Víkurfréttir - 22.02.2023, Page 12

Víkurfréttir - 22.02.2023, Page 12
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn Fjármála- og stjórnsýslusvið - Rekstrarfulltrúi Garðasel - Leikskólakennari Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu? Stapaskóli - Þroskaþjálfi Velferðarsvið - Búsetuþjónusta fatlaðs fólks Velferðarsvið - Dagdvalir aldraðra Velferðarsvið - Félagsráðgjafi/Sérfræðingur Velferðarsvið - Heimaþjónusta/stuðningsþjónusta Velferðarsvið - Starf á heimili fatlaðrar konu Velferðarsvið - Starfsfólk á heimili fatlaðra barna. Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn Vinnuskóli Reykjanesbæjar/Sumarstörf - Flokkstjórar Vinnuskóli Reykjanesbæjar/Sumarstörf - Flokkstjórar fyrir ungmenni með sértækar stuðningsþarfir Vinnuskóli Reykjanesbæjar/Sumarstörf - Yfirflokkstjórar Vinnuskóli Reykjanesbæjar/Sumarstörf – Skrifstofa Vinnuskóla Reykjanesbæjar Deiliskipulag í Reykjanesbæ Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 17. janúar 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Efnislosunarsvæði – Njarðvíkurheiði skv. 41. gr skipulagslaga nr 123/2010 Reykjanesbær undirbýr jarðefnamóttöku á svæði sunnan Reykjanesbrautar sem í aðalskipulagi er skilgreint fyrir efnislosunarsvæði (E5) á Njarðvíkurheiði. Skipulagssvæðið er tæpir 5 hektarar og heimil losun 500.000 rúmmetrar. Heimilt verði að losa efni til geymslu. Tillögurnar eru til sýnis frá og með 23. febrúar til 12. apríl 2023. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 12. apríl 2023. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ. Eða á netfang skipulagsfulltrúa skipulag@reykjanesbaer.is Reykjanesbær 22. febrúar 2023 Skipulagsfulltrúi Eftirlosunarsvæði á Njarðvíkurheiði Elskulegur pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, GUÐJÓN EINARSSON Skipstjóri Víkurhópi 30, Grindavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 11. febrúar. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 23. febrúar klukkan 14. Ingólfur Guðjónsson Guðbjörg Þórisdóttir Ingvar Guðjónsson Steinunn Óskarsdóttir Einar Guðjónsson Ástrún Jónasdóttir Leifur Guðjónsson Guðrún María Brynjólfsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur tekið fyrir erindi frá Guttormi Guttorms- syni þar sem m.a. er fjallað um lagningu bifreiða í göturamma Furudals í Innri-Njarðvík. Í erindi Guttorms segir að íbúar að Dalsbraut 30 noti götuna Furudal sem bílastæði að stað- aldri. Almennt er fimm til níu bílum lagt samsíða í götunni fyrir undan Furudal 30, utan lóðarmarka lóðarinnar. Þetta skapar m.a. hættu fyrir almenna bílaumferð um Furudal og óþarfa þrengsli í götunni. Svipað vandamál er upp á teningnum fyrir framan Reynidal 1. Mikil vandræði sköpuðust t.d. nú í vetur við snjóhreinsun og -mokstur, þar sem nokkrum bílum var lagt í göturammanum framan við húsið að Furudal 30. Þetta ástand varð m.a. til þess að þessi gatnamót voru alveg lokuð um tíma og einnig var mjög þungfært um gatnamótin Geirdal/Grenidal og voru íbúar hverfisins nánast lokaðir inni. Óskað er eftir að settar verði upp merkingar um bann við að leggja í götunni með viðeigandi merkingum og gulum kantsteini. Þetta á bæði við um Dalsbraut og Reynidal. Í afgreiðslu umhverfis- og skipu- lagsráðs segir að bifreiðastöður eru þegar óheimilar á hluta Reynidals, stækkun á því svæði verður ekki að sinni. Unnið er að stofnun bíla- stæðasjóðs en með honum á að vera betra tækifæri til að fylgja eftir bílastæðamálum. Tillaga að deiliskipulagi fyrir Bolafót 21, 23 og 25 í Njarðvík hefur verið lögð fram. Þar er lagt til að lóðirnar verði sameinaðar í eina. Á lóðina komi tvö þriggja til fjögurra hæða fjölbýlishús. Íbúðafjöldi verði allt að 35, nýtingarhlutfall 0,51 og bílastæði á lóð verði 54, með hlutfallið 1,5 á íbúð. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur veitt heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna. Í greinargerð aðalskipulags Reykja- nesbæjar kemur m.a. fram sú stefnumörkun bæjaryfirvalda að svæðið verði endurskipulagt með íbúðarhúsnæði í huga í bland við atvinnustarfsemi. Byggingar á svæðinu geti verið þriggja til fimm hæða með mögulegri atvinnustarf- semi á neðri hæðum. Fram kemur að vanda skuli ásýnd, hönnun og frágang á svæðinu vegna nándar við nærliggjandi íbúðarbyggð. Einnig skal huga að hljóðvist vegna nálægðar við Keflavíkurflugvöll en deiliskipulagssvæðið er í fluglínu austur–vestur flugbrautar vall- arins, í um 1,8 km fjarlægð frá brautarendanum. „Með breytingu á deiliskipulagi við Bolafót er verið að auka við íbúðarbyggð á svæðinu og um leið að styðja við þá byggð sem fyrir er, eins og í miðbænum. Þannig er verið að stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu svæðisins sem og styrkja innviði og grunn- kerfi bæjarhlutans. Með nýbygg- ingum við Bolafót er verið að bæta ásýnd svæðisins og um leið hverfisbraginn, svo og gefa fleirum tækifæri til að búa á góðum stað og það miðsvæðis. Vel hönnuð og glæsileg fjölbýlishús munu jafn- framt styrkja bæjarmynd Reykja- nesbæjar. Ósnortin náttúra er í næsta nágrenni sem býður upp á fjölbreytta möguleika til útivistar á svæðinu,“ segir í tillögunni. Tvö fjölbýli með 35 íbúðum við Bolafót Svona sjá menn fyrir sér tvö fjölbýlishús á lóðinni við Bolafót. Íbúar að Dalsbraut 30 nota götuna Furudal sem bíla- stæði að staðaldri vf is Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á Þessi skemmtilega mynd er úr safni eldri mynda hjá Víkurfréttum. Fiski úr Barentshafi var landað í Keflavíkurhöfn úr rússnesku flutn- ingaskipi árið 1990, eða fyrir rúmum þrjátíu árum. Rússarnir notuðu ferðina til að fylla skipið af eldri bifreiðum sem framleiddar höfðu verið í Rússlandi. Eðalvagnar á heimleið. Þarna má sjá Lödubifreiðar vel skorðaðar uppi á brúarvængnum, aftan við stýrishúsið. Lödur fluttar í heimahagana G AML A V F -M YND I N 12 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.