Víkurfréttir - 25.02.2023, Page 6

Víkurfréttir - 25.02.2023, Page 6
MARON HEFUR FARIÐ Í FLESTA RÓÐRA Í JANÚAR Þar kom að því að það kom bræla hérna sunnanlands, því að veður- farið frá áramótum er búið að vera mjög gott og það gott að minni bát- arnir, eins og t.d. færabátarnir, hafa getað róið núna í janúar. Veiðin hjá bátunum er búin að vera nokkuð góð og má segja að flestir bátanna séu á veiðum hérna við Suðurnesin af þeim bátum sem eru gerðir út frá Suðurnesjum. Ef við lítum á togarana þá er Pálína Þórunn GK með 124 tonn í tveimur löndunum en athygli vekur að togarinn hefur landað í Grindavík og í Reykjavík, ekki í sinni heimahöfn Sandgerði. Áskell ÞH 131 tonn í tveimur í Grindavík, Vörður ÞH 178 tonn í tveimur í Grindavík, Sturla GK 237 tonn í fimm í Grindavík, Sóley Sigurjóns GK 262 tonn í tveimur og mest 132 tonn og Jóhanna Gísladóttir GK 352 tonn í fimm löndunum. Hjá netabátunum er Grímsnes GK með 84 tonn í sjö löndunum, Maron GK 63 tonn í þrettán en hann er sá netabátur á landinu sem hefur farið í flesta róðra núna í janúar. Halldór Afi GK 12 tonn í fimm og Hraunsvík GK 6,9 tonn í tveimur í Grindavík. Kap VE hefur reyndar sést liggja í höfninni í Keflavík en hann hefur verið með netin utan við Sandgerði og við Garðskagavita og veiðir í sig, siglir síðan til Vestmannaeyja með aflann. Hefur landað þar 93 tonn í tveimur róðrum. Hjá dragnótabátunum er Sigur- fari GK með 155 tonn í þrettán róðrum og er aflahæstur yfir landið þegar þetta er skrifað, mest 25 tonn í róðri. Siggi Bjarna GK 106 tonn í tólf og mest 14 tonn, Benni Sæm GK 91 tonn í ellefu og mest 16 tonn og Aðalbjörg RE 28 tonn í þremur og mest 14 tonn, allir í Sandgerði. Þangað er líka kominn Maggý VE en báturinn var í klössun í slippnum í Njarðvík. Einn bátur er að veiða sæbjúgu við Ísland núna í janúar og er það báturinn Jóhanna ÁR. Þessi bátur á sér mjög langa sögu í Sandgerði því að í um 30 ár var báturinn gerður út frá Sandgerði og hét þá Sigurfari GK, Jóhanna ÁR er kominn með 10 tonn í þremur róðrum af sæbjúgu. Langflestir bátanna sem eru að landa núna á Suðurnesjum eru á línuveiðum. Sighvatur GK er með 264 tonn í þremur löndunum, Valdimar GK 263 tonn í þremur, Fjölnir GK 242 tonn í tveimur, Páll Jónsson GK 203 tonn í tveimur, allir í Grindavík. Minni bátarnir hafa líka veitt vel, t.d. Óli á Stað GK 124 tonn í sautján róðrum og hefur hann róið oftast allra línubátanna, landað í Grindavík og Sandgerði. Kristján HF 121 tonn í níu, Sævík GK 111 tonn í tólf, Margrét GK 111 tonn í þrettán, Daðey GK 104 tonn í þrettán, Vésteinn GK 88 tonn í átta, Gísli Súrsson GK 73 tonn í fimm en hann hefur verið á veiðum í Breiða- firðinum og landað í Ólafsvík, Auður Vésteins SU 65 tonn í sex og er þetta eini báturinn sem er að landa fyrir austan af bátunum sem eru gerðir út frá Suðurnesjum en Einhamar ehf. í Grindavík á bátinn. Hulda GK 61 tonn í níu, Hópsnes GK 36 tonn í sjö, Katrín GK 33 tonn í fjórum, Gulltoppur GK 26 tonn í fimm og er hann að landa á Skagaströnd og er eini báturinn frá Suðurnesjum sem landar þar, Geir- fugl GK 23 tonn í fjórum. Flestir af minni bátunum hafa skipst á að landa í Sandgerði og Grindavík en þó eru nokkrir sem hafa haldið sig við einstakar hafnir, t.d. Vésteinn GK í Grindavík, Katrín GK og Geirfugl GK í Sand- gerði. Reyndar hafa Margrét GK og Kristján HF landað mestum hluta af afla sínum í Sandgerði. Óli á Stað GK, Daðey GK og Hulda GK hafa landað mestum hluta sínum í Grindavík og Sævík GK var að mestu að landa í Þorlákshöfn. aFlaFrÉttir á SuðurnESjuM Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Ökuskóli allra landsmanna Finndu næsta námskeið inn á www.aktu.is Allir réttindaflokkar Verkleg kennsla í boði víða um land Bókleg kennsla á netinu MEIRAPRÓF Fjarkennsla Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS Linde Gas ehf. hefur sótt um byggingarleyfi fyrir fjórum nýjum tönkum á lóðina Heiðarholt 5 í Sveitarfélaginu Vogum, sunnan megin við núverandi tanka. Einnig er sótt um stækkun byggingarreits um 150 fermetra. Samkvæmt umsókninni er fyrir- hugað að reisa gámaskrifstofur með tengigang við núverandi þjón- ustuhús. Að auki óskar Linde gas eftir afnotum af lóðinni Heiðarholti 3 en fyrirhugað er að nýta lóðina sem geymslusvæði fyrir lárétta tanka. Afgreiðsla skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Voga er sú að í ljósi þess að fallið hafi verið frá uppbygg- ingu samkvæmt viljayfirlýsingu við sveitarfélagið telur nefndin réttast að málið fái umfjöllun í bæjarráði/ bæjarstjórn áður en niðurstaða nefndarinnar liggi fyrir. Afgreiðsla bæjarráðs er að bæj- arráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram. Samningur um útleigu á verslunar- húsnæði í Iðndal 2 var lagður fyrir bæjarráð Sveitarfélagsins Voga á dögunum. Bæjarráð hefur staðfest fyrirliggjandi samning við við Gro- cery Market ehf. um leigu á versl- unarrýminu. Bæjarráð fagnar því að tekist hafi samningar við rekstraraðila um rekstur matvöruverslunar í Vogum og óskar nýjum rekstraraðilum góðs gengis, segir í gögnum bæjarráðs frá 18. janúar. Verkefnið Bjartur lífsstíll miðar að því að efla hreyfingu fyrir eldri borgara. Verkefnið er unnið í samvinnu Sveitar- félagsins Voga og UMF Þróttar, og er sett upp þannig að hver eldri borgari í Sveitarfélaginu Vogum getur nýtt sér allt að fjórar klukkustundir á viku í ýmis konar hreyfingu. UMF Þróttur mun sjá um nám- skeiðin. Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga leggur til við bæjarráð að skoða hvort nýta megi fjármuni sem áætlaðir hafa verið í frístundastyrk til eldri borgara til að greiða kostnað vegna verkefnisins en hann er áætlaður að hámarki 1,3 milljónir króna á ári. Sérstaklega í ljósi þess að mjög fáir eldri borgarar hafa nýtt sér styrkinn hingað til. Menningarverð- laun Voga afhent á sumardaginn fyrsta Menningarverðlaun Sveitar- félagsins Voga eru að jafnaði veitt árlega samkvæmt reglum þar um. Frístunda- og menningarnefnd sveitarfélagsins samþykkti á síð- asta fundi sínum að auglýst skuli eftir tilnefningum til menningar- verðlauna Sveitarfélagsins Voga samkvæmt reglum þar um og for- stöðumanni stjórnsýslu falið að auglýsa eftir tilnefningum. Menn- ingarverðlaun verða afhent við há- tíðlega athöfn í Tjarnarsal fimmtu- daginn 20. apríl, sumardaginn fyrsta. Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga ákvað á fundi sínum 17. janúar að óska eftir áliti Skipulagsstofn- unar á því hvort endurskoða þurfi umhverfismat í heild eða hluta, vegna fyrirhugaðs framkvæmda- leyfis vegna Suðurnesjalínu 2, í ljósi þess að goshrina er nú hafin á Reykjanesi. Á fundinum var jafnframt bókað að óskað væri eftir upplýsingum frá Landsneti um hver kostnaðar- munur er á valkosti B (jarðstreng með Reykjanesbraut) og valkosti C (loftlínu meðfram núverandi línu) og nánari gagna sem geri á hlut- lægan hátt grein fyrir þeim áhrifum á kerfi Landsnets að leggja Suður- nesjalínu 2 sem jarðstreng þ.m.t. upplýsingum um hvar þörf sé á að leggja slíka strengi í framtíðinni sem mögulega geti haft áhrif á ráðstöfun jarðstrengja vegna Suðurnesjalínu 2. Þá segir í bókuninni: „...Landsnet hf. er opinbert fyrirtæki, stofnað með lögum, starfar samkvæmt sér- leyfi og er háð opinberu eftirliti. Fyrirtækið er í eðli sínu einskonar stjórnvald. Félaginu ber að koma fram í samræmi við það í sam- skiptum sínum aðra og gæta að jafnræði og hlutlægni. Félagið á ekki að reka einhverskonar áróðursher- ferð. Framganga fyrirtækisins gagn- vart sveitarfélaginu, sem m.a. felst í því að halda fram órökstuddum fullyrðingum um að samfélagið á Suðurnesjum hafi orðið fyrir millj- arða tapi, sem ætla má að fyrirtækið telji á ábyrgð leyfisveitanda, er því ekki til sóma og skapar vantraust og ótrúverðugleika. Eðlilegt væri að til þess bærir aðila s.s. Umboðsmaður Alþingis, aðrar eftirlitsstofnanir eða eigendur Landsnets könnuðu fram- göngu félagsins í málinu.“ Bókunina má sjá í heild sinni á vef Víkurfrétta, vf.is. Óska álits Skipulagsstofnunar um endurskoðun á umhverfismati vegna Suðurnesjalínu 2 Bjartur lífsstíll er hreyfiúrræði eldri borgara í Vogum Linde Gas ekki í uppbyggingu í sam- ræmi við viljayfirlýsingu og umsókn því vísað til bæjarstjórnar Grocery Market opnar matvöruverslun í Vogum Verksmiðja Linde Gas ehf. í Sveitarfélaginu Vogum. VF-mynd: Hilmar Bragi 6 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.