Mosfellingur - 17.11.2022, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 17.11.2022, Blaðsíða 12
Úur selja umhverfis- vænar leiðisgreinar Það er löngu kunnugt að konurnar í Lionsklúbbnum Úu í Mosfellsbæ eru vakandi fyrir velferð náungans og einnig er þeim umhugað um að halda náttúrunni hreinni og ómengaðri. Fyrir ári síðan brettu þær upp ermar og framleiddu gullfallegar leiðisgreinar sem unnar voru úr hinum lífræna heimi. Engir vírar, ekkert plast, engin óvelkomin aukaefni sem menga jarðveginn auk þess sem hverri grein fylgir kærleikur frá Úu konum. Mosfell- ingar ásamt nærsveitungum urðu kampakátir, keyptu greinar og lögðu á leiði ástvina sinna. Öll innkoma af sölunni fór óskert til þeirra sem eiga við hina ýmsu erfiðleika að stríða. Núna ætla Úur aftur á kreik og fer allur ágóði óskertur til góðgerðar- mála. Allar upplýsingar veitir Ida Hildur Fenger í síma 773-0980 en einnig má senda skilaboð í gegnum Lionsklúbburinn Úa á Facebook. - Fréttir úr bæjarlífinu12 Um 200 ungmenni úr Varmárskóla og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ unnu saman á vel heppnuðu nemendaþingi þann 8. nóvember, á alþjóðlegum baráttu- degi gegn einelti. Nemendaþingið er liður í að vekja bæði nemendur og samfélagið allt til vitundar um einelti, orsakir þess og áhrif, og hvern- ig má koma í veg fyrir það. Einnig eru skýr menntunarleg markmið með þinginu. Það voru nemendur í 5. og 6. bekk Varmárskóla sem báru hitann og þungann af umræðum dagins, undir styrkri stjórn samræðustjóra sem eru nemendur úr upp- eldis- og félagsfræðiáföngum í FMOS. „Það var frábært að fylgjast með krökk- unum ræða saman um þetta mikilvæga málefni, þeir voru málefnalegir og leituðu lausna. Við fullorðna fólkið getum horft bjartsýn til framtíðarinnar í boði þessa unga fólks,“ segir Jóna Benediktsdóttir, skólastjóri Varmárskóla. Einelti fyrirfinnst víða Þingið er þó ekki eingöngu mikilvægt innlegg í samfélagsumræðu síðustu vikna, en einelti og áhrif þess hafa farið hátt í um- fjöllun fjölmiðla. Einelti er samfélagsmein sem fyrirfinnst á allt of mörgum stöðum. Þegar hópar fólks koma saman til að ræða leiðir til að vinna gegn einelti leiðir samræðan til aukins skilnings og verður þannig breytingaafl í sjálfu sér. Nemendur geti haft mótandi áhrif Menntunarleg markmið þingsins eru skýr fyrir nemendur beggja skóla. Fyrst má nefna það að þjálfa nemendur í lýðræðis- legum vinnubrögðum. Á þinginu ræddu nemendur mikilvægt samfélagsleg málefni og skipulögðu í sam- einingu aðgerðir til umbóta. Með þátttöku í samræðum þar sem þess er gætt að allir geti látið skoðun sína í ljós og að niðurstað- an verði hagstæð fyrir alla þátttakendur, fá nemendur tilfinningu fyrir því að þeir geti haft mótandi áhrif á eigin framtíð og verða þannig skapandi gerendur í eigin umhverfi. Samræðustjórar taka aukna ábyrgð og efla þannig vitund sína um möguleika til áhrifa. Unga fólkið mun stýra framtíðinni „Við höfum trú á því að þeir sem nú eru nemendur hafi mikla möguleika á að breyta framtíðinni. Ein manneskja sem hefur ákveðið að hafa jákvæð áhrif í um- hverfi sínu hefur þar með áhrif á svo ótal marga og getur orðið hreyfiafl fyrir stórtæk- ar breytingar. Hvað þá ef hátt í 200 ungar manneskjur fara af stað út í heiminn með slíkt hugarfar,“ segir Jóna Benediktsdóttir, skólastjóri Varmárskóla. Kolbrún Ósk Jónsdóttir, kennari í FMos tekur í sama streng: „Það er okkar mark- mið, því við vitum að þeir sem eru ungt fólk í dag, er fólkið sem mun stýra fram- tíðinni. Ef við getum kennt þeim leiðir til að taka góðar ákvarðanir fyrir samfélagið höfum við lagt okkar af mörkum til fram- fara.“ Ásgarður heldur árlegan jólamarkað Ásgarður handverkstæði verður með sinn árlega jólamarkað og kaffisölu í húsnæði Ásgarðs að Álafossvegi 14 og 22 í Mosfellsbæ laugardaginn 3. desember milli kl. 12.00 og 17.00. Allar handsmíðuðu vörurnar í Ásgarði verða til sýnis og sölu og kaffi, súkkulaði og kökur til sölu gegn vægu gjaldi. Góðir gestir líta í heimsókn til okkar og taka nokkur lög. Hvað er betra en að byrja jólaundirbúninginn á því að fara í Ásgarð? Þar verður hægt að kaupa jólagjafir og setjast síðan við borð með listamönnum Ásgarðs, drekka heitt ekta súkkulaði með rjóma og gæða sér á gómsætu bakkelsi í boði bestu bakarameist- ara Íslands. Mirella heldur jóla- lagersölu á Aristo Mirella verður með jólalagersölu á hárgreiðslustofunni Aristo, Háholti 14 á virkum dögum kl. 11:00-17:00 og á laugardögum kl. 11:00-14:00 frá 21. nóvember til 16. desember. Úrval af Vajolet dömubolum og settum, herrabolum, barnasettum og nærfötum. Einnig gott úrval af Tupperware heimilisvörum og öðrum gjafavörum. Herdís og María taka vel á móti ykkur. Nemendaþing á baráttudegi gegn einelti • 200 ungmenni úr Varmárskóla og FMOS Einstakt samstarf í baráttunni gegn einelti nemendaþing í Varmárskóla Helgafellsskóli var í hlutverki gestgjafa þegar hvatningarverðlauna Heimilis og skóla voru veitt en um er að ræða verðlaun fyrir vel unnin störf gegn einelti. Athöfnin var haldin á degi gegn einelti þann 8. nóvember og verðlaunin hlaut að þessu sinni námsráðgjafi í Hólabrekkuskóla. Skólastjóri Helgafellsskóla flutti opnunar- ávarp og boðið var upp á þrjú tónlistaratriði frá nemendum Helgafellsskóla, söng, fiðluleik og píanóleik. Á athöfninni var margt góðra gesta eins og sést á meðfylgjandi myndum. Kynningarmyndband um kortavefsjá Á vef Mosfellsbæjar er í birtingu myndband sem sýnir á greinargóð- an hátt virkni og notkunarmögu- leika kortavefsjár Mosfellsbæjar. Á kortavefsjánni geta bæjarbúar og viðskiptavinir skoða upplýsingar um allt er lýtur að fasteignum bæjarins og umhverfi, hvort heldur eru stígar, veitulagnir, lóðamörk og teikningar húsa svo nokkuð sé nefnt. Kvíslarskóli 50 ára - fagnað næsta haust Í ár eru 50 ár frá því að skólastarf- semi hófst í því skólahúsnæði sem nú heitir Kvíslarskóli. Í upphafi nefndist skólinn Gagnfræðaskóli Mosfellssveitar eða Gaggó Mos hversdagslega. Afmælisdagurinn var 9. nóvember, miklar endurbætur standa nú yfir á húsnæði skólans en næsta haust munu nemendur og bæjarbúar hafa tök á að fagna afmælinu á sal. Helgafellsskóli í hlutverki gestgjafa á degi gegn einelti eliza reid forsetafrú spjallar Við nemendur sungið fyrir gesti nemendur úr listaskólanum

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.