Veiðimaðurinn - 01.06.2019, Side 6

Veiðimaðurinn - 01.06.2019, Side 6
6 Veiðimaðurinn 7 Leiðari Sögu SVFR verða gerð ríkuleg skil á afmælis árinu eins og kemur fram í spjalli við formann SVFR, Jón Þór Ólason. Meðal annars verður sýnd metnaðarfull kvik- mynd sem frumsýnd var árið 1949 á tíu ára afmæli félagsins og fannst fyrir skömmu. Við straumana heitir litkvikmyndin sú og er eftir Kjartan Ó. Bjarnason og er for- kunnarfögur enn þann dag í dag. „Kvikmynd þessi fjallar um laxveiðar og fiskirækt í ám og vötnum og þykir ein feg- ursta kvikmynd sem gerð hefur verið hér á landi,“ sagði í auglýsingu Gamla Bíós sem sýndi myndina við góðar undirtektir veiði- manna. Markmiðið með gerð hennar var að auka áhuga almennings á stangveiði en þegar þarna var komið sögu höfðu á fjórða hundrað gengið í SVFR sem stækkaði ört. Í myndinni má sjá einstakt myndefni af stangaveiði á Íslandi en myndin var tekin á árunum 1946-1947. Á tímamótum sem þessum ber að segja takk. Þakka þeim veiðimönnum sem gengu um bakkana á undan okkur. Þeir eru margir komnir í fjarlægar veiðilendur en skiluðu okkur frábærum náttúruperlum sem við njótum á hverju sumri. Skylda okkar er að tryggja að komandi kynslóðir njóti þeirra líka. Starfsmönnum félagsins, stjórnarmönnum og þeim sem hafa gegnt Þarna var grunnurinn lagður. Inntökugjald var ákveðið tíu krónur og skýr skilyrði sett fyrir því að gerast félagsmaður SVFR eins og kom fram í þriðju grein laga félagsins. „Inngöngu í félagið geta þeir einir fengið, sem hafa áhuga fyrir lax eða silungsveiði með stöng og hafa fengist við slíka veiði.“ Þess var jafnframt krafist að SVFR félagar kæmu vinsamlega og drengilega fram við hvern annan og viðskiptamenn félagsins. Tillögur um leigu Elliðaánna og lögin voru báðar samþykktar og í kjölfarið voru 48 stofnaðilar félagsins skrásettir og færðir til bókar. Ævintýralegt ferðalag bjartsýnna veiði- manna var hafið sem átti eftir að endast um langa hríð og stendur enn. Áhugi á stangveiði á Íslandi var ekki mikill á þessum tíma. Þeir sem sáust með stöng við veiðivötn töldust ekki með öllum mjalla en nú er öldin önnur. Félags- menn SVFR eru vel á þriðja þúsund og tugþúsundir Íslendinga leggja stund á stangveiði á hverju sumri. Elliðaárnar eru í dag meðal bestu laxveiðiáa lands- ins. Fullkomlega sjálfbærar 80 árum eftir að þær máttu muna fífil sinn fegurri og eru hluti af stórkostlegu útivistarsvæði Reykvíkinga þar sem fjölmargir ungir veiðimenn taka sín fyrstu köst. Maður á hesti við Búrfoss í vestari kvísl Elliðaánna. Myndin er tekin um 1900 og sýnir ónumið land. Mynd Sigfús Eymundsson. Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.