Vesturbæjarblaðið - mar. 2023, Blaðsíða 6

Vesturbæjarblaðið - mar. 2023, Blaðsíða 6
6 Vesturbæjarblaðið MARS 2023 Ný hafnarvigt við Bakkaskemmu Til stendur að fjarlægja gömlu hafnarvigtina við Grandagarð. Hún hefur staðið norðaustan við Kaffivagninn í 64 ár. Nýrri hafnarvigt verður komið fyrir norðar á Grandanum. Austan við Bakkaskemmuna við Grandagarð 16. Ný staðsetning við Bakkaskemmu er við hlið fiskmarkaðarins og beint á móti Grandabakka þar sem stærri fiskiskipin landa. Þá sé stutt að Bótarbryggju þar sem smábátarnir landa. Nýja jafnarvigtin er bresk, af Avery-gerð, er 18 metra löng og getur tekið 60 tonna þunga vörubíla. Vigtin mun sú fullkomnasta sem völ er á í dag. Gamla hafnarvigtin á Grandagarði. Til hægri séð í Kaffivagninn. Umhverfis- og skipulagsráð Reykja víkur borgar hefur sam- þykkt að veita heimild fyrir áfram haldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðs- gagna, í samvinnu við Vegagerði- na við Ánanaust og Eiðsgranda. Með þessu er ætlunin að bæta umferðar öryggi meðal annars með nýjum gönguljósum og endur bótum á gönguþverun. Ný gönguljós eiga að koma á Eiðs- granda, vestan við innkeyrslu að Hringbraut 121 eða JL Húsið. Fækka á akreinum vestur Eiðs granda og fjarlægja núverandi vinstribeygjuv- asa en í staðinn verður núverandi vinstri akrein gerð að beygjuakrein. Tillagan gerir einnig ráð fyrir að ekki verði hægt að taka vinstri beygju frá Hringbraut 121 inn á Eiðsgranda. Þá á að setja upp miðeyjur á milli akreina í og úr hringtorginu. Þeim er ætlað að veita gangandi veg- farendum á leið yfir götuna skjól en tvær akreinar eru í hvora átt á Ánanaustum svo erfitt getur verið að átta sig á eða hafa yfirsýn yfir að vífandi umferð. Með þessu er einnig verið að bæta aðgengi gan- gandi og hjólandi vegfarenda en við sjóinn er vinsæl göngu- og hjólaleið. Eiðisgrandinn er önnur af tveimur aðalumferðaæðum til og frá Seltjarnarnesi. Þór Sigur- geirsson bæjarstjóri segir að ekki hafi verið rætt við bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar í tengslum við framkvæmdirnar enn sem komið er. Hann telur nauðsyn- legt að vera með í ráðum í svona veigamiklum breytingum og kveðst muni koma athugasemdum á framfæri varðandi þetta. Á myndin sjást umferðalínur vestur Eiðsgranda og út í Örfirisey. Umferðabreytingar við Ánanaust Forhönnun á nýju útliti Lækjartorg hefur nú verið kynnt umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur- borgar. Hönnunin var valin fyrir um ári síðan eftir að efnt hafði verið til hönnunarsamkeppni. Hún þótti bæði djörf, hlýleg og rómantísk. Hönnuðir nýja torgsins eru Karres en Brands og Sp(r) int Studios og kynntu þau hönnunina fyrir umhverfis- og skipulagsráði. Ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á þessu ári. Þegar hönnunin var fyrst kynnt fyrir ári í kjölfar hönnunarsamkeppnir Reykjavíkurborgar og Félags íslenskra landslagsarkitekta sagði talsmaður hönnunarteymisins að lögð hafi verið áhersla á að með nýrri hönnun haldist virkni Lækjartorgs sem staðsetning útifunda, viðburða og miðstöð samgangna. Þannig sjá hönnuðir Lækjartorgs torgið fyrir sér í framtíðinni. Áhersla á virkni Lækjartorgs Forhönnun Lækjartorgs kynnt STUÐ STUÐ 0 STUÐ 1 » Þarf stærri heimtaug? » Hvaða lausn hentar best? » Er kerfið búið álagasstýringu? » Sjálfvirkt greiðslu- og innheimtukerfi? Er hleðsla rafbíla hausverkur í húsfélaginu? Við aðstoðum við að leysa málið með hagsmuni húsfélagsins að leiðarljósi Hlutlaus úttekt og ráðgjöf fyrir húsfélög um fyrirkomulag rafbílahleðslu og framkvæmdaáætlun. Útvegum og berum saman tilboð og aðstoðum við styrkjaumsóknir. thjonusta@eignaumsjon.is | eignaumsjon.is Netverslun: systrasamlagid.is

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.