Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1986, Blaðsíða 17
Gestur Ólafsson
arkitekt og skipulagsfræðingur FAÍ
sfípuiagsrrál
17
A/IAIMNVIRKI
- TÆKI Á FRAMFARABRAUT
Einn frægasti arkitekt þessarar aldar,
Frakkinn Corbusier, hélt því fram í
upphafi aldarinnar að hús ættu að vera
tæki til þess að búa í. Þau ættu að
henta viðkomandi aðilum eins og
klæðskerasaumuð flík og þjóna þeim
markmiðum sem þeir settu sér. Sígild
skreytilist, súlur, bogar og fleira dingl-
umdangl sem menn setja stundum til
viðbótar utan á húsin sín væru einungis
dýrar og óhagkvæmar viðjar liðinnar
hefðar sem heftu ferð okkar til
stórstígra framfara og umhverfismótun-
ar sem væri samboðin fólki á 20. öld.
Ekki tókst Corbusier samt að kveða
þessi fangamörk liðins tíma niður, þótt
hann og liðsmenn hans hefðu mikil
áhrif fram yfir miðja þessa öld. Þeim
sem fannst tryggara að leita fyrirmynda
að framtíðinni í fortiðinni heldur en
nýrra leiða, óx fiskur um hrygg. Aftur-
hvarf til sígildra forma og byggingar-
listar fyrri tíma hefur því verið ríkjandi
í umhverfismótun síðustu áratuga, nú
þegar hyllir undir 21. öldina
lega kann að vera breytilegt) er rökrétt
að breyta þeim eða endurnýja þau til
þess að koma til móts við nýjar þarfir
og kröfur. Sama má líka segja um
önnur tæki sem við notum, t.d. skip,
flugvélar og ísskápa. Samt sem áður
höfum við mjög ríka tilhneigingu til
þess að líta hús og önnur mannvirki
öðrum augum. í raun og veru er hér um
mjög svipuðp tæki að ræða. Þótt
mannvirki hafi yfirleitt lengri endingar-
tíma er öllum þessum tækjum það
sameiginlegt að þau valda vel ákveðnu
verkefni í byrjun. Að einhverjum tíma
liðnum byrja þau að ganga úr sér og
einhvem tíma lýkur endingartfma þeirra
nema miklum fjármunum sé varið til
gagngerra endurbóta.
í byggingar- og skipulagslöggjöf em
gerðar ákveðnar kröfur um gæði mann-
virkja og að sumu leyti einnig um
endingartíma. Arkitektar, verkfræðingar
og aðrir hönnuðir hafa einnig mikil
áhrif á endingartíma mannvirkja með
hönnun og gerð vinnulýsinga.
Engu að síður getum við talsvert lært
af þeirri staðhæfingu Corbusiers að hús
og reyndar flestöll mannvirki séu fyrst
og fremst tæki sem þurfa að geta gegnt
ákveðnu hlutverki. Ef mannvirki hætta
að gegna þessu hlutverki (sem vissu-
Ef litið er á mismunandi hluta bygg-
inga geta þeir hins vegar haft mjög
mismunandi endingartíma og sama máli
gegnir um t.d vegi, gangstéttir, veitu-
kerfi, hafnarmannvirki og jafnvel trjá-
gróður.