Feykir


Feykir - 04.05.2022, Qupperneq 10

Feykir - 04.05.2022, Qupperneq 10
Var nýlega að lesa bókina Hús og híbýli á Hvammstanga eftir Þórð Skúlason og kvað Víst mun þetta Þórðar verk þykja gott til fanga. Hér er fengin heimild merk um húsin öll á Tanga. Heyrði talað um tvo fyrri tíðar menn og ósamskipti þeirra og orti Þótt þeir væru systrasynir samt voru þeir í engu vinir. Halli með þunga þráfalt blés ef það var minnst á hann Jóhannes. Orti að gefnu tilefni um viðhorf sumra manna Ein er skoðun íhaldsmanna, allt sem sérgæskuna ver. Trúarjátning Thorsaranna telst þá löngum skila sér. Varð hugsað til óblíðra örlaga hæfileikamanns og kvað Andrés Björnsson úti varð, ólán blés að kauni. Örendur lá fyrir utan garð, einn í köldu hrauni. Stundum eiga menn erfitt með að setja sig inn í aðstæður liðins tíma Að líta á það sem liðið er er lengra en við höldum, þegar sögusviðið er sveipað skuggatjöldum. Varð hugsað til Ísleifs seka frá Breiðavaði og örlaga hans Ísleifs breytni sögð var sú síðust, vil ég halda, létt hann stökk af Löngubrú með lóð í djúpið kalda. Kvað til vinar sem virtist haldinn bölmóði Meðan lífið mætir þér mundu hvað er sannast, að reyna í öllu í heimi hér að hugsa um það að mannast. Varð hugsað til góðrar vinkonu og kvað: Þegar vorsins veröld rís vafin græna kjólnum, sæl mun fagna sólardís Sigríður á Hólnum. Orti eitt sinn af sannri virðingu fyrir húnvetnskri bóndakonu Þó að margt á móti blési manndóms dyggðin sýndi ei lát. Sesselja í Sauðanesi setti breskan hroka í mát. Gekk fram hjá húsinu Lundi á Skagaströnd og kvað Stæltur karl með styrk í mund stöðuglega jók sitt pund. Gerði út við opin sund Óli norski og byggði Lund. Stundum leiðir hugsunin mann inn í einhverja þjóðlega upphafningu sem hjálpar til við að glöggva manni sýn á það sem kalla mætti sönn lífsverðmæti : Dansa lífs við draumaþrá dætur lands og synir. Inn í hugann anda þá allir horfnir vinir. Eftirfarandi vísa varð svo til nýlega um hádegisbil á göngu inn með sjó Yfir landi og silfursæ sólin bál sitt kyndir. Gamalt fólk í gömlum bæ gleðst við lífsins myndir. Ritað á Skagaströnd 10. apríl 2022. Rúnar Kristjánsson Rúnar Kristjánsson Blaðskellur og blómleysur SAMEIGINLEGIR FRAMBOÐSFUNDIR TIL KOSNINGA Í SAMEIGINLEGU SVEITARFÉLAGI AKRAHREPPS OG SVEITARFÉLAGSINS SKAGAFJARÐAR VERÐA: Miðvikudaginn 4. maí: Á KK Restaurant á Sauðárkróki kl. 20:00 Fimmtudaginn 5. maí: Í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð kl. 20:30 Sunnudaginn 8. maí Í Höfðaborg á Hofsósi kl. 20:00 Kokkur ársins 2022 Kristinn Gísli í öðru sæti Króksarinn og eðalkokkurinn Kristinn Gísli Jónsson varð í öðru sæti í keppninni Kokkur ársins 2022 sem fram fór í Ikea sl. laugardag. Rúnar Pierre Henriveaux hlaut nafnbótina Kokkur ársins og Gabríel Kristinn Bjarnason landaði þriðja sætinu. Á Veitingageirinn.is segir að keppnin hafi verið æsispennandi en hún fór fram í sérútbúnum keppniseldhúsum í miðri verslun IKEA en um það bil 10.000 gestir kíktu á keppnis- svæðið. Afar mjótt var á munum í keppninni þar sem Rúnar var með 254,7 í heildarstig, Kristinn með 254,1 stig og Gabríel með 251,5. Keppendur elduðu þriggja rétta máltíð fyrir dómarana en dregið var um í hvaða eldhúsi þeir kepptu í úrslitakeppninni en sá fyrsti byrjaði að elda kl. 11, sá næsti fimm mínútum síðar og svo koll af kolli. Sama var uppi á teningnum þegar keppendur skiluðu fyrsta rétti, en eldhús 1 skilaði kl. 16:00 og svo næsti fimm mínútum síðar o.s.frv. Áhorfendur og viðskiptavinir Ikea sem áttu leið fram hjá keppniseldhúsunum gátu dottið í lukkupottinn og fengið að smakka af réttum meistaranna þegar keppendurnir skiluðu af sér réttum, segir í frétt Veit- ingageirans. Það er Klúbbur matreiðslu- meistara sem hefur veg og vanda af keppninni. /PF Frjálsíþróttamót UFA og Norðlenska Sigursælir Húnvetningar Akureyrarmót UFA og Norðlenska var haldið í Boganum laugardaginn 23. apríl sl. Boðið var upp á þrautabraut fyrir 9 ára og yngri, en keppt var í flokkum frá 10-11 ára upp í karla- og kvennaflokk. Fjöldi kepp- enda kom af Norðurlandi vestra og átti USAH 42 keppendur, en keppendur sambandsins unnu flest verðlaun liða á mótinu. Á Facebook-síðu frjáls- íþróttadeildar Hvatar á Blönduósi kemur fram að frá þeim hafi komið 30 keppendur sem kepptu undir merkjum USAH. „Ellefu vaskir krakkar 9 ára og yngri kepptu í þrauta- braut sem var fjölbreytt og skemmtileg að vanda og 19 krakkar á aldrinum 10-16 ára spreyttu sig í hinum ýmsum greinum. Umf. Hvöt hreppti 34 verðlaun, 16 gull, 11 silfur og 6 brons. Gaman að segja frá því að Steinunn Hulda og Berglind Birta fóru norður á föstudeginum með 13 krakka. Byrjað var að fara á æfingu í blíðskapar veðri á útivelli UFA, þá var skolað af sér í sundlaug Akureyrar en þar voru farnar ófáar ferðir í rennibrautirnar. Því næst var skundað í hlaðborð á Verksmiðjunni og endað á náttstað. Á laugardeginum var brunað í Bogann og deginum varið þar við að keppa, að móti loknu var fengið sér að borða á Lemon og brunað heim. Allir þreyttir og sælir," segir í færslu frjálsíþróttadeildar Hvatar en þar er hægt að sjá fleiri myndir úr ferðinni til Akur- eyrar. Keppendur af Norðurlandi vestra frá USAH, Kormáki og UMSS voru einkar sigursælir en á Feyki.is er hægt að nálgast úrslit mótsins. /PF Verðlaunahafar á keppninni um Kokk ársins 2022. F.v. Kristinn Gísli Jónsson, Rúnar Pierre Henriveaux, og Gabríel Kristinn Bjarnason. MYND: Veitingageirinn.is 10 17/2022

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.