Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1986, Blaðsíða 9

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1986, Blaðsíða 9
dags og nætur er lítill þá er um verulega leka að ræða í kerfinu. Ljóst er að það er nauðsyn hverri vatnsveitu að mæla og fylgjast vel með vatnsnotkuninni en á því hefur víða verið misbrestur. Dæmi eru um að vatnsskortur hafi fyrst og fremst stafað af leku veitukerfi. Koma má í veg fyrir slíkan skort með því að gera við og endurbæta dreifikerfin og jafnframt komast hjá eða a.m.k. að fresta fjárfrek- um aðgerðum, sem oft er gripið til í slíkum tilfellum, þegar lagt er í stór- fellda stækkun á veitu sem ætti að geta annað vatnsþörfinni við eðlilegar að- stæður. T.F.KAR OG SÓTJN: Eins og sagt var hér að framan eru lekar á vatnsveitukerfunum víða vandamál. Erlendis er talið slæmt ef þeir verða öllu meiri en 10% af því magni sem veitt er til hvers bæjar. Ljóst er að lekar á eldri veitum hérlendis eru stórum meiri. Algengustu orsakir leka á vamsveituæðum eru eftirfarandi: 1. Þverbrot á pípum. Slíkar bilanir eru algengari en margur hyggur og koma þær einkum fram á vorin þegar frost er að fara úr jörð. Þessi brot verða í óundirbyggðum götum þar sem frost- lyftingar verða í götumassanum og lítt hefur verið vandað til frágangs alls, bæði á lögnum og götu. Þótt slíkar bilanir leyni sjaldan á sér í moldar- jarðvegi getur slíkt þó skeð ef holræsalögnin brotnar einnig og leka- vatnið fær þar með greiðan aðgang inn í frárennslislagnimar. Það sem hér er sagt á einkum við um pottpípur og gildir að sjálfsögðu ekki síður um asbesdagnir. 2. Leki á samskeytum: Þar sem hreyfingar eru í götum hvort sem er vegna frostlyftinga eða frá umferð kunna blýþétt samskeyti að jagast svo til að þau taka að leka. Hér er sjaldnast um mikla leka að ræða og geta þeir því leynt á sér. Hins vegar fylgir þeim nokkur hávaði, sem kann að valda ónæði í nálægum húsum þegar nætur- kyrrð er komin á. 3. Staðbundin tæring. Asfaltkápa stál- pípna gat orðið fyrir skemmdum bæði í flutningum og við lögn pípnanna. Ef ekki er höfð aðgát og gert vendilega við slflct þá verða þar óvarðir blettir, sem geta tærst nokkuð hratt og detta þá göt á pípumar. Nokkurn þátt í slíkum bil- unum munu jarðtengingar rafmagns- veiuianna hafa átt, en áður en tekin var upp lögn O-leiðara í rafveitukerfinu var ætíð jarðtengt í vatnsheimæð húsanna og gátu því lekastraumar, ef fram komu, valdið hraðri tæringu á vatnsveitupípunum. 4. Slysagöt á plastlögnunum: Ef ekki er vandað nægjanlega til sandfyllingar um plastlagnir þá kunna hvassir steinar og hraunnybbur að valda því að göt eða brestir koma í veggi plastpípnanna. 5. Heimæðar: Eins og fyrr er sagt höfðu menn þá trú að zinkhúðin á jámpípum þeim sem notaðar voru í heimæðar verði þær gegn tæringu nær von úr viti. í sand- eða leirbornum jarðvegi gátu slíkar lagnir enst lengi en þar sem þær voru lagðar í mýrarjarðveg fór á annan veg. Þær entust ekki nema í hæsta lagi 15-20 ár og oft skemur, og urðu heimæðar oft eins og gatasigti. f reglugerð fyrir Vatnsveitu Reykjavíkur stendur í 9. grein:"Allar vatnsvæðar frá vatnsveituæðum að húsi og í því eru eign húseiganda, og ber hann kostnað af lögn þeirra og við- haldi." Þetta ákvæði hefur verið tekið upp í reglugerðir flestra vatnsveitna í landinu. Þetta var ekki óeðlilegt í upphafi þegar allar götur vom malar- eða jafnvel moldargötur. Þá gátu menn sjálfir grafið upp heimæðar allt út í miðja götu og endurnýjað ef þörf reyndist. í hinu tæknivædda þjóðfélagi nútímans þýðir þetta hins vegar, að húseigendur eiga vatnslögn út í miðja götu undir malbikaðri akbraut og steyptri gangstétt og verður það að teljast óhæft. Raunin verður líka sú, að það er mörgum um megn að uppfylla þetta ákvæði, þar eð endumýjun á lekri heimæð þýðir uppbrot á bæði gangstétt og akbraut og viðgerð hvors tveggja að verki loknu, allt á kostnað húseiganda. Afleiðingin verður sú, að lekar heim- æðar em látnar drasla þar til að efstu kranar í húsinu fá ekki lengur vatn. Það hefur lengi verið skoðun greinahöfundar að vatnsveitumar ættu að eiga heimæðarnar ef ekki inn fyrir húsvegg, þá a.m.k. inn fyrir lóðarmörk, sbr. það sem gildir um hitaveitu og rafmagnsveitu. 6. Lagnir í húsgrunnum: Algengt var áður fyrr að lagnir vom lagðar í gmnn undir neðstu plötu og þá jafnan óvarðar eins og heimæðarnar. Slíkt reyndist að sjálfsögðu illa. Þó keyrði um þverbak þegar farið var að fylla húsgmnna með rauðamöl. Lagnir sem lagðar voru í slíkan salla, entust mjög illa og dæmi voru til þess að þær væru gjörónýtar innan 5 ára. 7. Heimilistæki: Bent skal á einn þátt, sem ekki lætur mikið yfir sér, en getur þó verið drrjúgur. Það era lekir kranar innanhúss og lekir salemiskassar. Þegar vatnsskortur var orðinn tilfinnanlegur í Reykjavík fyrir 1960 þá auglýsti Vatnsveitan viðgerðarþjónustu, að gert væri við leka krana í heimahúsum. Húseigendur greiddu varahluti en vinnan var ókeypis. Mikil eftirspum var eftir þessari þjónustu, og það svo að á tíma- bili voru tveir menn í fullu starfi að sinna þessum viðgerðum. Jafnframt gaf þetta góða raun og vissulega dró úr kvörtunum um vatnsleysi. Að lokum má minnast á hreina sóun á neysluvatni. Því er nú svo varið að fólk hefur vanist því að nægjanlegt og gott neysluvatn væri sjálfsagður hlutur og gefur því ekki gaum að það kann að vera af skomum skammti og kostar bæði fyrirhöfn og fjármuni að fullnægja þörfum neytandanna. Algengasta sóun er í því fólgin að fólk hirðir ekki um að loka fyrir vatns- kranana þegar það hefur lokið notkun. Dæmi um slflct em sírennandi þvotta- slöngur á bflaþvottastöðvum og í fisk- vinnsluhúsum og öðmm fyrirtækjum sem nota vatn að ráði. Þess eru dæmi að næturrennsli í stórri fiskvinnslustöð hafi numið tugum sekúndulítra þar eð gleymst hafi að loka fyrir rennandi þvottaslöngur þegar vinnu lauk að kvöldi. Má geta nærri hver sóunin er að

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.