Feykir


Feykir - 12.01.2022, Blaðsíða 6

Feykir - 12.01.2022, Blaðsíða 6
Prótís á Blönduós Vilko ehf. á Blönduósi og Nátt- úrusmiðjan ehf. keyptu allt hlutafé í íslenska líftæknifyrir- tækinu Prótis sem hefur verið í eigu Kaupfélags Skagfirðinga frá upphafi. Í tengslum við viðskiptin verður Kaupfélag Skagfirðinga fimmtungshlut- hafi í Vilko ehf. Eitt af mark- miðum þessara viðskipta er að auka samstarf milli aðila. Protis ehf. sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu á lífvirku fiskprótíni úr villtum íslensk- um þorski, eða svokölluðu IceProtein® og afurðum sem innihalda IceProtein®. „Það er mikið fagnaðarefni að fá Protís inn í eignasafn fyrirtækisins og ekki síður að fá Kaupfélag Skagfirðinga inn í eignarhaldið. Með bæði nýju vörumerki sem og að fá Kaupfélag Skagfirðinga að rekstri Vilko fæst auðvitað mikil reynsla og þekking. Þetta er mikill kraftur fyrir starfsemina og aukinn byr í segl fyrir framtíðarsýn og þróun Prótís og um leið lyftistöng fyrir atvinnulífið hér á Norðurlandi vestra,“ sagði Kári Kárason, framkvæmdastjóri Vilko. Jarðvegssýni tekin á Hofsósi Um miðjan janúar unnu starfs- maður Verkfræðistofunnar Eflu, ásamt starfsmanni Sveitar- félagsins Skagafjarðar, að því að taka sýni úr jarðvegi á svæði umhverfis bensínstöð N1 á Hofsósi þar sem bensínleki uppgötvaðist síðla árs 2019. Skipt var um tanka og jarðveg umhverfis þá síðasta sumar. Steinn Leó Sveinsson, sviðs- stjóri veitu- og framkvæmda- sviðs hjá Sveitarfélaginu Skaga- firði, sagði í samtali við Feyki að búið hefði verið að ákveða tíma fyrir rannsóknirnar þegar þriðja bylgja COVID-19 skall á og því hafi þurft að seinka framkvæmdum. Slökkviliðið og Björgunar- sveitin Strönd eignast nýja bíla Sagt er frá því í 3. tbl. að slökkvilið Skagastrandar og Björgunarsveitin Strönd hafi á haustdögum fest kaup á nýjum bifreiðum og voru að taka í notkun. Nýi slökkvibíllinn var keyptur frá Feuerwehrtechnik Berlin og er af gerðinni MAN TGM, árgerð 2020. Bíllinn er hinn glæsilegasti, með 3000 lítra vatnstanki og 300 lítra froðutanki ásamt því að vera búinn öllum helsta búnaði sem nauðsynlegur er til slökkvistarfa. Bifreiðin leysti af hólmi gamlan slökkvibíl af gerðinni Mercedez Benz, árgerð 1977 svo um mikil- væga endurnýjun er að ræða. Óveður, ófærð og snjóflóð Mikið fannfergi varð eftir óveðurskafla um miðjan janúar þar sem á annað borð festi snjó. Fjallvegir urðu ófærir og snjóflóð féllu á Tröllaskaganum. Taldi Karólína í Hvammshlíð líklegt að a.m.k. fimm ára gamalt met hafi verið slegið eftir að Þverárfjallsvegur var ófær sjö daga í röð en hún býr á þeim slóðum þar sem vegurinn er hvað hæstur. Hún segir þó annars vera frekar snjólétt þar efra nema þar sem hefur dregið í skafla í og við þjóðveginn. Nokkur snjóflóð féllu Norð- anlands og var þjóðvegi 1 yfir Öxnadalsheiði m.a. lokað þar sem flóð runnu yfir hann og veg- ir á austanverðum Tröllaskaga voru lokaðir svo Siglfirðingar komust ekki spönn frá rassi, ef svo má segja þar sem einnig var ófært um Almenninga og óvissustig vegna snjóflóða- hættu í Ólafsfjarðarmúla. Þá féll snjóflóð fyrir ofan bæinn Smiðsgerði í Kolbeinsdal í Skagafirði, og var haft eftir ábúandanum, Jóni Árna Frið- jónssyni, að hann óttaðist að flóð hefðu fallið ansi víða í hlíðinni. Taldi hann að í það minnsta þrjú hross hafi drepist í flóðinu. Febrúar Héraðsvötnin brutu sér leið yfir varnargarð Betur fór en á horfðist um mánaðarmót janúar-febrúar þegar Héraðsvötnin í Skagafirði fóru að flæða yfir varnargarð framan við Stokkhólma og ógnuðu bæði hrossum og bygg- ingum. Brugðust ábúendur fljótt við og fengu verktaka til að fylla í skarðið svo ekki hlytist skaði af. Að sögn Önnu Sigríðar Sigmundsdóttur og Einars Ólafssonar, eigenda Stokk- hólma, varð fyrst vart við flóðið er bróðir Önnu varð þess áskynja að Vötnin væru að renna í átt að hrossunum sem voru skammt austan íbúðarhússins. Hafði hann gefið daginn áður og þá allt eins og átti að vera. Anna segir hólfið sem hrossin voru í alltaf hafa verið öruggt þau ár sem þau Einar hafi átt jörðina. „Við erum búin að vera hér í 23 ár og svona lagað ekki gerst í okkar tíð. Vötnin hafa flætt en það er varnargarður meðfram túninu sem hefur haldið að mestu leyti. Það hefur aðeins komið vatn á túnin en ekki svona mikið,“ sagði Anna við Feyki. Mannbjörg við Gönguskarðsárvirkjun Ekki var útlitið gott þegar beltagrafa fór á hliðina við miðlunarlón Gönguskarðsár- virkjunar í fyrstu viku febrúar en verið var að fjarlægja klaka- brynju við affall stíflunnar. Mikil hætta skapaðist þar sem stýrishús gröfunnar fór á kaf en með snarræði viðstaddra tókst að bjarga manninum úr þeim háska. Allt tiltækt lið viðbragðsaðila var kallað út sem kom viðkom- andi til aðstoðar en mikil mildi þykir að engin meiriháttar meiðsli hafi orðið á fólki. Bóluefni til Norðurlands Það er alveg að detta í það að ár sé liðið frá því að bólusetningar hófust á Norðurlandi en í 6. tbl. segir frá því að þann 16. febrúar hafi komið 1000 skammtar af Pfizer bóluefninu og tæplega 80 skammtar af Moderna til Norðurlands en fyrrnefnda bóluefnið hafi verið ætlað fyrir seinni bólusetningu hjá þeim sem voru bólusettir 19.- 25. janúar. Þá var búist við að um 200 skammtar af Pfizer bóluefni kæmu til viðbótar vikuna eftir sem ætlað var fyrir seinni bólusetningu þeirra sem bólusettir voru 2.-5. febrúar. Auk þess var áætlað að 800 skammtar af AstraZeneca bóluefninu bærust síðar sem nýttir yrðu til að byrja að bólusetja starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila, sambýla og búsetukjarna og því haldið áfram viku síðar þegar um 500 skammtar til viðbótar bærust. Þá var einnig komin áætlun fyrir fyrstu viku mars þar sem von var á 720 skammtum af Pfeizer bóluefninu sem yrði nýtt til að halda áfram að bólusetja íbúa 80 ára og eldri. Janúar Fyrsta barn ársins frá Hvammstanga Í fyrsta tölublaði síðasta árs má sjá að fyrsta barn ársins á Íslandi hafi verið Hvammstangabúi sem leit heiminn fyrsta sinn á fæðingardeild Landspítalans þegar 24 mínútur voru liðnar af árinu. Var það stúlka sem vó 3.770 grömm og var 52 sentimetra löng. Stúlkan var ein þriggja barna sem fæddust á Landsspítalanum fyrstu nótt ársins en auk þess fæddist eitt barn á sjúkrahúsinu á Akureyri. Blönduósflugvöllur mikilvægur Framkvæmdum við Blönduós- flugvöll lauk skömmu áður en fyrsta blað ársins kom út en ein af tillögum átakshóps ríkis- stjórnarinnar um úrbætur í inn- viðum snéri að viðhaldi vallar- ins. Miðað var við að tryggja að völlurinn yrði nothæfur fyrir sjúkraflug en í aðgerðalýsingu úrbóta fyrir völlinn er það tiltekið að vegna staðsetningar hans við þjóðveg eitt sé hann mikilvægur þegar slys verða á fólki og mínútur skipta máli. Vanda sæmd fálkaorðunni Skagfirðingurinn Vanda Sigur- geirsdóttir var sæmd heiðurs- merki hinnar íslensku fálka- orðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á fyrsta degi ársins. Vanda Sigurgeirsdóttir var þá titluð sem lektor og fyrrverandi knattspyrnumaður en eins og allir ættu að vita steig hún inn í stórt hlutverk í haust er hún bauð sig fram sem formaður KSÍ fram að ársþingi sambandsins sem fram fer 26. febrúar nk. Vanda var sæmd fálkaorðunni fyrir framlag til knattspyrnu kvenna og baráttu gegn einelti. SAMANTEKT Páll Friðriksson Þegar litið er í baksýnisspegilinn fyrir liðið ár sér maður að Covid þreyta var farin að gera vart við sig fljótlega á nýju ári, og jafnvel fyrr, en einnig ríkti einlæg bjartsýni samfara auknum bólusetningum. Það er reyndar magnað hvað landinn er þó ekki verri en hann er í dag eftir öll bakslögin og vonbrigðin sem dundu á en mikil bjartsýni ríkti um að Covid- faraldrinum lyki um sumarið. Í blaði vikunnar verður stiklað á stóru á þeim fréttum sem birtust fjóra fyrstu mánuði síðasta árs og í þeim tveimur næstu hina tvo þriðjungana. Fréttaannáll 2021 | Fyrsti hluti Vendipunktar og bólusetningabjartsýni Vanda Sigurgeirsdóttir ásamt forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elízu Reid. MYND: GUNNAR G. VIGFÚSSON Sigurjón Rúnar Rafnsson og Jóhannes Torfason við undirritun kaupanna á Prótís AÐSEND MYND 6 02/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.