Vesturbæjarblaðið - apr. 2023, Side 10
10 Vesturbæjarblaðið APRÍL 2023
Netverslun: systrasamlagid.is
Úrslit í spurningakeppni grunnskólanna fór fram
þriðjudaginn 18. apríl í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Hagaskóli átti lið í keppninni. Í undanúrslitum
atti lið Hagaskóla kappi við lið Kvíslarskóla og
sigraði. Úrslitarimman var svo milli Hagaskóla og
Setbergsskóla og vann Hagaskóli glæsilegan sigur
eftir margframlengdan bráðabana. Í liði Hagaskóla
voru Jóhann Hinriksson, Stefán Garðar Stígsson
og Svandís Birgisdóttir.
Í liði Hagaskóla voru Jóhann Hinriksson, Stefán Garðar Stígsson og Svandís Birgisdóttir.
Hagaskóli sigurvegari
í spurninga keppni
grunnskólanna
Tíundu bekkingar í Tjarnarskóla urðu í þriðja sæti
í Fjármálaleikunum 2023 sem er grunnskólakeppni
í fjármálalæsi. Vinningurinn var 100.00 krónur sem
kom sér afar vel.
Nemendur hafa verið að safna í ferðasjóð fyrir
útskriftarferð en þeir fara til Roskilde í Danmörku,
þar sem Tjarnarskóli á vinaskóla; Roskilde lille skole.
Aðstendendur keppninnar komu færandi hendi með
stórt vinningsspjald og kökur. Fjármálaleikarnir, sem
er netleikur í fjármálalæsi fyrir grunnskóla, stóðu yfir
í tíu daga frá 1. – 10. mars og var mikill keppnisandi
meðal þátttakenda, en hér er það hópeflið innan
hvers skóla sem gildir.
Tíundu bekkingar Tjarnarskóla með vinningsávísunina.
Tjarnarskóli í þriðja sæti
í Fjármálaleiknum
Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892
Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað
Sverrir Einarsson
S: 896 8242
Jón G. Bjarnason
S: 793 4455
Jóhanna
Eiríksdóttir
Útfararstofa Íslands
www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi
Útfararstofa Hafnarfjarðar
www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is
Við eigum frábært úrval af
fatnaði í stærðum 38-60
Ævintýraborg
við Vörðuskóla
Reykjavíkurborg tekur á leigu færanlegar húseiningar
fyrir leikskóla, sem komið verður fyrir hjá Vörðuskóla á
Skólavörðuholti á lóð Sunnuáss við Dyngjuveg. Leigusamningar
eru við fyrirtækið Terra Einingar ehf.
Svokölluð Ævintýraborg verður sett upp á lóð Vörðuskóla við
Barónsstíg 34. Leikskólahúsnæðið er saman sett úr forframleiddum
einingum sem fljótlegt er að setja saman og ganga frá á verkstað, eins
og segir í bréfi fjármála og áhættustýringar borgarinnar. Húsnæðið
er 629 fermetrar og á að rúma 60 börn. Gert er ráð fyrir afhendingu
húsnæðisins 14. september 2023.
Hluta húseininganna verður komið fyrir á lóð Vörðuskóla.