Veiðimaðurinn - 01.06.2019, Qupperneq 27

Veiðimaðurinn - 01.06.2019, Qupperneq 27
26 Veiðimaðurinn 27 Kveðjur frá formönnum SVFR S tangaveiðifélag Reykjavíkur er nú orðið 80 ára gamalt. Á tíma- mótum sem þessum, er gott að líta til baka og rifja upp tilgang og markmið félagsins. Það var stofnað til að gæta hags- muna veiðimanna varðandi stangaveiði í Elliðaám. Félagið hefur þróast og dafnað og nú eru markmið þess heldur víðtæk- ari en var í upphafi, en megin markmið félagsins er að efla hróður stangaveiði og styrkja stöðu hennar sem almennings- og fjölskylduíþróttar. Félagið hefur staðið vörð um hin gömlu góðu gildi stangaveiðinnar, um hóflega veiði, um náttúruvernd og að stangaveiði sé fjölskylduíþrótt þar sem þátttaka barna og unglinga er lykilatriði. Sjálfur hef ég verið félagsmaður í nærri 40 ár, unnið fyrir félagið og stangaveiðimenn í 30 ár og upplifað bæði góða og erfiða tíma. Þegar erfiðleikarnir er sem mestir, þá eru það félagarnir sem eru okkar styrkur, það hefur margsinnis sýnt sig og því mega þeir sem stýra félaginu aldrei gleyma. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur lifað og dafnað í öll þessi ár, vegna þess að félaginu hefur tekist að breyta sér í takt við breytingar í þjóðfélaginu. Það eru ekki mörg félög sem hafa náð áttræðisaldrinum, en eins og stemmingin er hjá félaginu í dag þá er ég þess fullviss að félagið verður hundrað ára og gott betur! Afmæliskveðjur. Bjarni Júlíusson, formaður 2004-2007 og 2010-2014 Til hamingju með afmælið Gildi stangaveiðinnar Kveðjur frá formönnum SVFR Ó neitanlega fer hugurinn á flug þegar hugsað er til sögu SVFR. Þetta félag sem hefur staðið sig mjög vel og staðið af sér stór áföll og náð að rétta sig við. Stærsta áfallið var við hrunið þegar eigið fé félagsins hvarf í kjölfar hrunsins. Þrátt fyrir það hefur samhentum stjórnum tekist að snúa vörn í sókn og við horfum fram á bjarta tíma enn og aftur. Það er aðdáunarvert hversu vel félagið hefur náð að gæta hagsmuna félagsmanna sinna. Félagsstarfið hefur verið sterkt og félagsskapurinn góður. Það hafa orðið miklar breytingar á framboði á veiði- svæðum og ársvæði komið og farið. Það er óhjákvæmilegt í samkeppnisumhverfi eins og félagið starfar í. Enn á ný er félagið í sókn og horfum við félagsmenn til bjartrar framtíðar þar sem unnið er sameiginlega að því markmiði að félagið haldi stöðu sinni sem málsvari veiðimanna og er áfram félag okkar sem hafa ástríðu fyrir stangveiði. Það er ekkert eins skemmtilegt og að vera við árbakka í góðum félagsskap og á SVFR miklar þakkir skildar fyrir margar af þeim ánægjustundum sem ég og mínir hafa notið við veiðar. Félagsmönnum sendi ég mínar bestu hamingjuóskir með áfangann og veit að félagið verður sterkt áfram. Guðmundur Stefán Maríasson, formaður 2007-2010. Félag í sókn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.