Veiðimaðurinn - 01.06.2019, Síða 29

Veiðimaðurinn - 01.06.2019, Síða 29
28 Veiðimaðurinn 29 Kveðjur frá formönnum SVFR O kkar ágæta félag, Stangaveiðifé- lag Reykjavíkur, er orðið 80 ára. Hugurinn reikar aftur í tímann og ég minnist þeirra tíma þegar ég starf- aði sem mest fyrir félagið, í bikarnefnd, skemmtinefnd og í stjórn félagsins. Margs er að minnast en ekki síst allra þeirra frá- bæru félagsmanna sem ég kynntist í þessu starfi og eins margra frábærra viðsemj- enda okkar, en margt af þessu fólki eru mjög góðir vinir mínir enn í dag. Félagsmenn SVFR eru ólíkindatól. Þeir hafa í gegn um árin verið tilbúnir til að leggja á sig mikla sjálfboðavinnu fyrir félagið, reist og lagað veiðihús, hreinsað Elliðaárnar, unnið almenn árnefndarstörf, ýmis félagsstörf og margt fleira. Þessi vinna hefur verið ákveðinn grunnur að öllum rekstri félagsins. Eins og kannski er eðlilegt á löngum tíma þá hafa skipst á skin og skúrir í rekstrinum, þó að oftast hafi félagið í raun staðið mjög vel. Hrunið reyndist félaginu afar erfitt en með mikilli vinnu stjórnar, ýmissa félags- manna og starfsmanna skrifstofu tókst að koma félaginu aftur í góðan rekstur og framtíðin er björt. Núverandi stjórn er skipuð góðu fólki sem leggur sig fram um að tryggja áfram öflugt starf félags- ins og eins að berjast fyrir hagsmunum veiðimanna almennt, en tryggja þarf að sjókvíaeldi eða önnur óáran skaði ekki okkar dýrmætu íslensku laxastofna. Við veiðimenn viljum um ókomna framtíð hafa tök á því að fara um íslenska náttúru og renna fyrir fisk. Ég vil óska félagsmönnum öllum innilega til hamingju með afmælið og óska félaginu alls hins besta í framtíðinni. Með afmæliskveðju, Bjarni Ómar Ragnars- son, formaður 2000-2004. Öflug ólíkindatól Á því herrans ári 1939 var Stanga- veiðifélag Reykjavíkur stofnað í kring um Elliðaárnar. Þeir sem stofnuðu félagið sögðu að nokkrar ástæður hefðu verið fyrir stofnun þess árið 1939. Ein hefði verið að útvega félags- mönnum veiðileyfi. Önnur ástæða og mjög veigamikil var vegna ástands Elliðaáa á þessum árum. Vatnsrennsli var ójafnt vegna rafmagnsframleiðslu, veiðin fór rýrnandi, auka þurfti klak, flytja lax upp fyrir rafveitustífluna auk þess að stuðla að heiðarlegum veiðiaðferðum. En Elliða- árnar áttu í vök að verjast vegna óhóflegs ádráttar hvert haust. Alla tíð síðan 1939 hefur Stangaveiðifélag Reykjavíkur lagt sitt á vogarskálarnar til að Elliðaár séu ein af perlum íslenskrar náttúru. Fljótlega fóru fleiri vatnasvæði að bætast við í flóru félagsins, það stækkaði og varð og er stærsta og fjölmennasta stangaveiði- félag á Íslandi. 80 ár eru kannski langur tími, heil manns ævi. Félagið hefur líkt og lífsferill flestra átt sínar stundir. Stundum hefur syrt í álinn en fleiri stundir hafa verið hamingjusamari hjá okkar góða félagið. 80 ár er eftir sem áður stuttur tími í sögu Íslands. Umhyggja fyrir náttúruvernd og uppbygging á lax- og silungstofnum hafa verið forgangsmál hjá stjórnendum SVFR allt frá 1939. Þannig má segja að hugsjónastarfið sem stofnendur félagsins börðust fyrir sé ennþá við lýði og verður um ókomin ár. Ég sat í stjórn félagsins frá 2007 og var formaður 2014 til 2018. Það sem stendur upp úr á þessum 11 árum er sá fjöldi af stangaveiðimönnum sem maður kynnt- ist. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er svo miklu meira en félag. Það er heilt samfélag veiðimanna. Samfélag sem frábært er að tilheyra. Framtíðin er björt hjá félaginu okkar. Samfélag okkar veiðimanna heldur áfram að vaxa og dafna. Veiðisögurnar, félags- skapurinn, félagsstarfið og að sjálfsögðu veiðin sjálf er það sem heldur samfélaginu gangandi. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er frábært félag. Til hamingju með 80 árin. Veiðikveðjur, Árni Friðleifsson, formaður 2014-2018. Samfélag veiðimanna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.