Víkurfréttir - 25.02.2023, Qupperneq 4

Víkurfréttir - 25.02.2023, Qupperneq 4
w Áratuga reynsla Sjónmælingar Góð þjónusta Linsumælingar Falleg vara Sjónþjálfun Nýjungar í sjónglerjum og tækjum Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is Við erum á Aðaltorgi - verið velkomin! Starfshópur sem skipaður var vegna lokunar Reykjanesbrautar í desember sl. telur að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir lokun brautarinnar en hefði getað varað styttra. Hópurinn kemst einnig að þeirri niðurstöðu að þótt Vega- gerðin hafi fullnýtt mannskap og tæki til snjómoksturs á tímabilinu hefði mátt betur átt standa að snjó- mokstri á Reykjanesbraut. Lagðar hafa verið fram sex úrbóta- tillögur til að tryggja snör og fum- laus viðbrögð við erfiðar veðurað- stæður, líkt og þær sem sköpuðust í desember sl. Tillögurnar eru settar fram í skýrslu starfshóps, sem Sig- urður Ingi Jóhannsson, innviðaráð- herra, skipaði en hlutverk hópsins var að greina atburðarásina 19. og 20. desember og hvað hefði betur mátt fara. Tillögur starfshópsins eru í sex liðum: • Áætlun verði gerð um hvaða tækjabúnaður er nauðsynlegur við aðstæður sem þessar og um samnýtingu tækjabúnaðar ólíkra aðila á svæðinu. • Vaktstöð Vegagerðarinnar fái heimild til nauðsynlegra fram- kvæmda innan fyrirfram skil- greinda marka þegar aðstæður eru illviðráðanlegar. • Vegagerðin, í samráði við ríkis- lögreglustjóra, setji saman verkferla um ákvarðanatöku og framkvæmd lokunar og opnunar vega, við aðstæður þegar lögregla ákveður að beita heimildum til lokunar. • Vegagerðin setji saman verk- ferla um miðlun upplýsinga til almennings, hagaðila og viðbragðsaðila, hvort sem samhæfingarstöð hefur verið virkjuð eða ekki. • Ráðherra veiti Vegagerðinni skýra heimild til að fjarlægja ökutæki sem hindra snjó- mokstur, trufla umferð eða vinnu við veg. • Gerðar verði tilteknar breyt- ingar á viðbragðsáætlun Vega- gerðarinnar vegna Reykja- nesbrautar í ljósi reynslunnar í desember. Í skýrslunni eru tiltekin nokkur atriði, s.s. að endurmeta þurfi staðsetningu lokunarpósta, skilgreina eigi skilvirkara samstarf við lög- reglu og kanna eigi hvort skil- greina þurfi varaleiðir til að halda opnum þrátt fyrir lokun Reykjanesbrautar. Sigurður Ingi Jóhannsson, inn- v i ð a rá ð h e r ra : „Tillögur starfs- hópsins eru gagn- legar og munu nýtast þegar í stað við að gera nauð- synlegar breytingar á viðbragðsá- ætlun og skipulagi samskipta. Þá hyggst ég virkja heimild um- ferðarlaga sem veitir Vegagerðinni heimild til að láta færa ökutæki sem valda truflunum við snjómokstur. Í skýrslunni er farið vel yfir atburða- rásina og fulltrúar Vegagerðarinnar og lögregluyfirvalda hafa lagt sitt að mörkum til að finna leiðir til að bæta viðbragð við aðstæður sem þessar. Með samvinnu að leiðarljósi er það verkefni okkar að lágmarka eins kostur er þau áhrif sem válynd veður hafa óhjákvæmilega á sam- göngur um hávetur.“ Ekki hægt að koma í veg fyrir lokun – en betur hefði mátt standa að snjómokstri Í skýrslunni segir að starfshópurinn telji að ekki hefði verið hægt að koma algerlega í veg fyrir lokun Reykjanesbrautarinnar, þegar horft væri til veðuraðstæðna á umræddu tímabili, og lögbundinna hlutverka Vegagerðarinnar og lögreglu er snúa að öryggi vegfarenda. Starfshópurinn kemst á hinn bóginn að þeirri niðurstöðu að þótt Vegagerðin hafi fullnýtt mannskap og tæki til snjómoksturs á tímabilinu „hefði mátt betur átt standa að snjó- mokstri á Reykjanesbraut. Með fleiri tiltækum snjómoksturstækjum og snarpara viðbragði við að fjarlægja bíla sem sátu fastir í snjó hefði mátt stytta þann tíma sem brautin var lokuð. Þá hefði jafnframt mátt stytta lokunartímann ef til staðar hefðu verið tæki sem henta betur í að ryðja vegamót á brautinni en þau tæki sem Vegagerðin hafði yfir að ráða í slíka vinnu.“ Starfshópurinn telur að mögulega hefði verið hægt að opna Reykjanes- braut fyrr á mánudeginum ef sér- staklega hefði verið auglýst að leiðir til Grindavíkur og Voga væru ófærar þar sem öll áhersla hafði tímabundið verið lögð á að halda leiðinni til flugstöðvarinnar opinni á kostnað moksturs leiða til aðliggjandi byggð- arlaga. Til þess hefði þó þurft mjög markvissa upplýsingaveitu til veg- farenda ásamt skýrri umferðarstjórn inn á og út af Reykjanesbrautinni. Í skýrslunni telur starfshópurinn mikilvægt að halda því til haga að um leið og Reykjanesbraut þjónar stærsta alþjóðaflugvelli landsins þjóni hún einnig byggðarlögum sem tengjast brautinni. Á sama tíma og barist hafi verið við að halda Reykja- nesbrautinni opinni voru vegir að og í byggðarlögum við brautina ófærir. Starfshópurinn bendir á að þegar veðuraðstæður væru með þessum hætti væri þörf á að forgangsraða snjómokstri. Eðlilegt væri að skil- greina og skýra hversu mikil áhersla skuli vera á að halda leiðinni að flug- stöðinni opinni, jafnvel á kostnað annarra verkefna. Sem dæmi megi nefna að á meðan veðrið gekk yfir voru sjúkrabílar og lögregla kölluð til í hús sem ófært var að og þurftu viðbragðsaðilar m.a. að nýta sér aðstoð snjóbíls björgunar- sveitar til að sinna útköllum. Við forgangsröðun snjómoksturs verði að huga að getu viðbragðsaðila til að bregðast við neyðaraðstæðum. Hugsanlegt væri að minni tæki sem henti betur til snjómoksturs í hring- torgum gætu tryggt öryggi að þessu leyti með betri hætti. Um starfshópinn Starfshópurinn var skipaður full- trúum frá Vegagerðinni, Ríkislög- reglustjóra, lögreglustjóranum á Suð- urnesjum og innviðaráðuneytinu. Fulltrúi ráðuneytisins stýrði vinnu hópsins. Hópurinn var skipaður fyrir jól strax eftir ófærðina 19. og 20. desember og átti að skila niður- stöðum innan mánaðar. Samráð var haft við fjölmarga hagaðila við undirbúning skýrsl- unnar, þ.á m. fulltrúa Isavia, Lands- bjargar, Lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu, sveitarfélaga á svæðinu, Samtaka ferðaþjónustunnar. Þá var leitað sérfræðiálits hjá Einari Svein- björnssyni, veðurfræðingi. Hefði mátt standa betur að snjómokstri og lokun Reykjanesbrautar getað varað skemur Undirritaður þjónustusamningur dagsettur 9. janúar 2023 ásamt viðauka um samræmda móttöku flóttafólks. og yfirlýsing um að vinna að sameiginlegum mark- miðum var lagður fyrir síðasta fund bæjarstjórnar Reykjanes- bæjar. Kjartan Már Kjartansson fylgdi málinu úr hlaði á fundinum og kynnti efni samningsins. Margrét Þórarins- dóttir og lagði fram eftirfarandi bókun: „Umbót greiðir ekki atkvæði við af- greiðslu þessa máls. Ég tel að sú aðferða- fræði sem ráðuneytið hefur viðhaft gagnvart sveitar- félaginu í jafnstórum málaflokki og málefni flóttafólks eru orðin sé ámælisverð. Margsinnis hefur ráðu- neytið orðið uppvíst af samráðsleysi við Reykjanesbæ. Ég ítreka það sem ég hef áður sagt hér og fjölmargir sem til þekkja hafa bent á að Reykja- nesbær er komin að þolmörkum við móttöku flóttafólks. Við hér í Reykja- nesbæ höfum svo sannarlega staðið okkur vel í móttöku flóttafólks. Við vorum frumkvöðlar og boðin og búin að aðstoða flóttafólk. Ríkisvaldið þakkar hins vegar fyrir sig með því að senda enn fleira flóttafólk til okkar án nokkurs samráðs. Þrátt fyrir að sveitarfélagið sé komið að þolmörkum. Ráðuneytið hefur tekið á leigu heilu fjölbýlishúsin í bæjar- félaginu fyrir flóttamenn án nokkurs samráðs við sveitarfélagið. Við þekkjum þetta öll. Þessir nýju íbúar þurfa síðan margvíslega þjónustu sem Reykjanesbær hefur þurft að standa straum af. Nú er ráðuneytið loks tilbúið að greiða fyrir þessa þjónustu gegn því að bæjarfélagið taki við enn fleiri flóttamönnum. Hér er einfaldlega verið að stilla okkur upp við vegg. Mér hugnast ekki svona vinnubrögð og greiði því ekki atkvæði. Í bæjarstjórn samþykkti ég þennan samning með fyrirvara um að útbúin yrði yfirlýsing sem fæli í sér að aðgerðaráætlun fyrir svæðið m.t.t. móttöku flóttafólks og fækkun þeirra á svæðinu. Hér kemur svo yfirlýsingin, þar segir að það eigi að greina þær áskoranir sem Reykja- nesbær glímir við vegna aukins fjölda flóttafólk sem býr í úrræðum á vegum ríkisins. Greina hvað, ég spyr. Það þarf ekki að greina neitt. Þetta liggur fyrir, það eru einfald- lega of margir flóttamenn á könnu Reykjanesbæjar. Við erum komin að þolmörkum. Skólarnir, félags- þjónustan og húsnæðismarkaðurinn. Þetta vita allir. En ráðuneytið vill ekki skilja þetta. Í yfirlýsingunni eru svo nokkur falleg orð um samstarf og samvinnu. Eitthvað sem hefur ekki staðist af hálfu ráðuneytisins hingað til gagnvart Reykjanesbæ. Í þessari yfirlýsingu er ekkert minnst á tímafresti eins og lagt var upp með. Ekkert fjallað um það hvenær fækkun flóttamanna í þjón- ustusamningi á að hefjast. Ekki einu orði. Bara einhver greiningarvinna. Að fenginni reynslu treysti ég ein- faldlega ekki ríkisvaldinu í þessum málaflokki, þegar kemur að sam- skiptum við Reykjanesbæ,“sagði Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Umbótar, í bókun sinni. OF MARGIR FLÓTTAMENN Á KÖNNU REYKJANESBÆJAR Kort Vegagerðarinnar frá 19. desember í fyrra sem sýnir lokanir og ástand vega á Suðurnesjum. Lögreglubifreið á Reykjanesbtaut við Rósaselstorg. „Með framlengdum samningni um samræmda móttöku flóttafólks vill velferðarráð Reykjanesbæjar leggja aðaláherslu á að senda skýr skilaboð til félags- og vinnumark- aðsráðherra um að í lok ársins 2023 verði ljóst að markmið samn- ingsins standi um að ná fjöldanum úr 350 manns niður í 150 manns,“ segir í bókun ráðsins 18. janúar sl. Í bókuninni segir einnig að starfsfólk Reykjanesbæjar, helst ráðgjafar, kennarar og leikskóla- kennarar hafi staðið sig með ein- dæmum vel í því að taka á móti fólki á flótta en með þessum mikla fjölda fólks hafi verið gríðarlegt álag á félagsþjónustu sveitar- félagsins. „Það gefur augaleið að innviðir okkar munu til fram- tíðar ekki ráða lengur við þetta umfangsmikla verkefni, sér í lagi ef fjöldinn eykst meira í sveitar- félaginu á næstu misserum. Með innviðum erum við að vísa í fé- lagsþjónustu sveitarfélagsins, heil- brigðisþjónustu, menntastofnanir (fjölbrautaskólann, grunnskólana og leikskólana) auk löggæslunnar. Velferðarráð mun fylgja verk- efninu vel eftir á árinu og upplýsa bæjarstjórn um framgang samn- ingsins og vonast eftir góðu sam- starfi við félags- og vinnumarkaðs- ráðuneytið.“ Undir bókunina rita: Sigurrós Antonsdóttir, Birna Ósk Óskarsdóttir, Andri Fannar Freysson, Rannveig Erla Guðlaugs- dóttir og Eyjólfur Gíslason. Mikilvægt að ná niður fjölda flóttafólks fyrir lok árs 4 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.