Veiðimaðurinn - 01.06.2019, Page 77

Veiðimaðurinn - 01.06.2019, Page 77
76 Veiðimaðurinn 77 Ást við fyrstu sýn – Aron Jóhannsson Aron eyddi þó ekki öllum stundum á möl- inni heldur dvaldi hann oft hjá ömmu sinni og afa vestur á Ísafirði á sumrin. Fyrst fór hann með foreldrum sínum en þegar hann var sex til sjö ára fór hann að fara einn og það gerði hann alveg fram á táningsaldurinn. Hann vann meðal annars í fiski fyrir vestan á fermingar- árinu. Grenjaði út bensínstöðvarstöng „Þarna hófst þetta allt,” segir Aron og vísar í stangaveiðina á Vestfjörðum. „Afi, Jens Markússon, var mikill veiði- kall. Hann var stóran hluta af sínu lífi á sjó og þegar hann var í landi vissi hann ekkert skemmtilegra en að veiða á stöng. Hann fékk viðurnefnið Jenni galdramaður svo fiskinn var hann á rækjunni í Djúp- inu. Hann stundaði stangaveiði í ánum í Djúpinu; Hvannadalsá, Laugardalsá og Langadalsá og einnig var hann mikið í sjóbleikjuveiði og þá oftast á Vöðunum í Önundarfirði. Ég stundaði Vífilstaða- vatnið og Elliðavatnið einnig og var eins og grár köttur við Elliðaárnar að horfa á laxveiðimennina veiða. Þegar ég var sex ára grenjaði ég út úr honum bensín- stöðvarstöng. Til að byrja með var ég að veiða þorsk, ufsa og auðvitað marhnút líka við ströndina en fljótlega áttaði ég mig á því að við Íshúsfélag Ísfirðinga var hægt að fá sjóbleikju. Þar var hún oft í torfum að gæða sér á úrganginum frá frystihúsinu  en upp úr miðjum ágúst fór hún, væntanlega upp í árnar.” Aron segir að veiðidellan hafi strax hellst yfir hann. „Þetta var ást við fyrstu sýn,” segir hann og hlær. „Ég man þegar ég fékk fyrsta ufsann, þá hljóp ég með hann heim til að sýna ömmu. Mér þótti þetta allt mjög merkilegt og skemmtilegt.” Jens, afi Arons, veiddi nær alltaf með sömu félögunum, þar á meðal Pétri heitnum Sigurðssyni, verkalýðsleiðtoga og Bjarna Gestssyni „Frá því ég var sex ára fékk ég nánast alltaf að fljóta með þegar þeir fóru að veiða. Amma sagði alltaf í gríni að ég hefði verið fastur aftan á kallinum frá því að ég man eftir mér. Þetta voru og eru allt eðalmenn og gaman að Aron Jóhannsson er fæddur í Árósum í Danmörku árið 1973 en flutti með foreldrum sínum til Íslands þegar hann var tæplega tveggja ára. Eftir skamma dvöl í Vesturbænum flutti fjölskyldan í Seljahverfið í Breiðholti, þar sem hann var meira og minna öll æskuárin ef frá eru talin nokkur ár á Selfossi. vera með þeim. Ég fékk að fara með þeim í allar þrjár árnar og þekki þær því allar vel. Eftir að þeir heltust úr lestinni þá kom maður sér upp sínum eigin veiðifélögum en maður hefur verið svo lánsamur til þessa að eiga frábæra veiðifélaga í gegnum allan sinn stangveiðiferil.“ Með Devon í Djúpinu „Ég fékk fyrstu stöngina sumarið 1979 og seinna um sumarið kastaði ég í fyrsta skiptið í laxveiðiá. Mitt fyrsta kast var í Túnfljótið í Langadalsá með þessari forláta bensínstöðvarstöng. Ég fékk líka að kasta með stönginni hans afa og ég man alltaf hvað mér þótti hún hrikalega þung. Á þessum tíma var veitt á maðk og flugu í þessum ám en seinna meir mátti líka veiða á Devon í Langadalsánni, sem er eftirlíking af síli oft gerð úr tré. Afi veiddi á maðkinn og ég fór á eftir honum með Devon eða flugu. Mér þótti mjög gaman að veiða á Devon en smám saman þróaðist þetta síðan alfarið yfir í fluguveiði hjá mér. Svo ég segi sjálfur frá þá hef ég aldrei verið sérlega góður maðkaveiðimaður enda aldrei veitt mikið á maðk og get örugglega talið á fingrum beggja handa þau skipti sem ég hef gert það. Maríulaxinn kom þó á maðk í Árdalsfljóti í Hvannadalsánni árið 1984 en fyrsti flugulaxinn kom á land í Dagmálafljótinu í Laugardalsá á Teal and Black sumarið 1987. Margir hafa byrjað snemma í stangaveiði- nni en síðan hætt í einhver ár en slíku er ekki fyrir að fara hjá Aroni, sem hefur veitt á hverju ári síðan hann var sex ára gamall. „Þetta hefur verið mismikið á hverju ári en eftir að ég kláraði háskóla- námið þá fór ég að fara meira enda kom- inn með meiri peninga á milli handanna. Veiðiáhuginn hefur aldrei dvínað neitt en síðustu ár hefur verið aðeins erfiðara að finna tíma því ég er með stóra fjölskyldu,” segir Aron sem í dag býr ásamt eigin- konu og fjórum börnum á æsku slóðunum í S elja hver f i nu. „Ég fer a l lta f í Langadalsánna í byrjun júlí, sem mér finnst æðislegur tími því þá eru fyrstu lax- arnir að koma og þeir geta verið stórir. Ég hef líka veitt mikið í Laugardalsánni, sem og Laxá í Kjós. Ég kynntist síðan H a u k a d a l s á o g Langá fyrir ekki svo mörgum árum. Mér finnst Langá stór- kostleg á, hún er bæði fjölbreytt og skemmtileg og alltaf nóg af fiski. Haukadalsáin er líka frábær. Í haust er ég að fara þriðja árið í röð þangað með góðum hópi vina og veiðifélaga. Við förum í byrjun september og það getur verið mjög góður tími enda eru allir mjög ánægðir með þennan túr. Síðan tek ég alltaf nokkra daga á sumri í Elliðáanum og þá tek ég konuna mína og strákana með.“ Árnar á Vestfjörðum eiga hverja taug í Aroni. „Þar fékk ég mitt veiðiuppeldi Eɷir Trausta Hafliðason „Ég man þegar ég fékk fyrsta ufsann, þá hljóp ég með hann heim til að sýna ömmu.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.