Feykir - 04.05.2022, Qupperneq 6
6 17/2022
Í Skagafirði er gott að
búa, fjölbreytt atvinnulíf
og aðstæður góðar fyrir
fjölskyldufólk. Hér viljum við
ala upp börnin okkar og er því
mikilvægt að grunninnviðir
sveitarfélagsins séu í lagi.
Í upphafi kjörtímabilsins
sem nú er að líða var bæði
vöntun á íbúðarhúsnæði og
leikskólaplássi. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur því lagt
mikla áherslu á að fjölga
lóðum í þéttbýliskjörnum
sveitarfélagsins og stuðla að
uppbyggingu á leikskólum um
fjörðinn.
Betur má ef duga skal
Þrátt fyrir uppbyggingu þess-
ara grunninnviða á sviði
húsnæðis- og leikskólamála
stöndum við frammi fyrir
nýjum áskorunum. Þar má
allra helst nefna vöntun á
starfsfólki leikskóla en nýverið
var tilkynnt um opnun nýrrar
deildar við leikskólann Ársali.
Það mun hins vegar ekki nást
að fullmanna deildina þannig
að hægt sé að veita öllum
börnum, 12 mánaða og eldri,
pláss á leikskólanum. Það
liggur því fyrir að hugsa þarf
málin upp á nýtt og hvernig
hægt sé að stuðla að því að gera
leikskóla að eftirsóknarverðum
vinnustað. Til að mynda mætti
X2022 | Frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði
Skagafjörður til framtíðar
leysa úr þessum vanda með
því að umbuna starfsfólki
sem ávallt stendur vaktina,
sem og að skilgreina hvata s.s.
með niðurgreiðslu á gjöldum
til barna starfsfólks, hvort
sem er í leik- eða grunn-
skóla. Það er mikilvægt að
leikskólaumhverfið sé aðlað-
andi vinnustaður og að
stuðningur sé við starfsfólk
þess.
Hvað húsnæðismálin varðar
hefur talsverð fjölgun lóða
átt sér stað á kjörtímabilinu.
Hins vegar hefur fasteigna-
verð og byggingarkostnaður
rokið upp úr öllu valdi og
gengur t.a.m. erfiðlega fyrir
ungt fólk að komast inn á
húsnæðismarkaðinn. Það er
því mikilvægt að stuðla að upp-
byggingu hagkvæms húsnæðis
sem hentar mismunandi
þörfum fólks, svo sem með
uppbyggingu á íbúðum með
hlutdeildarlánum fyrir fyrstu
kaupendur og innan almenna
leiguíbúðarkerfisins. Með því
að bjóða upp á fjölbreyttar lóðir
og húsnæði, hvort sem er til að
leigja eða kaupa, styðjum við
íbúa sem og aðra sem hingað
vilja flytja við að komast
inn á húsnæðismarkaðinn í
Skagafirði.
Þessu viljum við í Sjálf-
stæðisflokknum vinna að!
Sólborg Borgarsdóttir
skipar 2. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði og
Regína Valdimarsdóttir
skipar 4. sæti listans.
Mig langar að benda á
forgangsröðun og þau réttindi
sem íbúar Skagafjarðar eiga
að búa við en er því miður
ekki enn búið að koma í
forgang. Skagafjörður getur
betur. Lög um grunnþjónustu
félagsþjónustu fyrir aldraða
á ekki að einangrast við
póstnúmer. Lögin eru sett
fyrir alla íbúa Íslands.
Ef réttindi allra íbúa til
grunnþjónustu samkvæmt
lögum er ekki forgangsmál,
hvað er það þá?
„Sveitarstjórn ber að sjá til þess
að lögbundnar skyldur séu
ræktar.“
Lög um öldrunarþjónustu.
Markmið. 1. gr.
Markmið þessara laga er
að aldraðir eigi völ á þeirri
heilbrigðis- og félagslegu
þjónustu sem þeir þurfa á
að halda og að hún sé veitt
á því þjónustustigi sem er
eðlilegast miðað við þörf og
ástand hins aldraða. Einnig er
markmið laganna að aldraðir
geti, eins lengi og unnt er, búið
við eðlilegt heimilislíf en að
jafnframt sé tryggð nauðsynleg
stofnanaþjónusta þegar hennar
er þörf. Við framkvæmd
laganna skal þess gætt að
aldraðir njóti jafnréttis á við
aðra þjóðfélagsþegna og að
sjálfsákvörðunarréttur þeirra
sé virtur.
Lög um félagsþjónustu.
40. gr.]1) Sveitarstjórn skal sjá
um að félagsþjónusta aldraðra
sé fyrir hendi í sveitarfélaginu
eftir þörfum. Hér er m.a. átt við
heimaþjónustu, félagsráðgjöf og
heimsendingu matar. Jafnframt
skal tryggja öldruðum aðgang
að félags- og tómstundastarfi
við þeirra hæfi. Í því sambandi
skal lögð sérstök áhersla á
fræðslu og námskeiðahald um
réttindi aldraðra og aðlögun
að breyttum aðstæðum sem
fylgja því að hætta þátttöku
á vinnumarkaði. [Sveitar-
félagi er ekki skylt að veita
þjónustu samkvæmt þessari
grein á sjúkrahúsi eða öldr-
unarstofnun.]
Lög um heilbrigðisþjónustu.
4.3 Næring
1. Næringarfræðingur sé hluti
af teymi heilsugæslustöðva
sem sinnir öldruðum, að-
lagað að umfangi hverrar
stöðvar.
2. Næringarfræðingur sé hluti
af þverfaglegu teymi ríkis
og sveitarfélaga sem sinnir
heilsueflandi samtölum og
metur þarfir aldraðra.
3. Tryggt sé að öllum öldruðum
sem á þurfa að halda, standi
daglega til boða heimsend-
ur matur sem miðast við
sérstakar næringarþarfir
aldraðra.
Hvar liggur
hundurinn grafinn?
Í sáttmála um samstarf Fram-
sóknar- og Sjálfstæðisflokks,
sem var undirritað fyrir fjórum
árum, var einmitt þetta ágæta
markmið.
• Tryggja þarf íbúum Skaga-
fjarðar aðgang að öflugri
félagsþjónustu og að allir
aldraðir íbúar sveitarfélagsins
njóti lögbundinnar þjónustu.
Unnið verði að aukinni
samþættingu þjónustu til
aldraðra á vegum ríkis og
sveitarfélags.
Ég hrekk við málsgreinina, allir
aldraðir íbúar sveitarfélagsins
njóti lögbundinnar þjónustu.
X2022 | Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir Vinstri hreyfingunni grænu framboði og óháðum í Skagafirði
Að eldast í Skagafirði, í öðru póstnúmeri en 550
Hví þarftu þá að eiga heima í
póstnúmerinu 550 í Skagafirði
til að fá heimsendan mat.
Hvort sem þjónustuverkefnin
eru flókin eða ekki, þá eru
alltaf til lausnir. Það þarf ekki
að kyngja fílnum í einum
munnbita. Skagafjörður er
dreifbýll og um langar vega-
lengdir að fara en þetta er
hægt í Reykjavík þar sem
vegalengdir eru lengri. Þessi
mikilvæga þjónusta getur ekki
beðið lengur. Það verður að
fara í markvissa vinnu að koma
henni á laggirnar í þeirri mynd
sem hentar hverju svæði og
vinna að því að koma til móts
við þá sem þjónustuna þiggja
með sem bestum hætti.
Heilsuefling aldraðra þarf
aukið svigrúm og pláss. Mikill
árangur hefur náðst með
markvissri hreyfingu og heilsu-
eflingu eldri aldurshópa. En
það þarf að vera jafnt aðgengi
allra að heilsueflingu. Með því
móti er hægt að seinka því að
fólk þurfi aðstoð vegna heilsu-
og færnitaps og draga úr þörf
fyrir hjúkrunarrými. Það er
mikilvægt að allir búi við eins
góða heilsu og kostur er, þar
skiptir heilsuefling gríðarlegu
máli og næringarríkur matur
er mikilvægur partur af heilsu-
eflingu. Velferð og þarfir aldr-
aðra í öllum Skagafirði þarf að
vera leiðarljós okkar.
Sveitarfélögum er skylt að
veita öldruðum heimaþjón-
ustu, aðgang að félags- og
tómstundastarfi og sjá þeim
fyrir heimsendingu matar.
Þetta er sú grunnþjónusta
sem sveitarfélögum ber að
veita öldruðum. Þessu er
sveitarfélagið okkar því miður
ekki að sinna fyrir allan
fjörðinn. Aldraðir eru þeir
íbúar sem hafa unnið baki
brotnu í að byggja upp fjörðinn
okkar, borgað mesta útsvarið
og eiga skilið virðingu, vellíðan
og áhyggjulaust ævikvöld.
SKAGAFJÖRÐUR, við getum
gert BETUR, við VERÐUM
að gera BETUR!!!
Sigurlaug Vordís
Eysteinsdóttir
skipar 2. sæti á lista VG og óháðra
í Skagafirði.