Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.04.2021, Side 6

Fréttir - Eyjafréttir - 15.04.2021, Side 6
6 | | 15. apríl 2021 Heimilið á Látrum í Vest- mannaeyjum var venjulegt alþýðuheimili Jóns Lóðs og Klöru og var skreytt að hætti tímans, Bing & Grøndahl keramik á borðum og hillum í stofunni en í innri stofunni skreyttu veggi málverk eftir Engilbert Gíslason frá Vestmannaeyjum, Eyja- fjallajökull og brimmynd frá Ofanleitishamri, vestur á Eyju. Í hinni stofunni var eftirprentun af verki eftir Jóhannes Kjarval, þar sem listamaðurinn hafði skrifað torlesinn texta á spássíuna, „Herra Snyllingur Jón Ísak Sigurðsson Hafnsögumaður. Myndin heitir „Strákar í fjöru“ eða „Það er gaman að lifa“ Jóhannes Kjarval.“ Önnur eftirprentun var á öðrum vegg, þar sem listamaðurinn hafði skrifað nafn lista- verksins, „Fjallamjólk“. Hafði listamaðurinn gefið hafn- sögumanninum, sem jafnan gekk undir nafninu „Jón Lóðs“ þessar árituðu eftirprentanir eftir að þeir höfðu kynnst í Vestmannaeyjum á fimmta áratug síðustu aldar. Kjarval á flakkinu Söguna um komu Kjarvals til Vestmannaeyja, kunningsskap hans og Kjarvals og þessar eftirprentanir heyrði ég í æsku frá föður mínum, Jóni Lóðs. Kjarval fór sínar eigin leiðir í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Á ferðum sínum um landið tók hann stundum leigubíl, jafnvel í langar ferðir. Leigubíllinn var oft látinn bíða uns listamaðurinn hafði lokið erindi sínu. Milli landa ferðaðist hann oft með Gullfossi og innanlands með skipum Skipaútgerðar ríkisins. Skipaútgerð ríkisins, kölluð Ríkisskip, var stofnuð 29. desember 1929. Annaðist útgerðin strandsiglingar með farþega og vöruflutninga við Ísland, auk Norðurlandasiglinga um tíma, allt til lokunar í maí 1992. Skipin voru nefnd eftir þekktum íslenskum fjöllum s.s. Herðubreið, Esja og Hekla. Í skipafréttum ríkisútvarpsins mátti oft heyra hvar skipin voru stödd og væntanlega komutíma til hinna mismunandi hafna við ströndina. Kjarval fór víða um landið og málaði og teiknaði fegurð fjalla og allt það sem honum hugnaðist. Hann var oft og lengi á Norðausturlandi, þar sem hann hafði alist upp frá 5 ára aldri. Þá voru trönurnar oft reistar nálægt hinum tignarlegu Dyrfjöllum og fest á striga, teiknuð eða máluð. Lóðs um borð Jón Lóðs var hafnsögumaður í Vestmannaeyjum í meira en hálfa öld. Starfið fólst í því að koma skipum sem komu til Eyja að bryggju, þ.e. lóðsa að bryggju við komu og síðan frá bryggju og út innsiglinguna við brottför. Innsiglingin inn í höfnina gat verið varasöm. Ytri höfnin, Víkin var opin fyrir SA áttinni og gat innsiglingin verið torfær eða ófær og hættuleg ókunnugum. Öllum skipum var því gert að taka hafnsögumann um borð inn og út leiðina. Á þessum tíma var öllum skipum skylt að taka lóðsinn um borð og fá leiðsögn Jóhannes Kjarval týndist í Vestmannaeyjum Sagan af kynnum Jóns Lóðs og Kjarvals T E X T I : RAGNAR JÓNSSON M Y N D I R : SIGURGEIR JÓNASSON Hluti af einu margar bréfa sem Kjarval sendi Jóni Lóðs. Jón Ísak Sigurðsson Lóðs.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.