Handbók fyrir hvern mann - 01.06.1939, Side 7

Handbók fyrir hvern mann - 01.06.1939, Side 7
7 Lögreg'lustjórum er þó heimilt að veita smáatvinnurekend- um, sem ekki falla undir ákvæði 3. greinar þessara laga, und- anþágu til allt að 5 ára í senn frá þvi að færa bækur sínar eftir reglum tvöfaldrar bókfærslu. Þeir, sem undanþágu beið- ast, skulu færa gild rök fyrir því, að það sé þeim, einhverra hluta vegna, um megn að færa tvöfalt bókhald. Einkum á þetta ákvæði við um þá, sem þegar hafa byrjað atvinnu- rekstur, er lög þessi öðlast gildi. Bókhaldi þeirra, sem undan- þágu fá, skal þó vera þannig fyrir komið, að það gefi greini- legar upplýsingar um fjárhag þeirra. 5. gr. — Frumbækur. í þær séu færð öll viðskipti, önnur en þau, er hönd selur hendi daglega jafnskjótt og þau fara fram. 1 bók þessa skal rita nöfn þeirra, er hafa afhent og móttekið vöru er hún var seld (= lánuð) eða keypt (= lögð inn), og sömuleiðis fyrir hvers reikning hún er úttekin eða innlögð og ennfremur verð hennar. 1 verzlunarviðskiptum skal samrit af færslu frumbókar jafnan látið viðskiptavini í té, í hvert sinn er einhver viðskipti fara fram bóklega, nemi þau meiru en 2 kr. G. gr. — Sjóðbók. I hana séu færðar allar sjóðgreiðslur. Hver greiðsla færist sérstaklega, þó er leyfilegt að færa í einu lagi fjárhæðir þær, er inn koma daglega vegna sölu gegn staðgreiðslu. Ennfremur er leyfilegt að færa undirbækur yfir sjóðgreiðslur, enda sé færslu þeirra hagað á sama hátt og sjálfrar sjóðbókarinnar. Skylt er að færa niðurstöðutölur und- irbókanna daglega í sjálfa sjóðbókina, og sé í henni vísað til undirbókanna til sönnunar færslunum. Fylgiskjöl öll með sjóð- greiðslum séu tölusett og til þeirra vísað í sjóðbókinni eða sjóðdagbókinni eða undirbókum þeirra, og þau síðan geymd í réttri töluröð. Ennfremur sé í sjóðbók vísað til mótfærslna eða tilsvarandi færslna í öðrum bókum (t. d. viðskiptamannabók, sjá 7. gr., aðalbók, sjá 8. gr., frumbókum o. s. frv.). Sjóðbók skal vera innbundin og tölusett. Undirbækur við sjóðbók mega vera lausblaðabækur.

x

Handbók fyrir hvern mann

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Handbók fyrir hvern mann
https://timarit.is/publication/1786

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.