Veiðimaðurinn - 01.06.2019, Page 113

Veiðimaðurinn - 01.06.2019, Page 113
112 Veiðimaðurinn 113 Nafnlaus fluga er ónothæf eftirminnilegastir voru bræðurnir Ernest og Shetney Crosfield, sem komu til Íslands til veiða og iðulega vegna áhuga þeirra á því að veiða Elliðaárnar. Pétur nefndi að þeir bræður hefðu verið frábærir veiði- menn og veiddu eingöngu á flugu. Aðrar heimildir sem eru nærtækar nefna reyndar Ernest sem einhvern snjallasta veiðimann á sinni tíð, og mun Shetney ekki hafa staðið honum langt að baki í þeirri list að veiða á flugu. Shetney þessi kenndi Pétri að kasta flugu en drap sig úr reykingum langt fyrir aldur fram. Hann mun aldrei hafa tekið út úr sér vindling nema til að kveikja í öðrum, nema þá að hann væri að rýma um fyrir pípunni. Flugan Crosfield mun hafa orðið til við Elliðaárnar, en leggfjöður af reykvískum stokkandarstegg mun hafa fætt þessa flugu af sér. Hún kallaðist reyndar í upp- hafi, og lengst af, Gulhöfði (Yellow Head) eftir gulum haus en Crosfield löngu síðar, en þá er hausinn hafður svartur. Þessi saga varð til þess að ég leitaði uppi Crosfield fluguna með ærinni fyrirhöfn. Ég fann hana í örfluguútgáfu með gulum haus. Þetta er víst frábær haustfluga en hentar líka vel í miklu sólskini. Ég hef aldrei kastað henni fyrir lax. Ellefu laxar í bók Einhverju sinni kom ég niður í veiðihúsið við Elliðaárnar til að fletta veiðibókinni. Þetta var um haust og miklar rigningar búnar að standa í nokkra daga. Eitthvað höfðu menn sett þetta fyrir sig ólíkt ónefndum árnefndarmanni sem hafði náð ellefu löxum á land um morguninn. Það eitt og sér fannst mér fréttnæmt - vægast sagt - en kannski ekki síður að laxarnir ellefu voru allir teknir á sömu fluguna. Ally‘s Shrimp númer 8. Það þarf víst ekki að taka það fram að ég varð friðlaus, enda átti ég vakt í ánum daginn eftir. Eftir að hafa þrætt flugu- barina alla fann ég nokkrar slíkar, en þó ekki áttuna. Ég lét tólfuna duga. Auðvitað á ég að vita betur en að elta flugur sem hafa gefið laxa á öðrum degi og af öðrum veiðimanni, en ég gerði það nú samt. Flugan gaf mér svo laxa þennan dag. Ég hef aldrei kastað henni síðan. En ég fletti því upp að flugan heitir eftir höfundi sínum, Skotanum Ally Gowans. Hann hnýtti hana fyrst árið 1979, eftir túr á togara. Að eigin sögn hafði hann séð nýétnar rækjur sem komu úr þorskkjafti, og tók þar eftir því hvernig gráir litir voru Það er of stór hluti af ástríðu veiðimanns að velja flugur, til þess að svipta megi hann þeirri ánægju. ráðandi á rækjunni en appelsínugulir greinilegir samt. Hann ýkti gulu litina við að hnýta fluguna sem sat svo í boxinu hans í langan tíma áður en henni var kastað. En hún gaf strax vel og á stuttum tíma varð hún heimsfræg og það þekkja hana allir. Einhvern veiðifélagann heyrði ég svo kalla hana írskan frances, en þá var verið að vitna til þess hversu gjöful hún er á Bretlandseyjum. Það má bæta því við að veiðimenn kusu Ally‘s Shrimp sem „flugu aldarinnar“ á einhverjum vett- vangi. Ekki vegna þess hversu veiðin hún hafði reynst, heldur vegna þess að Ally Gowans hafði hnýtt hana frá upphafi sem Longtail – fyrstur manna til að hnýta f lugur með þeim hætti, er haldið fram. Eins og allir vita hafa síðar komið ótal útgáfur af flugum sem hnýttar eru í Longtail-út- gáfum. Önnur frá hendi Ally Gowan sem upphaf lega var hnýtt með þessum hætti er Cascade – sem ýtti systur sinni til hliðar á ein- hverjum tímapunkti og er fjölskipaðri í boxum veiðimanna en Ally í seinni tíð. Ég á Cascade í nokkrum útgáfum – ég hef aldrei kastað henni fyrir lax. Blind eða sjáandi Eitt virðast allir veiðimenn eiga sam- merkt, og það er að eiga einhverja eina flugu sem þeir telja óbrigðula. Auðvitað má nefna svarta og rauða Frances sem menn elska að hata. En ég hef hins vegar heyrt fleiri en einn veiðimann lýsa því yfir að Undertaker sé sú fluga sem fari oftast undir í upphafi veiðitúrs, og sé stundum alltaf höfð undir á einni stöng. Flugu- skipti fari fram á hinni eða hinum stöngunum sem er slegið undir. Undertaker er fluga sem hentar vel allt árið, les ég. Mörgum finnst það reyndar duga til að setja hana undir fyrir það hvað hún er skratti falleg. Hún, eins og Ally‘s Shrimp reyndar, var hnýtt í fyrsta skipti árið 1979, en þessi af náunga sem heitir Warren Duncan – þekktum flugu- hnýtara og veiði- manni frá Kanada. Dunc, eins og hann var alltaf kallaður, segir frá því í viðtali hvernig Undertaker varð til. Það sem er óvenjulegt við þessa flugu er að hún fékk nafnið áður en hún var hnýtt í fyrsta skipti. Dunc hafði fyrir löngu ákveðið að hanna og hnýta flugu með þessu nafni Eitt virðast allir veiðimenn eiga sammerkt, og það er að eiga einhverja eina flugu sem þeir telja óbrigðula. Auðvitað má nefna svarta og rauða Frances sem menn elska að hata.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.