Fréttir - Eyjafréttir - 15.04.2021, Blaðsíða 8
8 | | 15. apríl 2021
Mikilvægi hreyfingar
Í því ástandi sem skekur sam-
félagið hefur gildi og mikilvægi
hreyfingar sjaldan verið jafn
augljóst. Á tímum þar sem
fjölmennar gleðistundir, veislur
og samkomur virðast fjarlægur
draumur er mikilvægt að hlúa m.a.
að andlegri heilsu til að draga úr
áhrifum félagslegrar einangrunar á
almenna líðan.
Styrkir ónæmiskerfið
Fjölmargir þættir hafa áhrif á
andlega heilsu og er líkamsrækt
og almenn hreyfing stór þáttur
í geðrækt. Þar sem hefðbundið
íþróttastarf liggur niðri, líkams-
ræktarstöðvar og sundstaðir eru
lokaðir hefur sjaldan verið jafn
mikilvægt að fólk sinni hreyfingu í
frítímanum. Regluleg hreyfing eflir
ekki síður líkamlega heilsu og m.a
ónæmiskerfi líkamans sem styrkir
varnir hans gegn óvelkomnum
boðflennum á borð við veirur,
sýkingar og áhrifa streitu ásamt
því að vera þekkt meðferðarúrræði
við ýmsum sjúkdómum á borð við
hjarta- og æðasjúkdóma, kvíða
og þunglyndi og vinnur gegn
neikvæðum áhrifum öldrunar.
Göngur ódýrar og náttúran
eykur vellíðun
Þrátt fyrir lokanir heilsueflinga-
stöðva í sóttvarnarskyni eru
möguleikar til hreyfingar nokkuð
fjölbreyttir í Vestmannaeyjum.
Göngur eru ódýr og einfaldur
möguleiki þar sem góðir skór og
klæðnaður eftir veðri er það eina
sem þarf. Stórtbrotin náttúran
sem mætir manni á hverju
götuhorni gefur svo heilanum
ákveðna gleðisprautu en það að
búa í návist við græn svæði hefur
verið vísindalega sannað að dragi
úr streitu og líkum á hjarta- og
æðasjúkdómum.
Heilsuefling möguleg víða
Búið er að koma upp líkams-
ræktartækjum utandyra á lóð
Barnaskólans og fyrir utan
inngang að Íþróttamiðstöðinni
sem ætluð er til heilsueflingar fyrir
almenning og er kjörið að grípa í
þau styrktartæki þegar veður leyfir
en mikilvægt að hafa spritt eða
hanska með í för. Fjallgöngur eru
góður kostur og góðar gönguleiðir
fyrir byrjendur t.d. Upp á Eldfell,
Hildur Sólveig
Sigurðardóttir
sjúkraþjálfari
AÐSEND GREIN:
Eyjamenn á öllu aldri hafa
nýtt fannfergi undanfarinna
vikna og dregið fram lítið
notaðar snjóþotur og sleða og
herjað á brekkur víðs vegar
um Eyjuna. Stakkagerðistún
og Herjólfsdalur eru vinsælir
staðir til slíks bruns. Gestir í
Herjólfsdal ráku þó upp stór
augu þegar þau sáu mann
bruna á skíðum niður af toppi
Dalfjalls í dymbilvikunni sem
leið. Ævintýramaðurinn sem
um ræðir er ekki óvanur því
að koma niður í Herjólfsdal
eftir óhefðbundnum leiðum
svo eftir er tekið, en þar var á
ferðinni Bjartur Týr Ólafsson
sem hefur meðal annars sýnt
bjargsig undan farin ár á Þjóð-
hátíð í Herjólfsdal. Við heyrðum
í Bjarti og spurðum hann út í
þetta uppátæki hans.
Stóðst því ekki mátið þegar ég
sá skafl í Dalnum
„Þetta var nú bara smá fíflagangur
í mér. Mig hefur lengi langað að
skíða í Vestmannaeyjum en eins
og gefur að skilja er vanalega ekki
nægur snjór til þess að stunda þá
iðju. Nú var það svo að ég tók
skíðin með í stutta heimsókn til
Eyja á leiðinni austur þar sem ég
varði páskunum á fjallaskíðum
upp á Vatnajökli. Ég stóðst því
ekki mátið þegar ég sá þennan
skafl í Herjólfsdal og hreinlega
varð að prófa hvort hægt væri að
skíða þar.“ Það eru engin venjuleg
skíði sem Bjartur brúkar við
þessa ævintýraiðju sína heldur
sérstök fjallaskíði sem hafa
fjölþætt notagildi. „Þau hafa notið
gífurlega vinsælda hér á landi
undanfarin ár. Þau virka á þann
hátt að ég lími sérsniðin skinn
undir skíðin sem gerir mér kleift
að ganga upp á þeim. Hárin á
skinnunum gefa mér grip í snjóinn
og ég get gengið upp brekkurnar á
svipaðan hátt og ég myndi gera ef
ég væri á snjóþrúgum. Skórnir eru
líka sérhannaðir fyrir þetta sport
og ég get gengið upp með hælinn
lausan og aðeins tánna fasta í
skíðunum. Þegar upp er komið ríf
ég skinnin af skíðunum og smelli
hælnum föstum í skíðin rétt eins
og á hefðbundnum svigskíðum og
renni mér niður.“
Auðveldar leiðina niður
Bjartur er fjallaleiðsögumaður
og kynntist skíðunum í gegnum
þá iðju. „Ég er búinn að stunda
þetta undanfarin 5-6 ár og farið
mikið á fjöll með þessum hætti
bæði hérlendis og í Ölpunum.
Fjallaskíða sportið er stór
partur af fjallaleiðsögninni
sem ég vinn við svo ég leiðist
inn í þetta í gegnum það. Hef
t.a.m. farið nokkrar ferðir
upp á Hvannadalshnjúk á
fjallaskíðum. Þessi íþrótt hefur
gjörbreytt hugarfari mínu til
fjallamennsku því þetta auðveldar
niðurferðina töluvert og eykur
skemmtanagildið umtalsvert.
Er þetta ekkert hættulegt í
þessum brekkum inni í Dal með
grjót og girðingar? „Jú auðvitað
er alltaf einhver hætta sem fylgir
en ég reyni þó að fara með gát. Í
þessu tilfelli var ekkert rosalega
mikið af snjó yfir brekkunni svo
á leiðinni upp reyndi ég að finna
út hversu mikið var snjó, hvort
það sé grjót undir honum og hvort
hægt sé að skíða hann yfir höfuð
Ég skíðaði svo niður sömu leið
og ég gekk upp því mér er annt
um skíðin mín og reyni að rispa
þau ekki. Brekkan var frekar brött
en snjórinn mjög góður til að
skíða á, ég fór bara hægt yfir og
passaði mig á þeim steinum sem
stóðu upp úr. Varðandi girðinguna
þá stoppaði ég áður en ég kom
að henni, tók af mér skíðin og
klifraði yfir. Þaðan náði ég svo að
skíða alla leið niður í bíl sem var
framar mínum vonum.“
Bjartur sagðist ekki hafa farið
víða um í Vestmannaeyjum á
skíðunum en það vonaðist til að
geta gert meira af því í framtíðinni
og sagðist að lokum hlakka til að
hitta Eyjamenn á fjöllum.
Á fjallaskíðum í Herjólfsdal
Bjartur Týr Ólafsson brunar í brekkunum
Bjartur brunar niður í Dal.
Fjallaskíðin með Blátind í bakgrunni.Bjartur Týr Ólafsson.