Feykir - 12.01.2022, Page 10
Krabbameinsfélag
Skagafjarðar opnaði
formlega húsnæði sitt á
neðri hæð Suðurgötu 3 á
Sauðárkróki, Fram-
sóknarhúsinu, um miðjan
desember sl. Þrátt fyrir
Covid-takmarkanir var
ágætis mæting gesta sem
nutu samverunnar í hinu
nýja húsnæði og komu
félagar Lionsklúbbsins
Höfða á Hofsósi með
rausnarlegan styrk til
félagsins.
„Fyrir rúmu ári síðan opnaði
þjónustumiðstöðin Dugur,
fyrir fólk sem greinst hefur
með krabbamein og að-
standendur þess. Hingað
getur fólk komið og hitt aðra
sem deila svipaðri reynslu.
Það getur eflt fólk til þátttöku
í daglegu lífi og veitir
stuðning og afþreyingu.
Starfið fór ágætlega af stað
síðastliðið haust en vegna
COVID og fjöldatakmark-
ana var starfsemin skert, t.d.
höfum við frestað formlegri
opnun ítrekað. Einnig var
það auglýst lítið vegna óvissu
um ástandið. En við horfum
björtum augum á framtíðina
og stefnum á fjölbreytta
starfssemi eftir áramót,“
segir María Einarsdóttir,
iðjuþjálfi og starfsmaður
Dugs en hún útskrifaðist
sem iðjuþjálfi árið 2012 frá
Háskólanum á Akureyri og
hefur sinnt ýmsum störfum
frá útskrift.
„Það sem heillaði mig við
iðjuþjálfun er m.a. að vinna
með fólki, koma því aftur út
í lífið og gefa af mér, hjálpa
og finna leiðir sem henta
fyrir hvern og einn. Hug-
myndafræði iðjuþjálfa bygg-
ir m.a. á því að það að hafa
eitthvað fyrir stafni sé jafn
mikilvægt og að draga
andann. Þegar fólk verður
fyrir áfalli, t.d. að greinast
með krabbamein, er mikil-
vægt fyrir það að huga að
sjálfu sér. Setja sig í fyrsta
sæti og ná upp krafti til að
takast aftur á við lífið. Einnig
er mikilvægt að huga að
félagslega þættinum svo fólk
einangrist ekki. Fara út á
meðal fólks og finna fyrir
stuðningi frá öðrum og efla
þannig andlegan, félagslegan
og líkamlegan þrótt. Þetta er
m.a. markmið okkar með
stofnun Þjónustumiðstöðv-
arinnar Dugs.“
María segir Dug einnig
stað fyrir aðstandendur
þeirra sem greinst hafa með
krabbamein en oft er það
ekki sá sem greinist sjálfur
sem líður verst andlega og
því getur það verið gott að
hitta einhvern og koma
orðum á tilfinningar sínar
og fá stuðning og fræðslu.
„Misjafnt er hvort og
hvenær aðstandendur leita
sér stuðnings í veikinda-
ferlinu. Stundum er það ekki
fyrr en langt er liðið frá
meðferð og veikindum eða
ef veikindi taka sig upp aftur.
Hvenær sem er hvetjum við
fólk til að hafa samband við
okkur eða aðra sem veita
stuðning af þessu tagi,“ segir
María.
Fjölbreytt dagskrá í vetur
Dagskráin í vetur verður
fjölbreytt og segir María að
allir ættu að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi. Boðið
er upp á hópastarf, fræðslu
og einstaklingsviðtöl og
fræðsla verður einu sinni í
viku, í hádeginu á miðviku-
dögum. „Þá munum við
koma saman og fá okkur
léttan hádegisverð og hlusta
á fræðsluefni. Á undan
fræðslunni verður farið í
hressandi göngutúr. Hóp-
arnir eru nokkrir, prjóna-
og handavinnuklúbbur á
mánudögum, spilahópur á
fimmtudögum og karlakaffi
á föstudögum. Vil endilega
nýta tækifærið og hvetja
karlana okkar til að kíkja í
kaffi á föstudagsmorgnum.
Einstaklingsviðtöl eru fyrir
þá sem vilja og eru ætluð
sem stuðningur og ráðgjöf.
Einnig munum við vera
með tímabundna hópa í
vetur s.s. hópa fyrir aðstand-
endur o.fl.“
María segir að um prufu-
verkefni til eins árs sé að
ræða en vonar að það sé
komið til að vera. „Viljum
við því hvetja fólk til að
mæta og nýta sér þessa
þjónustu. Það er snúið að
fara af stað með svona
verkefni í miðjum heims-
faraldri, en við gerum okkar
besta. Húsnæðið er nógu
stórt svo fólk getur dreift úr
sér og haldið fjarlægð. Við
viljum endilega heyra í þeim
sem ekki treysta sér til að
mæta. Síminn hjá okkur er
453-6030 og e-mailið er
skagafjordur@krabb.is. Vil
einnig taka það fram að fólki
er velkomið að taka með sér
aðstandenda, vin eða ætt-
ingja í hópastarfið. Svo
langar mig að minna á að við
notum mikið Facebook-síðu
Krabbameinsfélags Skaga-
fjarðar. Allar upplýsingar
fara þar inn.“
Eins og fram kemur í
inngangi mættu nokkrir
meðlimir Lionsklúbbsins
Höfða á Hofsósi á opnun-
arhófið með rausnarlegan
styrk til félagsins. María
segir styrkinn vera upp á 500
þúsund krónur til að nota í
starfsemi krabbameinsfé-
lagsins. Dalla Þórðardóttir,
formaður, tók við skjalinu
frá formanni Höfða, Krist-
jáni Jónssyni. /PF
María Einarsdóttir segir frá þjónustumiðstöðinni Dug á Sauðárkróki
Krabbameinsfélags Skagafjarðar í eigið húsnæði
Lionsmennirnir í Höfða á Hofsósi, Snæbjörn Guðbjartsson, Haraldur
Jóhannsson og Kristján Jónsson, afhenda Döllu Þórðardóttur, formanni
Krabbameinsfélagi Skagafjarðar, veglega peningagjöf við formlega opnun
Dugs þjónustumiðstöð á Sauðárkróki. MYNDIR AÐSENDAR
María Einarsdóttir, iðjuþjálfi og starfsmaður Dugs, og Dalla formaður,
kampakátar með góðan styrk til félagsins.
Gestir voru ánægðir með nýtt húsnæði og möguleikana sem það býður upp á.
Hugrún Sif Hallgrímsdóttir á Ránarbrautinni
á Skagaströnd gerir nú upp árið. Hún er
skólastjóri, organisti, tónlistarkona, starfsmaður
útfararþjónustu o.s.frv. Hún er bogmaður og
lýsir árinu sem skrítnu, skemmtilegu og erfiðu.
Hver er maður ársins? Rúna Sif Rafnsdóttir sem
gaf Eld Elí, syni vinkonu sinnar, hluta úr lifur sinni.
Hver var uppgötvun ársins? Rauður Collab og
rjúpnahjörtu. Hið fyrra er hættulega ávanabind-
andi og hið síðara er eitthvað sem ég á eftir að
stelast í úr pottinum á aðfangadag öll jól hér eftir.
Hvert var lag ársins? Ég er stöðugt að uppgötva
ný lög þar sem ég fæst við tónlistarflutning og
kennslu nánast alla daga, hlusta sjaldnast á út-
varp nema kannski Rás 1 svo lög ársins eru ansi
mörg, bæði af klassískum toga og veraldleg lög.
Til að nefna eitt gæti ég nefnt Ómissandi fólk eftir
snillingana KK og Magga Eiríks.
Hvað var broslegast á árinu? Litli dóttursonur
minn sem kom okkur öllum að óvörum og faldi
komu sínu til 20. viku án þess að nokkurn grunaði
neitt.
Hvers heldurðu að þú eigir eftir að sakna frá
árinu 2021 – eða ekki? Ég á ekki eftir að sakna
byggingaframkvæmda þó það hafi verið sjúklega
skemmtilegt og krefjandi að byggja sér hús, en ég
á eftir að sakna veðurfarsins sem ég stórefast um
að verði svona gott aftur.
Varp ársins? Ég er ekkert dugleg í vörpum en
þessa dagana er ég að hlusta á hlaðvarpið Leitin
að peningunum. Ég hlýt að verða mjög efnuð árið
2022 :)
Hverju viltu skella á brennuna og hvers vegna?
Neikvæðni. Ég er með ofnæmi fyrir fólki sem hefur
ekkert betra að gera en hafa horn í síðu náungans.
Lífið getur verið svo fallegt og skemmtilegt ef fólk
hefur bara áhuga á að skapa sér þannig líf.
Hver var helsta lexía ársins? Lífið er hverfult
og morgundagurinn allt annað en sjálfsagður!
Lexía sem maður þarf því miður stöðugt að vera
minntur á, aftur og aftur og reyna að tileinka sér í
lífsmynstrinu dags daglega. /ÓAB
Árið 2021
Lífið er hverfult og
morgundagurinn allt
annað en sjálfsagður!
Hugrún Sif og Jón Ólafur. MYND AÐSEND
AÐSENT | Rúnar Kristjánsson
Á Réttarhóli
Þar bjuggu þau Björn og Helga
og börðust við neyðarkjör.
Gáfu í það orku alla
og uppskáru reynslusvör.
Lifðu í heimi heiða,
harðsótt sú glíma var.
Leituðu allra leiða
til lífsbjargarmála þar.
Barátta Björns og Helgu
bauð upp á lítið skjól.
Lifir samt minning manndóms
mögnuð við Réttarhól.
Hretviðrin hörðu bitu,
harkan ein boðin var.
Þorsteinn og Lárus litu
lífið í fyrstu þar.
10 02/2022