Veiðimaðurinn - 01.06.2019, Page 80

Veiðimaðurinn - 01.06.2019, Page 80
80 Ást við fyrstu sýn – Aron Jóhannsson sá allt magnið af fiski í Strengjunum, á Breiðunni og í Dyrfljótinu þá trylltist hann. Það voru laxar stökkvandi út um allt, þvers og kruss og ég þurfti nánast að toga hann upp í bíl þegar veiðinni lauk um kvöldið. Hann ætlaði bara ekki að vilja fara. Hann endaði með 16 laxa í túrnum og hafði þar með hækkað heildarveiðina sína um þriðj- ung. Við verðum saman aftur í sumar í Langánni.” Örkeilan Golli Aron segist hnýta nánast allar sínar flugur sjálfur og hefur hann meðal annars hnýtt flugu sem margir þekkja og nefnist golli.is eða bara Gollinn. „Ég á nú ekki heiðurinn af samsetningunni. Ingólfur Þor björnsson, minn gamli yfirmaður á Iðntæknistofnun, hnýtti Snælduútgáfu, sem var bastarður af Skógá blá og Snældu. Búkurinn kóngablár, kraginn svartur og skottið eins og í Snældu nema með kóngabláum glysræmum. Það sem ég gerði var að ég smækkaði þessa flugu niður í tungsten-örkeilu. Ég prófaði þessa flugu fyrst í Elliðaánum og síðan þá höfum við saman ekki litið tilbaka. „Ætli ég hafi ekki landað sjötíu eða áttatíu löxum á Gollann.“ Þú finnur mig á thorbjorn@re idaondin . is - Þorbjörn He lgi Sími: 896-0058 Ætli ég hafi ekki landað sjötíu eða átta- tíu löxum á Gollann. Það er eitthvað við þessa flugu en hún gefur samt ekki við allar aðstæður og er til dæmis ekki góð í dauðu vatni, það þarf helst að vera straumur. Þegar ég veiði á Golla þá er ég ekki að strippa neitt heldur læt ég hana bara dóla á dauðarekinu. Símastrengur- inn í Elliðaánum er t.d. klæðskerasniðinn fyrir Gollann. ”Aron segist almennt vera hrifinn af litlum tungsten örkeilum og sem dæmi segist hann veiða mikið á Frances-útgáfuna af slíkum flugum. „Annars nota ég allskonar flugur. Avatar, Iðu, Sunray Shadow í örtúpuformi og Col- burn Special hafa til dæmis lengi verið í uppáhaldi og þá má ég til með að benda þeim sem eru á leiðinni í Laugardalsá að taka með sér Teal and Black hnýtta á krók númer 14 eða smærri. Hún getur gefið feyki góða veiði og er fræg á þessum slóðum. Annars breytist fluguvalið eftir því á hvaða tíma er veitt. Maður er duglegri að prófa sig áfram á haustin þegar maður veit að laxinn er búinn að sjá rauðan Frances sigla yfir sig þúsund sinnum og það er kominn tími á að sýna honum eitthvað annað.“ Aron segist vera bjartsýnn á gott veiði- sumar. „Ef maður er ekki bjartsýnn að eðlisfari þá getur maður gleymt því að vera í stangaveiði,” segir hann. „Ég hef trú á því að stórlaxinn muni skila sér vel í sumar.”
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.