Víkurfréttir - 22.02.2023, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 22.02.2023, Blaðsíða 4
Lyfjaval Apótek Suðurnesja hefur flutt starfsemi sína frá Hring- braut í Keflavík í nýtt og glæsilegt húsnæði við Aðaltorg í Keflavík, efst á Aðalgötu við Courtyard by Marriott hótelið. Þar hefur verið opnað svokallað bílaapótek sem er opið alla daga vikunnar frá níu á morgnana til níu á kvöldin. Tanja Veselinovic lyfjafræðingur er lyfsalinn hjá Lyfjavali Apóteki Suðurnesja í Reykjanesbæ og hefur verið það í um ellefu ár, frá því Þor- valdur Árnason, sem þá átti Apótek Suðurnesja, fékk Tönju til Suður- nesja þegar Apótek Suðurnesja var enduropnað. Hún hafi fengið góða niðurstöðu úr meistaraverkefni sínu í lyfjafræði og ætlaði að fara í doktorsnám þegar Þorvaldur kom að máli við hana og vildi að hún myndi sjá um apótekið í Reykja- nesbæ. Það varð úr og Tanja hefur skotið rótum í Reykjanesbæ með fjölskyldu sinni. Tanja ólst upp á Akranesi og gekk þar í barnaskóla og framhaldsskóla en upprunalega kom hún til Íslands sem innflytj- andi þegar stríð braust út í hennar heimalandi, Króatíu. Hún fór svo í háskólanám í Reykjavík og þaðan drógu örlögin hana til Reykjanes- bæjar. „Það er skemmtilegt að vera komin hingað á Aðaltorg. Þetta er bara allt annað og sérhannað húsnæði fyrir þessa starfsemi sem bílaapótek. Vinnuaðstaða er til fyrirmyndar og húsnæðið bjart og gott,“ segir Tanja í samtali við Víkurfréttir. Hjá apótekinu eru í dag sextán starfsmenn og þar af eru sex lyfja- fræðingar. Ekki veitir af, því apó- tekið er í dag opið í tólf tíma á sól- arhring, alla daga vikunnar. Opið er inn í búðina frá níu að morgni og til klukkan sex síðdegis en lúg- urnar eru opnar áfram til klukkan níu á kvöldin. Aðspurð hvernig reynslan sé búin að vera fyrstu dagana, sagði Tanja að hún væri æðisleg. Allir gömlu viðskiptavinirnir hafi fylgt þeim á nýjan stað og þá hafi starfs- fólkið einnig verið að sjá mikið af nýjum andlitum koma í lúguna eða inn í búðina. „Eldri viðskiptavinirnir hafa verið að koma inn í búðina til að heilsa upp á okkur á nýjum stað og svo eru þeir sem koma bara í lúguna og finnst það æðislegt að fá afgreiðslu á öllu beint í bílinn. Ég er líka svolítið hissa á hvað fólki finnst þetta spennandi þegar það kemur í lúguna. Það eru allir að prófa sig áfram. Þetta er líka mikil breyting fyrir okkur með lengri opnunartíma. Við erum líka að sjá fólk koma hingað til okkar úr Grindavík og Vogum, viðskipta- vinir sem hafa ekki verið að koma á Hringbrautina.“ Tanja segir að þörfin fyrir lengri opnunartíma hafi greinilega verið til staðar og það hafi verið mjög mikið að gera frá því það var opnað síðasta föstudag. „Þessi staðsetning á apótekinu er á aðaltorgi bæjarins til framtíðar. Hérna mun opna annar verslunar- kjarni í framtíðinni, heilsugæslan er að koma hérna í næsta hús, hér er nálægð við flugstöðina og Suður- nesjabæ. Það er mikil umferð um þetta svæði,“ segir Tanja. Bílaapótek hefur mikla kosti fyrir viðskiptavini, sem þurfa ekki að fara út úr bílnum til að fá af- greiðslu á lyfseðilsskyldum lyfjum eða aðra vöru. Fólk sem á erfitt með gang tekur þessari þjónustu fagnandi. Lúgurnar á apótekinu eru fjórar og í góðu skjóli fyrir veðri og vindum. Það sé því þægilegt að geta bara setið í heitum bílnum á meðan beðið er eftir því að lyfin séu afgreidd. Þá getur fólk farið inn á lyfjaval.is og gengið frá pöntun á lyfjaafgreiðslu þar og komið í lúguna og sótt. Send er staðfesting til fólk þegar lyfin eru tilbúin til af- greiðslu. „Þá sagði viðskiptavinur við okkur að næðið í lúgunni væri meira en inni við afgreiðsluborðið. Einnig er þetta þægileg leið fyrir fólk með börn, að þurfa ekki að taka þau úr bílstólnum og koma inn,“ segir Tanja Veselinovic lyfja- fræðingur í samtali við Víkurfréttir. w Áratuga reynsla Sjónmælingar Góð þjónusta Linsumælingar Falleg vara Sjónþjálfun Nýjungar í sjónglerjum og tækjum Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is Við erum á Aðaltorgi - verið velkomin! Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Litla brugghúsið í Garðinum sem hóf starfsemi árið 2020, heldur áfram að vaxa og dafna en von er á glænýjum bjór sem mun verða með skírskotun í eldgosin á Reykjanesi. Fyrirtækið hlaut á dögunum styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja til að gera eldgosabjórinn en hann bætist í hóp þeirra fjögurra sem nú þegar hafa litið dagsins ljós. Litla brugghúsið framleiðir einnig árs- tíðabjóra fyrir tvö hótel í Reykja- nesbæ. Þá verður páskabjórinn, Hippitus Hoppitus einnig settur á flöskur á næstu dögum og verður fáanlegur í Litla Brugghúsinu, Vín- búðunum og í Bjórlandi. „Vegna mikillar eftirspurnar eftir þeim fjórum tegundum bjóra sem við höfum nú þegar sett á markað, þurftum við að bæta tækjakostinn til að ná hagræðingu og betri nýtingu í framleiðslunni. Þá lá beinast við að koma með fimmtu tegundina en við stefnum á að hann verði kominn á markað innan tveggja mánaða. Þessi bjór mun draga nafn sitt af eld- gosunum en við erum ekki alveg búnir að ákveða endanlegt nafn og eins er þróun enn í gangi. Hvernig bjórinn verður á enn eftir að koma í ljós í þeim prufusuðum sem eru og verða í gangi á næstunni. Ég er mjög spenntur að smakka þessar prufur en stefnan er síðan að koma endanlegri uppskrift í framleiðslu, vonandi eigi síðar en eftir mánuð,“ segir Kristján Carlsson Gränz, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Litla brugghúsið með eldgosabjór Nýtt bílaapótek við Aðaltorg fær góðar móttökur Tanja Veselinovic lyfjafræðingur hjá Lyfjavali Apóteki Suðurnesja í einni bílalúgunni. VF/Hilmar Bragi Hjá Lyfjavali Apóteki Suðurnesja starfa samtals sextán manns á mörgum vöktum. Ljósmyndari Víkurfrétta náði að smella myndum af nokkrum starfsmönnum nú í vikunni. Húsnæði bílaapóteks Lyfjavals Apóteks Suðurnesja við Aðaltorg í Reykjanesbæ. Davíð Ásgeirsson, Kristján Carlsson Gränz og Kristinn Bergsson. VF/pket 4 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.