Víkurfréttir - 22.02.2023, Síða 2
Viðreisn á Réttinum
Stjórnmálaflokkarnir voru á ferðinni um landið í kjördæmaviku.
Þingmenn Viðreisnar voru á Suðurnesjum í upphafi vikunnar
og heimsóttu nokkra vinnustaði. Í hádeginu fóru þeir á Réttinn í
Reykjanesbæ og hér má sjá formann flokksins, Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur, og Suðurnesjaþingmanninn Guðbrand Einarsson
á spjalli við Réttar-Magnús Þórisson.
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
HREINSUM
RIMLAGARDÍNUR OG
MYRKVUNARGARDÍNUR
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
er stofnun ársins 2022
„Starfsandinn mjög góður og mikil samheldni,“
segir Kristján Ásmundsson, skólameistari.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
varð sigurvegari í flokki stórra
stofnana í könnun Sameykis á
stofnun ársins. Titlana Stofnun
ársins og Stofnun ársins - borg
og bær hljóta þær stofnanir sem
þykja skara fram úr í könnun
Sameykis meðal starfsmanna
þeirra. Könnunin náði til starfs-
manna í opinberri þjónustu hjá
ríki, Reykjavíkurborg, sveitar-
félögum og sjálfseignarstofn-
unum.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja varð í
fyrsta sæti í flokki stórra stofnana í
könnuninni en skólinn varð í þriðja
sæti í síðustu könnun. Stærðar-
flokkarnir eru stofnanir með færri
en 40 starfsmenn, stofnanir með
40–89 starfsmenn og stofnanir
með 90 eða fleiri starfsmenn.
Fimm efstu stofnanirnar í hverjum
flokki hljóta titilinn Fyrirmyndar-
stofnun og fær skólinn þann titil nú
í sjöunda sinn á síðustu níu árum.
Þess má geta að framhaldsskólar
urðu í efsta sæti í öllum flokkum
ríkisstofnana.
„Þetta er mikill heiður fyrir
okkur og ánægjulegt að fá slíka
viðurkenningu og staðfestir hversu
góður vinnustaður skólinn er enda
er starfsandinn mjög góður og
mikil samheldni í hópnum, alveg
einstakur hópur,“ segir Kristján
Ásmundsson, skólameistari Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja.
AÐALFUNDUR FEBS
verður haldinn að Nesvöllum
föstudaginn 3. mars 2023 kl. 14.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kaffiveitingar í boði Landsbankans.
Stjórnin
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins
skiptu liði í ferð sinni um Suð-
urnes í kjördæmavikunni sem
lauk í síðustu viku. Þau Jón
Gunnarsson dómsmálaráðherra
og Guðrún Hafsteinsdóttir, sem
sögð var taka við dómsmálaráðu-
neytinu um mitt kjörtímabil,
heimsóttu m.a. lögregluna á Suð-
urnesjum í ferð sinni um svæðið.
Þau heimsóttu lögreglustöðina
við Hringbraut. Það húsnæði
hefur fyrir löngu sprengt utan
af sér starfsemina og hafa t.a.m.
gámar verið settir upp við húsið
til að leysa bráðan vanda. Þau
sögðu ljóst að bregðast þurfi við
ástandinu. Þau Jón og Guðrún
heimsóttu einnig Brunavarnir
Suðurnesja á ferð sinni. Þar á bæ
eru húsnæðismálin í betra standi
en hjá lögreglunni. Myndin af
ofan var tekin í heimsókninni til
lögreglunnar. VF/Hilmar Bragi
Sjálfstæðisþingmenn á lögreglustöðinni
Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf.
og Reykjaneshöfn hafa lagt fram
deiliskipulagstillögu samkvæmt
uppdráttum Kanon arkitekta
ehf. og VSÓ ráðgjafar ehf. Til-
lagan felst í nýjum viðlegukanti,
nýrri skipakví og landfyllingu,
auk nýrrar umferðaraðkomu frá
Fitjabraut.
Umhverfis- og skipulagsráð
Reykjanesbæjar veitti heimild til
að auglýsa deiliskipulagstillöguna
samhliða auglýsingu á endur-
skoðun aðalskipulags á fundi þann
1. apríl 2022. Tillagan var auglýst
og haldinn var íbúafundur. Fram
komu athugasemdir varðandi há-
vaða frá starfseminni, aðkomu frá
Sjávargötu og staðsetningu bygg-
ingareits við Sjávargötu. Unnin var
hljóðvistarskýrsla, aðkomu breytt
og sett fram kvöð um umferð um
lóð skipasmíðastöðvar.
Umhverfis- og skipulagsráð
Reykjanesbæjar hefur samþykkt að
senda tillöguna til Skipulagsstofn-
unar til endanlegrar afgreiðslu.
Ný skipakví og viðlegukantur til endan-
legrar afgreiðslu Skipulagsstofnunar
Svona er nýtt skipulag fyrir Njarðvíkurhöfn samkvæmt deiliskipulagstillögunni.
FIMMTUDAG KL. 19:30
HRINGBRAUT OG VF.IS
Kristján Þ. Ásmundsson, skólameistari FS tók við verðlaununum.
2 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM