Feykir - 04.05.2022, Page 7
17/2022 7
Á næsta kjörtímabili
viljum við í Framsókn
ráðast í samstarf við
heilbrigðisráðuneytið um
fjölgun hjúkrunar- og
dvalarrýma á Sauðárkróki
og skoða möguleika á
þjónustuíbúðum og stækkun
dagdvalar.
Undir forystu Framsóknar
hefur verið gerður nýr
samningur Sjúkratrygginga
Íslands um rekstur og þjón-
ustu hjúkrunarheimila á
vegum Sambands íslenskra
sveitarfélaga og Samtaka
fyrirtækja í velferðaþjónustu.
Um er að ræða samning til
þriggja ára og er heildar-
fjármagnið um 130 milljarðar
króna. Unnið verður að
verkefnum sem miða að bættu
rekstrarumhverfi heimilanna
til framtíðar og auknum
gæðum á þjónustu þeirra. Um
60 hjúkrunarrými á Húsavík
eru í byggingu og framkvæmdir
að hefjast á Ísafirði þar sem
bætt verður við 10 rýmum.
Nauðsynlegt er að næsta skref
verði tekið á Sauðárkróki og
farið verði í fjölgun rýma sem
byggist á þarfagreiningu á bæði
hjúkrunarrýmum og hugsan-
lega þjónusturýmum.
Fjölga þarf hjúkrunar-
og dvalarrýmum
Biðlistar eru eftir hjúkrunar-
og dvalarrýmum við Heil-
brigðisstofnun Norðurlands
á Sauðárkróki og er sá
vandi ekki nýr af nálinni.
Við greiningu á núverandi
húsnæði er ljóst að þörfin á
fjölgun hjúkrunarrýma er
brýn. Huga þarf að fjölgun
hjúkrunarrýma sem fyrst
vegna biðlista og vöntunar á
fullnægjandi rýmum miðað
við ríkisheimildir. Miðað við
mannfjöldaspá mun hópur
fólks yfir 65 ára tvöfaldast frá
því sem hann er til ársins 2035
og því blasir við að þörfin
mun enn aukast á komandi
árum. Þess má þó geta að þessi
misserin er verið að vinna
við endurbætur á núverandi
hjúkrunarrýmum en þau eru
barn síns tíma, mörg tvíbýli
og sum án salernis. Ákveðnum
áfanga var náð þegar farið var í
endurnýjun á eldri rýmum en
það dugar ekki til og ljóst að
við þurfum fleiri rými.
Markmiðið með fjölgun
rýma er að auka þjónustu við
X2022 | Hrund Pétursdóttir Framsóknarflokknum í Skagafirði
Sterkari Skagafjörður fyrir eldri borgara
aldraða á svæðinu og veita þeim
möguleika á að komast í öruggt
umhverfi. Áherslan í dag er á
að á hjúkrunarheimilum séu
skapaðar aðstæður sem líkjast
heimilum fólks og að umhverfi
sé vistlegt.
Bætum lífsgæði
eldra fólks
Samkvæmt stefnu heilbrigðis-
yfirvalda þá er markmiðið
að fólk geti búið heima hjá
sér eins lengi og kostur er.
Því þarf að fylgja eftir með
auknu fjármagni til eflingar
þeirrar stoðþjónustu sem fyrir
er svo slíkt geti orðið. Margir
búa einir en vilja komast í
húsnæði þar sem þeir búa við
aukið öryggi en hafa ákveðið
sjálfstæði. Þjónustuíbúðir eru
einn valkostur þar sem fólk
getur búið lengur sjálft en þó
með aukinni þjónustu. Skoða
þarf einnig þann möguleika
í tengslum við uppbyggingu
hjúkrunarrýma, þ.e. hvort hægt
sé að koma því við að bjóða upp
á slíkt úrræði samhliða.
Í tengslum við uppbyggingu
hjúkrunarrýma hefur í sumum
tilfellum hluti húsnæðisins
verið skipulagður undir
aðstöðu fyrir félagsstarf og
aðra þjónustu sem þjónar
ekki aðeins íbúum hússins
heldur öðrum eldri borgurum
á svæðinu. Opnast við það
möguleiki á stækkun rýmis
fyrir dagdvöl aldraðra en sú
þjónusta er einn liður í því að
gera einstaklingum auðveldara
að vera lengur heima og styður
það við stefnu stjórnvalda.
Við í Framsókn viljum að eldri
borgurum líði vel í Skagafirði.
Við í Framsókn viljum að
eldri borgurum líði vel í
Skagafirði.
Hrund Pétursdóttir
skipar 2. sæti á lista Framsóknar í
Skagafirði
Grunnur er hluti byggingar
sem við í mannvirkjagerðinni
þekkjum vel. Við lærum
strax mikilvægi þess að hann
standi réttur og sterkur til
að framhaldið verði vandað
og endingargott. Með því að
tileinka sér þessa hugsjón í
öllu sem við gerum búum
við til vegferð sem skilar sér
margfalt til baka.
Grunnstoðir eru forsenda
fyrir því að samfélagið geti
gengið. Við verðum að hafa
gott mennta-, íþrótta- og
tómstundastarf fyrir alla.
Fjölbreytt atvinnulíf og
almenna þjónustu í lagi. Við
þurfum sértæka þjónustu og
störf fyrir fólk sem þarf á því að
halda, ásamt öflugri þjónustu
fyrir eldra fólkið okkar sem
á það svo sannarlega inni hjá
samfélaginu.
Þessi málefni telja flest
framboð mikilvæg í okkar
samfélagi og sum þeirra hafa
talað fyrir þeim í gegnum mörg
kjörtímabil. Af einhverjum
ástæðum stöndum við samt
eftir með sömu umræðuna og
oft á tíðum sömu vandamálin
sem veltast um í kerfinu í
mörg ár.
Mygluvandamál í bygging-
um, yfirálag á starsfólki,
aðstöðuleysi margra greina,
skortur á sérfræðiþjónustu og
svo mætti lengi telja.
Vandamál eru ekkert
annað en verkefni sem finna
þarf lausnir á. Við styrkjum
ekki keðjuna með fleiri
hlekkjum ef þeir veiku halda
sér. Má sem dæmi nefna
nýjar leikskólabyggingar
án starfsfólks og möguleg
uppbygging mannvirkja án
rekstargrundvallar.
Við eigum það til að elta
skottið á okkur við að grípa
verkefnin þegar þau hellast
yfir okkur með tilheyrandi
kostnaði, sem getur verið
töluvert meiri en hann þarf að
vera. Skuldasöfnun er ekkert
leyndarmál og hafa skuldir
aukist mikið á síðustu árum.
Þar verðum við að sýna ábyrgð
og stýra verkefnum með
réttum hætti. Sinna viðhaldi
áður en það verður um seinan
og styrkja lýðheilsu fólks til að
bæta starfsumhverfi þess, svo
dæmi séu tekin.
Jöfnun þjónustu eru rétt-
indi á hvaða sviði sem er.
Ljósleiðaravæðing í dreifbýli
hefur verið til fyrirmyndar
en nú er löngu tímabært að
klára þéttbýlið þar sem sums
staðar er treyst á 4G netkerfi.
Einnig þarf að þrýsta á bætt
raforkuöryggi á sömu slóðum
og víðar, sérstaklega með
tilkomu rafbílavæðingar.
Jöfnun þjónustu í skóla-
málum, í þjónustu við eldri
borgara, í sértækri þjónustu og
fleiri þjónustum má segja að sé
efni í nýja grein.
Tilfinningin er að lengi
hefur okkur vantað framtíðar-
sýn og markmið hvert við
viljum stefna með samfélagið
okkar. Við megum ekki
falla í þá gryfju að horfa
til byggðaþróunar til að
segja okkur hvað við eigum
X2022 | Eyþór Fannar Sveinsson ByggðaListanum í Skagafirði
Keðjan jafn sterk og veikustu hlekkirnir
að áætla í fjölgun fólks í
héraðinu. Setjum markið hátt
og skipuleggjum framtíðina.
Að auka íbúafjölda kallar á
skipulag þéttbýliskjarna til
langs tíma með fjölbreyttum
íbúða-, atvinnu- og þjónustu-
hverfum. Með því að skil-
greina lóðir með öllum hús-
gerðum búum við til vöru
sem er aðdráttarafl fyrir
samfélagið. Þetta gildir um
alla þéttbýliskjarna, hvernig
við viljum sjá þá stækka.
Langt er síðan heilt íbúða-
hverfi var deiliskipulagt í
héraðinu líkt og nú með
Sveinstúni á Sauðárkróki.
Í framhaldinu þarf að setja
tímamörk og fara strax í
deiliskipulag á næsta hverfi.
Undirbúningsvinna er
sparnaður til lengri tíma og
spornar við að missa eftir-
spurn eftir lóðum annað.
Hönnun þjónustumannvirkja
þarf að taka mið af þessum
markmiðum með mögulegum
stækkunum. Með það í huga
verðum við einnig að virkja
betur þekkingu fólksins á
gólfinu inn í hönnunarferlið
til að nýting mannvirkja verði
sem best. Þarna er gott að grípa
tækifærið með skólabyggingu
í Varmahlíð, sundlaug á
Sauðárkróki og íþróttahúsi á
Hofsósi.
Sveitarfélagið okkar er nú
þegar að stækka. Akrahreppur
hefur sameinast með styrk
sem gefur okkur tækifæri til
að eflast enn frekar. Burtfluttir
Skagfirðingar ásamt nýjum,
hafa ratað heim. Til okkar
hefur flutt fjöldi fólks af
erlendum uppruna og bætt
bæði samfélag og atvinnulíf.
Bændastéttin er auðlind sem
hefur alla burði til að stækka
enn frekar og ferðaþjónustan
er rétt að byrja sína vegferð.
Tækifærin í menntamálum
á svæðinu eru mun meiri en
fólk gerir sér grein fyrir. Við
þurfum að byggja þessa góðu
vegferð upp til framtíðar og
sameinast í að virkja hvert
annað til góðra verka.
Framtíðin er björt en birtist
ekki nema við séum tilbúin
að taka á móti henni.
Eyþór Fannar Sveinsson
Höfundur skipar 3. sæti
ByggðaListans