Víkurfréttir - 22.02.2023, Blaðsíða 16
Mundi
Verður Vatnsnes er eins
og Manhattan með
Central Park?
Opinn kynningarfundur
Íbúum og öllu áhugafólki um atvinnu-
uppbyggingu á svæðinu er boðið að
mæta svo að sjónarmið sem flestra
komi fram.
Samherji fiskeldi býður til kynningarfundar í tilefni
af skilum á umhverfismatsskýrslu Eldisgarðs
í Auðlindagarði HS Orku á Reykjanesi.
Fundurinn verður í formi opins húss og boðið
verður upp á léttar veitingar.
Courtyard by Marriott, Reykjanesbæ
fimmtudaginn 23. febrúar kl. 17–19
Nánar um Eldisgarð
Ný deiliskipulagstillaga fyrir
Vatnsnes og Hrannargötu 2-4
gerir ráð fyrir 339 íbúðum í
fimm til sex hæða húsum og sam-
einingu lóða í samræmi við upp-
drætti JeES arkitekta ehf. Um-
hverfis- og skipulagsráð Reykja-
nesbæjar veitti heimild til að
auglýsa deiliskipulagstillöguna
samhliða auglýsingu á endur-
skoðun aðalskipulags.
Tvær athugasemdir bárust við
deiliskipulagstillöguna en haldinn
var íbúafundur á auglýsingatíma
hennar. Vegagerðin gerði athuga-
semd og varaði við að skyggt yrði
á ljósmerki vita. Merkið var fært í
samráði við Vegagerðina og hafn-
arstjórn. Vegagerðin staðfesti að
breytingin væri fullnægjandi.
Andmæli bárust frá nágranna
sem varaði við að uppbygging næst
þeirra fasteign drægi úr mögu-
leikum uppbyggingar á þeirra lóð.
HS Veitur gerðu jafnframt athuga-
semdir við að breyta þurfi og bæta
veitukerfi fyrir reitinn. HS Veitur
þurfa að hanna dreifiveitulagnir til
samræmis við kröfur notenda og
fjármagna það með sínum til þess
ætluðu tekjustofnum í samræmi
við þarfir lóðarhafa og landnotkun.
Umhverfis- og skipulagsráð
Reykjanesbæjar hefur samþykkt að
senda tillöguna til Skipulagsstofn-
unar til endanlegrar afgreiðslu. Reglur um
gistiheimili í
íbúðahverfum
Reykjanesbæjar
samþykktar
Tillaga að reglum um gistiheimili
á íbúðasvæðum var lögð fram
á síðasta fundi umhverfis- og
skipulagsráðs Reykjanesbæjar
og samþykkt.
Rekstrarleyfisskyld gististarf-
semi hefur verið bönnuð á íbúða-
svæðum skv. aðalskipulagi en með
endurskoðun aðalskipulags er vikið
frá þeirri stefnu og slík starfsemi
heimiluð uppfylli hún sett skilyrði
eins og nánar kemur fram í tillögu
að reglugerð um gistiheimili á
íbúðasvæðum í Reykjanesbæ.
Atvinnuleysi var mest á Suður-
nesjum í desember 2022, eða
6%, en meðalatvinnuleysi var
3,4% á landsvísu. Vert er þó að
geta að atvinnuleysi á Suður-
nesjum var 9,3% í desember
2021. Atvinnuleysi meðal karla
var 5,7% en 6,3% meðal kvenna
á Suðurnesjum. Aðeins voru
auglýst sex laus störf í desem-
bermánuði á Suðurnesjum hjá
Vinnumálastofnun.
Atvinnuleysi 6%
Ný deiliskipulagstillaga fyrir Vatnsnes og Hrannargötu 2-4 gerir ráð fyrir 339 íbúðum í fimm til sex hæða húsum og sameiningu
lóð. Á tölvuteikningunni má sjá hvernig umhverfi strandlengjunnar við Vatnsnesvita mun breytast verði þetta að veruleika.
339 íbúðir í fimm til sex
hæða húsum á Vatnsnesi
Hestamannafélagið Máni hefur
óskað eftir því við Reykjanesbæ
að farið verði sem fyrst í gerð
deiliskiplags á félagssvæði fé-
lagsins við Mánagrund ásamt því
að Reykjanesbær taki yfir allar
götur félagsins á svæðinu.
Umhverfis- og skipulagsráð
Reykjanesbæjar samþykkti á síð-
asta fundi sínum að unnin sé til-
laga að deiliskipulagi fyrir svæðið í
samráði við skipulagsfulltrúa. Þeim
hluta erindis sem fjallar um gatna-
gerðargjöld og yfirtöku sveitar-
félagsins á gatnagerð er vísað til
bæjarráðs.
Reykjanesbær taki
yfir allar götur í hest-
húsahverfi Mána