Vesturbæjarblaðið - mar. 2023, Blaðsíða 10

Vesturbæjarblaðið - mar. 2023, Blaðsíða 10
10 Vesturbæjarblaðið MARS 2023 Barnalýðræði lifir í Frístunda­ heimilinu Undralandi við Granda­ skóla. Börnin taka virkan þátt í starfi Undralands með vikulegum Barnaráðsfundum. Á þessum fundum er allt rætt sem snýr að starfinu ­ hvað gengur vel og hvað má bæta? Stjórnendur Undralands fóru einu skrefi lengra eftir áhugaverða vettvangsferð til Berlínar þar sem það var skoðað hvernig skólar og frístundastarf eru að vinna með barnalýðræði. Börnin í Undralandi hafa val um að mæta á Barnaráðs­ fundum á föstudögum þar sem þau taka þátt í að móta starfið. Ýmislegt hefur verið rætt, t.d. “Eigum við að fá meira grænmeti í hresssingu?” og “Hvernig eigum við að bæta frá­ gegni í fatahenginu?” Barnalýðræði í Undralandi Barnaráðsfundir eru á föstudögum í Undralandi. Upplestarkeppni Grandaskóla fór fram 8. mars. Þá kepptu sjöundu bekkingar um hver myndi að keppa í lokakeppninni í upp­ lestrarkeppni Reykjavíkur sem fór fram 15. mars í Háteigskirkju. Alls tóku 12 nemendur þátt í úrslitum og sigruðu þær Ásta Rún Jóhannsdóttir og Hrafnhildur Ásta Gísladóttir. Steinn Atlason var í þriðja sæti til vara. Ásta Rún og Hrafnhildur Ásta sigruðu Ásta Rún, Hrafnhildur Ásta og Steinn að keppni lokinni. Kyrravika og páskar í Neskirkju Pálmasunnudagur, 2. apríl Hátíðarmessa kl. 11.00 á vígsludegi kirkjunnar. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Báðir prestar kirkjunnar þjóna. Sunnudagaskólinn er á sínum stað með söng, sögum og gleði. Kaffiveitingar og samfélag á Torginu eftir messu. Skírdagur, 6. apríl Messa og máltíð í kirkjuskipinu kl. 18.00. Viðstaddir gæða sér á mat. Þau sem geta leggja eitthvað á borð með sér. Brauði og víni er deilt út undir borðum. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallsonar organista. Föstudagurinn langi, 7. apríl, Helgistund kl. 11.00. Píslarsagan lesin og hugleidd. Tónlist í anda dagsins. Steingrímur Þórhallsson er við hljóðfærið. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Páskadagur, 9. apríl Hátíðarmessa kl. 8.00. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið. Prestar kirkjunnar þjóna. Morgunkaffi og páskahlátur að messu lokinni. Fjölskylduguðsþjónusta og páskaeggjaleit kl. 11:00. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir leiðir stundina ásamt starfsfólki barnastarfsins. Fermingarmessur eru laugardaginn 1. apríl kl. 11.00 og 13.30, annan í páskum 10. apríl kl. 11.00 og sunnudaginn 16. apríl kl. 13.30 Þrír sóttu um að verða skólastjóri Melaskóla Þrjár umsóknir bárust eftir að staða skólastjóra Melaskóla var auglýst nýlega en einn dró umsókn sína til baka. Hinir sem sóttu um eru Harpa Reynisdóttir sem ráðin var tímabundið í stöðu skólastjóra við skólann og Díana Ívarsdóttir kennari. Stefnt er að því að ráðningu verði lokið fyrir páska. Hinir sem sóttu um eru Harpa Reynisdóttir sem ráðin var tímabundið í stöðu skólastjóra við skólann og Díana Ívarsdóttir kennari. Stefnt er að því að ráðningu verði lokið fyrir páska. Lokahátíð Stóru­upplestrar­ keppninnar í hverfi Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða fyrir skólaárið 2022 til 2023 fór fram miðvikudag­ inn 15. mars 2023 í Háteigskirkju. Stóra­upplestrarkeppnin er fyrir nemendur í 7. bekk og hefst undirbúningur hennar í öllum þátttökuskólum á degi íslenskrar tungu, eða 16. nóvember hvert ár. Ræktunarhlutinn sjálfur er höndum grunnskólanna og er lokahátíðin unnin í samstarfi við Vesturmiðstöð. Í ár tóku níu grunnskólar í hverfum Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða sem tóku þátt; Austurbæjar­ skóli, Barnaskóli Hjalla stefnunnar, Grandaskóli, Háteigsskóli, Hlíðaskóli, Landakotsskóli, Melaskóli, Suðurhlíðarskóli og Vesturbæjarskóli. Keppendur lásu upp fyrirfram ákveðin texta eftir höfund keppnin­ nar í ár, Gunnar Helgason og ljóð eftir skáld keppninnar, Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Í síðustu umferðinni lásu keppendur upp ljóð að eigin vali við mikla hrifningu meðal áhorfenda. Óhætt er að segja að keppendur hafi staðið sig með prýði og verið sjálfum sér og sínum skóla til mikils sóma. Dómnefndin var ekki öfundsverð af hlutskipti sínu að velja í verðlaunasætin og var mjótt á munum. Að lokum fór það svo að Birta Hall úr Vesturbæjarskóla var valinn sigurvegari keppninnar í ár. Signý Sóllilja Hrannarsdóttir úr Vesturbæjarskóla var í 2. sæti og Baldur Þórarinsson úr Melaskóla var í 3. sæti. Allir þátttakendur stóðu sig með mikilli prýði og óskum við þeim öllum til hamingju með þátttökuna. Lokahátíð Stóru-upplestrarkeppninnar Birta Hall úr Vesturbæjarskóla var valinn sigurvegari keppninnar. Signý Sóllilja Hrannarsdóttir úr Vesturbæjarskóla var í 2. sæti og Baldur Þórarinsson úr Melaskóla var í 3. sæti. Birta Hall úr Vesturbæjar­ skóla sigurvegari

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.