Feykir - 04.05.2022, Síða 4
Mjólkurbikar kvenna í knattspyrnu
Stólastúlkur áfram í 2. umferð
Lengjudeildarlið Tindastóls og
HK mættust á gervigrasinu á
Króknum á laugardaginn í fyrstu
umferð Mjólkurbikars kvenna.
Lið Tindastóls fékk fljúgandi
start og leiddi 3-0 í hálfleik þó
það geti nú varla talist hafa verið
samkvæmt gangi leiksins. Lið
HK kvittaði fyrir sig með
tveimur mörkum snemma í
síðari hálfleik og spenna hljóp í
leikinn. Stólastúlkur náðu að
stoppa í götin að mestu í
vörninni og unnu leikinn 3-2 og
tryggðu sér sæti í 2. umferð. Þar
mæta stelpurnar 2. deildar liði
ÍR og verður leikið á Króknum
15. maí.
Lið Tindastóls náði foryst-
unni á 8. mínútu þegar Murr
skallaði aukaspyrnu af vinstri
kanti í markið. Þá kom sterkur
kafli hjá liði HK þar sem Amber
greip ítrekað inn í og bjargaði
málum. Annað mark Tindastóls
kom á 41. mínútu eftir að
Hugrún Páls náði að setja pressu
á Audrey Baldwin í marki HK
sem náði að hreinsa en beint á
Hönnuh Cade sem lyfti
boltanum yfir vörn og markvörð
gestanna og í markið. Á fyrstu
mínútu uppbótartíma fékk
Hugrún síðan það sem hún átti
skilið eftir frammistöðu sína.
Murr sendi boltann inn fyrir
framliggjandi vörn HK og
Hugrún skaust inn fyrir og þrátt
fyrir að hún væri augljóslega
meidd þá náðu varnarmenn HK
ekki í skottið á henni og hún
náði að renna boltanum í markið
þegar færið virtist orðið nokkuð
þröngt. Vel gert. Staðan 3-0 í
hálfleik og lið gestanna virtist
vængbrotið.
Lið Tindastóls kom ekki
nógu einbeitt til leiks í síðari
hálfleik og gott lið HK skoraði
fljótlega tvö mörk. Heimastúlkur
náðu sem fyrr segir að laga leik
sinn varnarlega en liðið skapaði
sér engin færi í síðari hálfleik.
Amber þurfti að grípa inn í
nokkrum sinnum á lokakafl-
anum en gestirnir fengu engin
dauðafæri og því héldu Stóla-
stúlkur út. /ÓAB
Fréttir af aðalfundi KVH
Stefnan hefur verið birt á
heimasíðu félagsins, kvh.is
Kaupfélag Vestur-Húnvetn-
inga svf. (KVH) er meðal elstu
fyrirtækja á Íslandi, stofnað
þann 20. mars 1909 á
Hvammstanga. Félagssvæði
þess er Húnaþing vestra.
Félagið hét upphaflega Verzl-
unarfélag Vestur-Húnavatns-
sýslu en nafni þess var breytt í
Kaupfélag Vestur-Húnavatns-
sýslu við sameiningu Verzlun-
arfélagsins og Sláturfélags
Vestur-Húnavatnssýslu. Til-
gangur félagsins er að; annast
á sem hagfelldastan hátt við-
skipti og þjónustu fyrir félags-
menn, efla atvinnulíf í hérað-
inu, viðhalda og útbreiða
þekkingu samvinnuhugsjónar-
innar við að leysa félagsleg
viðfangsefni og að styrkja
framtíð félagsins með því að
treysta fjárhag þess.
KVH rekur kjörbúð, bygg-
ingarvöruverslun og búvöru-
verslun. Auk þess hýsir KVH
verslun Vínbúðarinnar og
hefur með höndum afgreiðslu
fyrir Vörumiðlun ehf. KVH á
einnig og rekur fasteignir sem
hýsa m.a. starfsemi Selaseturs
Íslands, Fæðingarorlofssjóðs og
veitingastaðarins Sjávarborgar.
KVH á einnig hlut í nokkrum
fyrirtækjum m.a. 50% hlut í
Sláturhúsi KVH ehf. (SKVH).
Hjá félaginu störfuðu á árinu
2021 35 starfsmenn í 21
stöðugildi og var hlutfall kynja
60% konur og 40% karlar.
Kaupfélagsstjóri er Björn
Líndal Traustason. /Fréttatilkynning
Meðal elstu fyrirtækja á Íslandi
Aðalfundur Kaupfélags Vestur
– Húnvetninga svf. var
haldinn í Félagsheimilinu á
Hvammstanga miðvikudaginn
20. apríl síðastliðinn. Velta
félagsins á árinu 2021 var um
990 milljónir króna og
rekstrarhagnaður eftir skatta
var 40,5 milljónir króna.
Heildareignir félagsins voru
um áramót 827,3 milljónir
króna og eigið fé félagsins var
um 608,3 milljónir króna.
Eiginfjárhlutfall er 73,5 %.
Ársreikning félagsins má
nálgast á heimasíðu félagsins,
kvh.is.
Á fundnum voru kjörnir
tveir nýir stjórnarmenn, þau
Guðný Helga Björnsdóttir og
Ólafur Benediktsson, en þetta
mun vera í fyrsta sinn sem
kona er kjörin í stjórn þessa 113
ára gamla félags. Fyrir í stjórn
voru Gunnar Þórarinsson
formaður, Ársæll Daníelsson
og Þorsteinn H. Sigurjónsson.
Varamenn í stjórn voru kjörin
þau Elín Anna Skúladóttir,
Þórarinn Óli Rafnsson og Örn
Óli Andrésson.
Á aðalfundinum var sam-
þykkt stefna og viðbragðs-
áætlun Kaupfélagsins gegn
einelti, kynferðislegri og kyn-
bundinni áreitni og ofbeldi.
MYND KAUPFÉLAG VESTUR-HÚNVETNINGA
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F
Úrslitakeppni Lengjubikarsins
Lið Ýmis hafði betur
Lið Tindastóls og Ýmis
mættust á gervigrasinu í
úrslitakeppni C-deildar
Lengjubikarsins á sunnu-
dag. Þrátt fyrir slatta af
tækifærum tókst liðunum
ekki að koma boltanum í
mörkin tvö í venjulegum
leiktíma og þurfti þá að
grípa til vítaspyrnukeppni.
Þar höfðu gestirnir úr Kópa-
vogi betur og sigruðu 2-4.
Í síðustu viku höfðu
Stólarnir betur gegn liði
Hamars, 2-1, en mættu nú liði
Ýmis sem spilar í 4. deildinni
í sumar líkt og lið Tindastóls
en Ýmir er eins konar B-lið
HK. Feykir spurði Donna
þjálfara um hans skoðun á
leiknum. „Þetta var ansi jafn
leikur gegn sterku liði Ýmis.
Bæði lið fengu fín færi þó
þeirra færi hafi jafnvel verið
ívið betri ef eitthvað. Við
getum þakkað Antoni mark-
manni fyrir að þetta fór í
vítakeppni því hann átti
margar frábærar vörslur i
leiknum. Það er alltaf leiðin-
legt að tapa og þá sérstaklega
í vítakeppni. Okkar menn
lögðu allt í þetta en það
vantaði aðeins upp á sem
mun smella á réttum tíma.“
Knattspyrnudeild hefur
samið við Jordán Basilo
Meca um að leika með karla-
liðinu í 4. deildinni í sumar.
Basi er 24 ára sóknarmaður
frá Spáni og er von á honum
á Krókinn nú í vikunni og er
vonast til að hann finni mark-
möskvana í sumar. /ÓAB
Fyrsta barnamenningarhátíð á Norðurlandi vestra
Hátíðin stendur fram að
sunnudeginum 15. maí og eru
yfir hundrað viðburðir á dag-
skrá um allan landshlutann.
Hægt er að fylgjast með
dagskránni á heimasíðu Skúna-
skralls, www.skunaskrall.is, og
Facebooksíðu hátíðarinnar.
„Barnamenningarhátíð Norð-
urlands vestra er spennandi
verkefni sem vonandi fær að
stækka og dafna í framtíðinni
og verða fastur liður í menn-
ingarstarfi barna á svæðinu“
segir í tilkynningu SSNV. /PF
Mikið um dýrðir á Skúnaskralli
Barnamenningarhátíðin
Skúnaskrall sem haldin er í
fyrsta sinn víðs vegar á
Norðurlandi vestra stendur nú
yfir en ýmis námskeið,
vinnustofur og listviðburðir
prýða dagskrá hátíðarinnar.
Meginreglan er að aðgangur
sé ókeypis og veiti því öllum
börnum og ungmennum á
Norðurlandi vestra tækifæri til
að upplifa og vinna að fjöl-
breytileika listsköpunar.
Skúnaskrall hófst mánu-
daginn 25. apríl á opnu húsi í
Höfðaskóla og síðan hefur hver
viðburðurinn rekið annan á
svæðinu.
Verkefnið er liður í sóknar-
áætlun Norðurlands vestra og
er stjórn hátíðarinnar ráðin
af samtökum sveitarfélaganna
sem einnig veita fjármagni í
verkefnið og halda utan um
bókhald en að öðru leyti er
verkefnið fjármagnað af styrk-
veitingum.
STURLAÐ FJÖR í 1238 á Sauðárkróki alla daga fram á sunnudag.
MYND AF SKÚNASKRALL.IS
Sólveig Birta og Gabriella Coleman í baráttunni í leiknum. MYND: ÓAB
4 17/2022