Mosfellingur - 17.11.2022, Blaðsíða 2
Í þá gömlu góðu...
Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is)
MOSFELLSPÓSTURINN 1983
Héðan og þaðan
Fréttin er nærri því 40
ára gömul. Mosfells-
sveitin er að taka
örum breytingum og
ýmsar nýjungar að
skjóta upp kollinum.
Ein var sú að setja
upp hraðahindranir
og var sú fyrsta sett í
Langatanga. Textinn
frá íbúa í Tangahverfi
fylgir og athugasemd
ritstjóra.
Skopteikningin sýnir
svo afleiðingar og
reynslu af því, sem
þessi nýjung í bæjar-
umferðinni hefur í för
með sér.
Enn er ekki vitað
hver gerði myndina.
Líklegast var að Pétur
Baldvinsson í Lágholti
5 væri höfundur
hennar. Eftir samtal við Pétur minnist hann þess ekki að hafa
teiknað myndina. Vinsamlegast sendið upplýsingar ef einhver
þekkir teiknarann.
MOSFELLINGUR
www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is
Næsti Mosfellingur kemur út 8. desember
Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is
Ritstjórn:
Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is
Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is
Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is
Prentun: Landsprent. Upplag: 5.000 eintök. Dreifing: Afturelding.
Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf.
Próförk: Ingibjörg Valsdóttir ISSN 2547-8265
Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is
og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar
skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag.
Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti.
Að undanförnu hefur tökulið verið
á ferðinni í Mosfellsbæ að taka
upp nýja sjónvarpsþætti sem nefnast
Afturelding. Hrikalega spennandi
verkefni hjá Dóra
DNA og félögum.
Stórskotalið leikara
kemur við sögu
og söguþráðurinn
forvitnilegur. Um
er að ræða átta
þætti sem frum-
sýndir verða um
páskana. Það er
ekki við öðru
að búast en að
þættirnir verði
mikil upplyfting fyrir ungmennafé-
lagið okkar og bæjarfélagið í heild.
Mikið tilhlökkunarefni.
En fyrst eru það jólin, sem eru
eftir rúman mánuð. Skreytingum
fjölgar nú með hverjum deginum
sem líður. Ekki veitir af í þessu
skammdegi sem fram undan er.
Jólagarðurinn við Hlégarð sló heldur
betur í gegn í fyrra og verður leik-
urinn endurtekinn í ár. Hugmyndin
kom úr lýðræðisverkefninu Okkar
Mosó. Stefnt er að því að lýsa upp
garðinn um helgina enda hátíð ljóss
og friðar handan við hornið.
Ég hlakka svo til...
Ég hlakka svo til...
Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings
www.isfugl.is
6 - Fréttir úr bæjarlífinu2
„Hraðahindrunin á Langatanga hefur orðið til þess að nýjar og áður óþekktar atvinnugreinar blómstra
í Mosfellssveit“ voru skilaboðin sem við fengum send með þessari skemmtilegu teikningu. (MP1983)