðar- munur er milli hverfa í sama bænum og getur af þeim sökum þurft að deila byggðinni í þrýstisvæði með mismun- andi þrýstingi á vatnsveitukerfinu, þar eð ekki er talið vogandi að þrýstingur fari að ráði yfir 5-6 kg/cm, þ.e. 50-60 metra vatnssúlu. Sé vatnsbólið í nægj- anlegri hæð, t.d. í fjallshlíð ofan bæjar, má fá fram slíka skiptingu með því að fella þrýsting með þrýsti- minnkara frá hærra liggjandi hverfum niður í þau sem neðar liggja. Hitt er þó algengara að þrýstingur sé ekki nægur, og þarf þá að auka þrýsting í hærra liggjandi hverfum með dælingu. Pípur þær sem notaðar hafa verið í vatnsveitum hafa verið margskonar. Áður er lýst pottpípum og trépípum. Pottpípumar era þeim kostum búnar að þær tærast seint. Því veldur grafítduft sem blandað er í bráðið jámið áður en steypt er. Grafítið verður að þunnum flögum í járninu og ver pottinn ryði. Þessu fylgir hins vegar sá ókostur að pottpípumar verða stökkar og verður því að hafa þær efnismiklar og þungar. Það gerir þær erfiðari í meðförum. Pípur þessar voru yfirleitt um 6 m langar.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.