Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1986, Blaðsíða 21

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1986, Blaðsíða 21
sRipulagsmál 21 breyting hefur orðið í götuljósakerfinu, en þar er nú tengt inni í stólpunum. Með þessari nýju tilhögun er rekstur mun auðveldari en áður, einkum bilanaleit og viðgerðir. Sú þjóðfélags- breyting að íbúðarhús eru flest mann- laus á venjulegum vinnutíma hefur reynst erfið við bilanaleit og viðgerðir á gamla jarðstrengjakerfinu. Það að komast ekki inn í einstök hús til aftengingar á þeim, hefur oft tafið viðgerð. Nú er aftur á móti hægt að rjúfa heimtaugar og aðalstrengi í var- tengiskápunum. Ákvörðun um endurnýjun Þau atriði sem hér hefur verið minnst á hafa eflaust orðið til þess að rétt þótti að stíga skrefið til fulls á þeim stöðum sem endumýja átti hitaveitulagnimar. Allur jarðvegur skyldi tekinn upp úr gangstéttunum niður fyrir legu jarð- strengjanna og þeir endumýjaðir í heild með nýrri tilhögun á tengingum. Gild- leikar á strengjum og önnur flutnings- geta kerfisins er einnig endurskoðuð með tilliti til upplýsinga sem nú liggja fyrir um álag. Símstöðin í Reykjavík tók þessa sömu ákvörðun. Er þá reynt að samræma legu þessara lagna og deila niður á milli stofnananna því takmark- aða rými sem fyrir hendi er í mjóum gangstéttum. Ljóst er að sú fjárfesting sem þessi endumýjun leiðir til er ekki fjárhagslega hagkvæm fyrir Rafmagnsveituna nú. Sennilega hefði víðast hvar verið hægt að reka þetta rafdreifikerfi í allmörg ár ennþá án óeðlilegs viðgerðarkosmaðar, ef ekki hefði þurft að hrófla við því. Hins vegar mætti búast við aukinni bil- anatíðni eftir endurlögn á gamla kerf- inu, hefði sú leið verið valin. Með þessari ákvörðun um algjöra endumýjun má ætla að ekki þurfi að grafa upp ný- hellulagðar gangstéttir í gamla bænum. þversnið lagna í gangstétt ■

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.