Feykir


Feykir - 16.02.2022, Blaðsíða 6

Feykir - 16.02.2022, Blaðsíða 6
Jón Gíslason, formaður samstarfsnefndar í Austur-Húnavatnssýslu Jón Gíslason, oddviti Húnavatnshrepps og formaður samstarfsnefndar milli hreppsins og Blönduósbæjar telur líklegt að af sameiningu verði og að nýtt sveitarfélag muni hafa meiri burði til framkvæmda á næstu árum og efla þjónustu við íbúana. Hann stýrði einnig fyrri samstarfsnefnd, þegar kosið var milli fjögurra sveitarfélaga í héraðinu sl. sumar. Jón segir sameiningar- viðræður Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar efnislega mjög líkar þeim fyrri þar sem notuð var sama grunnvinna og unnið út frá henni. „Einnig voru sömu ráðgjafar þ.e. RR ráðgjöf þannig að þetta var svona eins og taka tvö af uppfærðri bíómynd. Að mínu mati var þetta ef til vill dálítið heimilislegra allt saman,“ segir Jón. Hver eru að þínu mati helstu atriði sem fólk eigi eftir að fagna ef til sameiningar kemur? „Ég held að það muni vera, ef af sameiningu verður, að tekist hafi að sameina í eina heild fólkið sem býr á þessu svæði í þéttbýli og dreifbýli sem getur í raun ekki án hvers annars verið og mynda þar með sterkara afl til að vinna að hagsmunum svæðisins út á við.“ Jón segir nefndarmenn ekki hafa þurft að takast hart á um málefnin því samstarfsnefndin hafi frá upphafi verið mjög samstíga í því að vinna sig að niðurstöðu í þeim málaflokkum sem þessi vinna snérist um. „Það sem mest skoðanaskipti urðu um, og lengstan tíma tók að samræma sjónarmið um, var hvernig standa ætti að útfærslu í starfsmannamálum við sameiningu sveitar- félaganna.“ Hann segir að helstu málin, sem allir voru sammála um, hafi snúist um það að nýtt sveitarfélag hefði burði til að skapa því samfélagi nýja möguleika til eflingar og framþróunar. Einnig eru brýnustu hagsmunamálin, sem þurfi að vinna að, stórátak í samgöngumálum og atvinnumálum svæðisins. „Þeir sem helst setja fyrir sig sameiningu hafa eflaust áhyggjur af mismunandi fjárhagsstöðu sveitarfélaganna og niðurlagningu skóla á Húnavöllum ásamt einhvers konar hrepparíg sem fyrirfinnst hér eins og alls staðar milli sveitarfélaga á Íslandi,“ segir Jón aðspurður um hvaða málefni hann telji að kjósendur setji fyrir sig í kosningunum. En hvaða málefni ætli það séu sem íbúar eigi eftir að sakna ef til sameiningar kemur? „Ég reikna með að í Húnavatnshreppi eigi íbúar eftir að sakna þess að vera hreint dreifbýlissveitarfélag sem hefur ýmsa kosti og er að mörgu leyti einfaldara hvað varðar stjórnskipulag og að sama skapi að vera að stærstum hluta þéttbýlissveitarfélag hvað Blönduósbæ varðar.“ Jón er þó þeirrar skoðunar að fleiri muni samþykkja sameiningu svo framarlega að kosningaþátttaka verði góð. „Sameining mun gera það að verkum að nýtt sveitarfélag hefur meiri burði til framkvæmda á næstu árum og öflugri þjónustu við íbúana en sveitarfélögin sitt í hvoru lagi.“ Vel sóttur íbúafundur Rafrænn íbúafundur var haldinn þann 3. febrúar og var vel sóttur en um 95 manns sátu hann þegar mest var. Fundir höfðu áður verið auglýstir sem staðfundir en samstarfsnefndin ákvað að breyta fyrir- komulaginu með tilliti til sóttvarna og vegna slæmrar veðurspár. Á heimasíðu samstarfsnefndarinnar segir að það hafi ekki komið að sök enda flestir orðnir vanir fjarfundarforminu eftir tveggja ára tímabil með samkomu- takmörkunum. Gætum náð árangri á ýmsum sviðum Á fundinum voru forsendur sameiningartillögu og fram- tíðarsýn samstarfsnefndar fyrir sameinað sveitarfélag kynntar og í lok fundarins var íbúum gefinn kostur á að spyrja fulltrúa í samstarfsnefnd og ráðgjafa spurninga. Spurn- ingarnar og svör við þeim er hægt að nálgast á hunvetningur. is undir Hagnýtar upplýsingar > Spurt og svarað. Þá er hægt að horfa á upptöku af kynningunni á Facebook-síðu Húnvetnings. „ Ky n n i n g a r f u n d i r n i r enduðu í hreinum fjarfundum vegna samverkandi þátta af Covid og spá um vont veður. Þátttaka var allgóð að mínu mati sem ég tel að helgist af því að fólk er orðið nokkuð vant slíku fundarformi. Þar sem kynningarferillinn hefur verið óhefðbundin og lítil umræða farið fram um sameiningar- málin vegna þess hve fólk hittist lítið er ákveðin hætta á að allar hliðar málsins hafi ekki komist nógu vel til skila. Vil ég nefna örfá lykilatriði sem ég tel mikilvægt að fólk hafi á hreinu: Það er verið að sameina stjórnsýslu og skólastofnanir en ekki landssvæði og við sameininguna verður til nýtt sveitarfélag og nýjar skólastofnanir. Lykilstörf við skóla og sveitarfélag verða auglýst, aðrir fastráðnir starfsmenn við skóla og sveitarfélag halda störfum sínum við sameininguna. Við aðlögun skólastarfs í einn skóla, með öll börn úr Húna- vatnshreppi og Blönduósbæ, telur samstarfsnefndin mjög mikilvægt að skólarnir starfi áfram á báðum stöðum fyrst um sinn. Mikil áhersla er lögð á að finna Húnavallasvæðinu nýtt hlutverk og hefur útfærsla Sameining stjórnsýslu og skólastofnana, ekki landssvæða Jón Gíslason, formaður samstarfsnefndar í Austur-Húnavatnssýslu. MYND AÐSEND. Kjörstaðir sameiningarkosninga Laugardaginn 19. febrúar næstkomandi fara fram kosningar um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps. Rétt til að kjósa hafa allir 18 ára og eldri sem eru á kjörskrá í viðkomandi sveitarfélagi. Kjörskrár liggja frammi á skrifstofum sveitarfélaganna. Einstaklingar geta athugað hvort þeir séu á kjörskrá og hvar þeir eigi að kjósa á heimasíðu Þjóðskrár. Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki. Kjörfundir fara fram í hvoru sveitarfélagi og verða þeir opnir sem hér segir: · Kjörfundur í Blönduósbæ fer fram í norðurenda Íþróttamiðstöðvar frá kl. 10 til 20. · Kjörfundur í Húnavatnshreppi fer fram í Húnavallaskóla frá kl. 11 til 20. Gengið er um aðalinngang. Aðsetur kjörstjórnar verður á viðkomandi kjörstað á kjördag. Talning atkvæða fer fram á sama stað og hefst eftir að öllum kjörstöðum hefur verið lokað. Verða atkvæði talin og úrslit birt í hvoru sveitarfélagi og á hunvetningur.is Um undirbúning, framkvæmd og frágang sameiningarkosninga fer eftir lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998. Kjörstjórnir Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps CMYK% Cyan = 100 / Magenta = 75 / Yellow = 2 / Black = 18 Cyan = 45 / Magenta = 14 / Yellow = 0 / Black = 0 GRÁSKALI Black = 40% Black = 100% PANTONE PANTONE 278 C PANTONE 287 C Logo / merki BJÖRGVIN SIGURÐSSON | GRAPHIC DESIGNER FÍT ÁSVEGI 17 | 104 REYKJAVÍK | ICELAND T: +354 588 3436 | M: +354 663 0677 | E: 2b@internet.is Bæjarskrifstofa Blönduósbæjar Hnjúkabyggð 33 540 Blönduós Sími: 455 4700 blonduos.is á Umhverfisakademíu í formi lýðskóla, samhliða áfram- haldandi hótelrekstri, hlotið góðan hljómgrunn hjá stjórnvöldum og nú þegar hefur verið samþykkt 40 milljóna fjárveiting frá Jöfnunarsjóði til að koma verkefninu af stað verði af sameiningu. Fjallskilamál verða með óbreyttu sniði þar sem áfram verða starfandi fjórar fjallskiladeildir og gert ráð fyrir að nýtt sveitarfélag kosti viðhald afréttargirðinga, gangnamannaskála og skila- rétta. Samstarfsnefndin hefur lagt töluvert mikla vinnu í að afla fylgis stjórnvalda við brýnum úrbótum í styrkingu innviða svæðisins og fjölgun atvinnutækifæra á svæðinu, meðal annars með aukinni nýtingu orku sem þegar er framleidd á okkar svæði. Þó að ekkert sé orðið fast í hendi í þeim málum er margt sem bendir til þess að við gætum náð árangri á ýmsum sviðum og á okkur sé frekar hlustað ef af sameiningu verður,“ segir Jón sem að lokum hvetur alla íbúa sveitarfélaganna til að nýta kosningarétt sinn þann 19. febrúar næstkomandi. /PF 6 07/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.