Mosfellingur - 17.11.2022, Blaðsíða 26
- Íþróttir26
N a m o e h f. - S m i ð j u v e g i 7 4 ( g u l g ata ) - 2 0 0 K ó pavo g i Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is
rýmingarsala
50-80% afsláttur
til 25. nóvember sport íslandi
Um síðustu helgi fór fram Haustmót á veg-
um Fimleikasamband Íslands.
Markmið mótsins er að skipta öllum
liðum landsins í deildir fyrir keppnistíma-
bilið á komandi vorönn. Fimleikadeild
Afturelding sendi frá sér 4 stúlknalið og 3
drengjalið.
Fimleikadeild Aftureldingar hefur mikið
verið að bæta þjónustu og þjálfun á síðustu
árum sem hefur leitt til meiri ánægju og
áhuga hjá iðkendum. Núna á Haustmót-
inu sást vel hvað iðkendurnir hafa mikinn
áhuga á að standa sig vel á æfingum og
greinilegt er að þjálfarar Aftureldingar eru
að standa sig vel.
Árangurinn á mótinu var framúrskarandi
en tvö lið í drengjaflokki sigruðu í sínum
flokki en öll drengjaliðin eru komin í A-
deild og tvö stúlknalið enduðu í A-deild í
4. flokki. 4. flokkurinn á Íslandi er sá stærsti
en þar keppa 28 lið og einungis 9 lið komast
í hverja deild fyrir sig. Öll lið Aftureldingar
okkar stóðu sig virkilega vel bæði í undir-
búningi fyrir mótið og á mótinu sjálfu.
Benedikt valinn efni-
legasti knapi ársins
Mosfellingurinn Benedikt Ólafsson
var á dögunum valinn efnilegasti
knapi ársins 2022 en kunngjört
var um valið á verðlaunahátíð
Landssambands hestamannafélaga.
Benedikt náði á árinu frábærum
árangri í mörgum greinum
hestaíþróttanna. Hann sigraði í
B-flokki ungmenna á Landsmótinu
í sumar á Biskup frá Ólafshaga, varð
Íslandsmeistari í gæðingaskeiði á
Leiru-Björk frá Naustum III og sigr-
aði í slaktaumatölti T2 ungmenna á
Reykjavíkurmeistaramóti á Bikar frá
Ólafshaga ásamt 2. sæti í tölti T1 á
Íslandsmótinu.
Andri Freyr kominn
heim í Mosfellsbæinn
Meistaraflokkur karla í fótbolta
hefur hafið undirbúning fyrir næsta
tímabil. Andri Freyr Jónasson,
einn markahæsti leikmaður í sögu
Aftureldingar, skrifaði á dögunum
undir tveggja ára samning við
félagið. Andri hefur leikið með
Fjölni undanfarin tvö ár en mun nú
spila á ný með Aftureldingu næsta
sumar. Hinn 24 ára gamli Andri
hefur skorað 50 mörk í 79 deildar-
og bikarleikjum með Aftureldingu
á ferlinum. Þá hefur Afturelding
einnig fengið Bjart Bjarma Bark-
arson til liðs við sig frá Víkingi
Ólafsvík. Bjartur er tvítugur en hann
var þrátt fyrir ungan aldur fyrirliði
og lykilmaður hjá Ólafsvíkingum
síðastliðið sumar.
Meistaraflokkarnir í blaki hafa byrjað
leiktíðina af krafti og eftir 4 umferðir situr
karlaliðið í 2. sæti og stelpurnar tróna á
toppnum eftir góðan sigur á meisturum
síðasta árs KA.
Mánudaginn 31. október lést Mundína
Ásdís Kristinsdóttir eftir hetjulega baráttu
við krabbamein en Munda hefur verið við-
loðandi blakdeild Aftureldingar frá stofnun
deildarinnar um síðustu aldamót, bæði
sem leikmaður og stjórnarmaður. Munda
var með allt frá fyrsta titli kvennaliðs Aftur-
eldingar og sat í meistarflokksráði kvenna
og var sjúkraþjálfari kvennaliðins í mörg ár
sem og hjá íslenska landsliðinu.
Minningarstund fyrir leik gegn KA
Fyrir leikinn við KA var haldin stutt
minningarstund sem endaði í mínútuþögn
Mundu til heiðurs. Blakdeild Aftureldingar
bauð frítt á leikinn og komu margir vinir úr
blaksamfélaginu til að votta þessari föllnu
hetju virðingu sína. Leikurinn var erfiður í
byrjun því tárin voru enn að þorna og töp-
uðu Aftureldingarstúlkur fyrstu hrinunni
en síðan tók baráttan öll völd á vellinum
og vann Afturelding sannfærandi 3-1 sigur
þrátt fyrir erfiðar aðstæður og þunga sorg.
Munda var fræg fyrir baráttu sína bæði
innan vallar sem og við hinn illvíga sjúk-
dóm sem hún barðist við og hún líkti við
fjallgöngu. Það má segja að stelpurnar hafi
tekið Mundu á þennan leik, svo mikla bar-
áttu sýndu þær og hefðu ekki getað heiðrað
hana á fallegri hátt og þakkað henni betur
fyrir hennar störf fyrir Aftureldingu.
Blessuð sé minning góðs félaga og Aftur-
eldingarkonu.
Hvíti riddarinn hefur samið við Sindra
Snæ Ólafsson um að halda áfram sem
aðalþjálfari félagsins.
Sindri Snær hefur verið við stjórnvölinn
hjá Hvíta riddaranum síðan árið 2020
og liðið hefur vaxið og eflst jafnt og þétt
undir hans stjórn.
Lið Hvíta riddarans, sem var samsett
af nánast bara Mosfellingum, komst í
undanúrslit 4. deildar á síðasta tímabili
og vann sér inn rétt til þess að spila í nýrri
og spennandi 10 liða fjórðu deild á næsta
tímabili. Sindra til halds og traust verða
þeir Eiríkur Þór Bjarkason, Egill Jóhanns-
son og Guðjón Svansson.
Sindri áfram
með Hvíta
Eiríkur þór, Sindri Snær, Egill og guðjón
Framúrskarandi árangur á Haustmóti
Munda var fræg fyrir baráttu sína bæði inan vallar og við hinn illvíga sjúkdóm
Heiðruðu Mundu á fallegan hátt
SamStaða
að varmá
gunna Stína, StEinn,
grétar og munda árið 2014
MOSFELLINGUR
keMur næSt út 8. deS