Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1986, Síða 29

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1986, Síða 29
sRjpuagsmál 29 RITFRÉTT B ► ► Nefnd um landnýtingaráætlun, sem landbúnaðarráðherra skipaði samkvæmt Þingsályktunartillögu frá 22. maí 1984 lauk störfum í maí á þessu ári. Niður- stöðum nefndarinnar er lýst í skýrslu sem ber heitið "Landnýting á íslandi og forsendur fyrir landnýtingaráætlun". Landbúnaðarráðuneytið gefur skýrsluna út. Skýrsla þessi er 105 síður og eru þar í 50 kort og línurit. Er frágangur með ágætum og kortin eru flest hin vönd- uðustu. Þó svo að þingsályktunartillagan hafi stefnt að landnýtingaráætlun er skýrslan samansafn upplýsinga um landnot og landnýtingu eins og fyrir liggja en ekki eiginleg áætlun. Nefndin viðurkennir þetta í lok skýrslunar og segir þar orðrétt á bls. 95: "Nefndin telur skorta upplýs- ingar og pólitískar ákvarðanir til að hún geti lagt fram eigin- lega eða raunhæfa landnýtinga- ráætlun fyrir landið allt að svo stöddu. Ýmsar grundvallarfors- endur vantar. Til dæmis liggur ekki fyrir langtímastefna frá stjórnvöldum í framleiðslu- málum landbúnaðarins og byggðamálum, og ekki eru fyrir hendi nægar upplýsingar um óskir og stefnu hagsmunahópa, t.d. um útivist. Á sama hátt er langtímastefna í náttúrvernd og skógrækt fremur óljós. Ýmis grunngögn vantar enn, og ljúka þarf gerð gróður- og byggða- korta og mati á beitarþoli og gera upplýsingar um búrekstur aðgengilegar í formi jarðbókar í tölvu. í lok skýrslunnar er einnig reynt að meta kostnaðarþætti sem óhjákvæm- ilegir eru vegna undirbúnings land- nýtingaráætlunar. Þættir þessi eru kortagerð, rannsóknir á varðveislu og endurheimt landgæða, framleiðslu- skipulag í landbúnaði, skipulag ferða- mála, endurskoðun laga og gerð svæðisskipulags fyrir alla byggð. Ljóst er að á næstu árum er þörf mikillar gagnasöfnunar og rannsókna til að hægt verði að vinna eiginlega land- nýtingaráætlun. Á vegum félagsmálaráðuneytisins og skipulagsstjómar ríkisins hafa á undan- fömum ámm verið gerðar tillögur um að setja ákvæði um landsskipulag í skipulagslög. Landsskipulagið ætti að vera stefnumarkandi um landnýtingu jafnframt því að vera grundvöllur ann- arrar áætlunargerðar. Undir lok skýrslu nefndar um landnýtingaráætlun segir orðrétt: "Markmið með lands- skipulagi hlýtur að vera að auð- lindanýting verði í samræmi við heildarhagsmuni þjóðarinn- ar." Skýrsla þessi um landnýtingu á íslandi er þarft verk og nauðsynlegt en sýnir jafnframt að upplýsingar eru af of skornum skammti til að vinna megi landnýtingaráætlun sem staðið getur undir nafni. Einnig virðist að langtímastefna í veigamiklum mála- flokkum liggi ekki fyrir hjá stjórn- völdum og er það ekki vansalaust. L

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.