Veiðimaðurinn - 01.06.2019, Blaðsíða 57

Veiðimaðurinn - 01.06.2019, Blaðsíða 57
56 Veiðimaðurinn 57 Hugarróin býr við heiðarvötnin — Ingimundur Bergsson „Ég neita því ekki að númer eitt í þessum ferðum, þegar ég var yngri, var að fá að keyra veiðibílinn. Um fermingu var það aðal sportið. Það var rólegt í veiðinni hjá mér um tíma, en svo byrjaði ég aftur á fullu svona sautján, átján ára. Þá var það Elliðavatnið og þá byrjaði ég að veiða á flugu í fyrsta skipti, þó fyrstu flugufisk­ arnir hafi komið í Hlíðarvatni í Selvogi. Þá varð ekki aftur snúið – ég varð heltekinn af veiðinni,“ segir Ingimundur sem bætir við að það hafi ekkert truflað hann þegar flugan tók við þó aðrir væru að fá góða veiði á maðk eða spún. „Það hefur aldrei truflað mig neitt þó aðrir en ég séu að fá góða veiði. Því náði ég að einbeita mér vel að flugunni.“ Vötnin heilla Næstu árin stundaði Ingimundur Þing­ vallavatnið af krafti – en fór í laxveiði þegar tækifæri gafst. „Ég flæktist mikið um og var að skoða nýjar slóðir; fór í margar ár í kringum alda­ mótin 2000. Síðan hef ég farið í nokkra túra í lax á ári, en stundað vötnin með. Vatnaveiðin hefur alltaf heillað mig. Þá er maður að sækja í bleikjuna en ekki síður kyrrðina, náttúruna og að komast burt í friðinn. Sú veiði er gjörólík því að vera í laxveiði þar sem dagskráin er nokkuð þétt skipuð og lítið svigrúm,“ segir hann. Þó vötnin hafi alltaf heillað þá segir hann að stóra ástin hafi lengi verið Laxá í Mývatnssveit. Þar byrjaði hann að veiða strax og fluguveiðin kom til. „Það var strax á fyrsta korterinu í fyrsta túr sem við lentum í algjörri veislu og þá varð ekki aftur snúið. Ég fór í Mývatns­ sveitina næstu tólf árin en ég hef svikið ána aðeins síðustu árin, af því að ég skipti þessum túrum út í nokkur ár fyrir lax­ „Pabbi kemur úr Meðallandinu, ríki sjóbirtingsins. Ég byrjaði að veiða með honum. Pabbi ólst upp við að vaða í Kúðafljóti í ullarbrókum og veiða risa sjóbirtinga. Ég fór því sem smá polli í Eldvatnið, í sveitinni hennar ömmu, þar sem við fengum oft góða veiði af birtingi. Þar kviknaði áhuginn og svo fylgdi maður pabba í Hópið og að Hrauni í Ölfusi,“ segir Ingimundur, eða Mundi eins og hann er kallaður. Hann bætir þó við að þessar veiðiferðir með pabba hans höfðu fleiri kosti en bara veiðina. veiðina á Nessvæðinu. Fannst fullmikið að fara norður tvisvar með stuttu millibili og tók smá kúvendingu. En ég endurnýja kynnin í sumar og klæjar hreinlega í putt­ ana að komast þangað. Ég fer í júní sem er sá tími sem ég hef jafnan farið. Mér finnst þetta skemmtilegur tími – er að veiða á þyngdar púpur andstreymis og á straumfl­ ugur. Þá er þurrflugan ekki komin eins sterk inn, af því að það svolítið kalt. Maður nálgast því fiskinn aðeins öðruvísi. Ég hef veitt þar líka í byrjun ágúst og þá eru allt önnur skilyrði – meiri gróður og aðrir staðir inni. Þá er þurrflugan sterkasta vopnið,“ segir Ingimundur. Stangó mitt annað heimili „Ég hef átt í löngu samstarfi við Stang­ veiðifélagið. Ég stofnaði Veiðikortið árið 2004 og byrja strax gott samstarf við félagið. Úr varð að það keypti helm­ ingshlut í Veiði­ kortinu þannig að ég hef upp frá því verið með annan fót­ inn inn á skrifstofu Stangó í tengslum við það. Málin atvik­ uðust síðan þannig að það vantaði mann í hlutastarf hér á skrifstofuna sem hentaði mér meðfram störfum við Veiðikortið. Úr varð að ég flutti skrifstofu Veiðikortsins inn á Rafstöðvar­ veg og tók að mér sinna Stangveiðifélaginu í hálfu starfi með Veiðikortinu.“ Spurður hvernig hugmyndin að Veiði­ kortinu kom til segir Ingimundur að það tengist flakki hans um nýjar veiðislóðir. Hann var að eltast við veiði byggðar á ýmsum tröllasögum um veiði en iðulega voru upplýsingar um vötnin og hvar átti að sækjast eftir veiðileyfi ekki á lausu. „Maður var endalaust að banka uppá hjá bændum og spyrja til vegar – með litlum árangri. Í framhaldi af því fæddist sú hugmynd að ástæða væri að ramma þennan veiðiskap betur inn – gera hann aðgengilegri. Ég byrj­ aði síðan að semja við landeigendur og þegar viss fjöldi vatnasvæða voru komin sem við mark­ aðssettum á þennan hátt. Það kom í ljós að margir voru mér sammála um að það þyrfti að gera vötnin aðgengilegri því þetta hefur gengið vel frá upphafi. Það er stór hópur veiði­ manna sem þykir þægilegt að vera með kortið upp á vasann,“ segir Ingimundur og bætir við þeim vinkli á málið að þetta komi sér ekki síst vel fyrir fjölskyldur. Kortið geri veiðina aðgengi­ legri fyrir börn og þá sem ætla sér ekki að dvelja lengi við vatnið, endilega. „Þó það sé skrýtið að segja það í þessar veiðiparadís okkar sem Ísland er, þá getur það verið allt annað en einfalt að komast til veiða.“ Eɷir Svavar Hávarðsson Vatnaveiðin hefur alltaf heillað mig. Þá er maður að sækja í bleikjuna en ekki síður kyrrðina, náttúruna og að komast burt í friðinn. Sú veiði er gjörólík því að vera í laxveiði þar sem dagskráin er nokkuð þétt skipuð og lítið svigrúm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.