Mosfellingur - 17.11.2022, Blaðsíða 14
- Fréttir úr bæjarlífinu14
Listasalur Mosfellsbæjar
Litandi, litandi,
litandi
Góður svefn í íslenskum
ullarfaðmi eykur vellíðan
Íslenskar ullarsængur
Fáanlegar á Lopidraumur.is
Síðasta sýning ársins í Listasal Mosfells-
bæjar er Litandi, litandi, litandi eftir Jón
Sæmund Auðarson. Opnun er föstudaginn
18. nóvember kl. 16-18.
Jón Sæmundur er kröftugur listamaður
sem er bæði þekktur í heimi myndlistar og
tónlistar. Viðfangsefni verka hans á sýning-
unni eru andar en tengsl lífsins, dauðans og
þess sem bíður handan dauðans hafa verið
listamanninum hugleikin um langt skeið.
Fyrir 12 árum byrjaði Jón Sæmundur að
mála einn anda á striga í upphafi hverra
tónleika með hljómsveit sinni Dead
Skeletons. Þetta gerði hann til að undirbúa
sig andlega fyrir tónleikana og komast yfir
sviðsskrekk. Jón Sæmundur er enn að mála
anda og nú ekki bara fyrir tónleika heldur
hvenær sem andinn kemur yfir hann.
Síðasti sýningardagur er 16. desember.
Mikil kátína var á Bókmenntahlaðborði barnanna sem fór fram í
bókasafninu laugardaginn 12. nóvember.
Þrír höfundar komu í heimsókn, lásu upp úr nýjustu bókunum
sínum og spjölluðu við krakkana. Gunnar Helgason kynnti bókina
Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að ljúga. Lóa Hlín
Hjálmtýsdóttir las upp úr tveimur bókum sínum, Héragerði og úr
hinni skrautlegu Mamma kaka. Arndís Þórarinsdóttir sagði okkur
frá fimleikabókinni Kollhnís.
Upplesturinn var fjörugur og mikið hlegið. Að honum loknum var
boðið upp á föndur í Fiskabúrinu, fjölnota rými safnsins, þar sem
urðu til mörg jólaleg bókamerki sem ættu að nýtast vel við lestur
jólabókanna í ár. Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna.
Bókasafn Mosfellsbæjar
Bókmenntahlaðborð barnanna
rithöfundarnir ásamt
nokkrum aðdáendum
upplestur