Feykir


Feykir - 04.05.2022, Qupperneq 12

Feykir - 04.05.2022, Qupperneq 12
Vegabætur á Norðurlandi vestra Brúarstæðið á Laxá í Refasveit Brúarstæðið er í landi Kollugerðis sem tilheyrir nú Syðra-Hóli litlu neðar en gamla Lestarvaðið sem var alfaraleið fyrir tíma allrar brúagerðar. Gamla brúin, sunnan við Syðra-Hól við svonefndan Rana, var í notkun fram yfir 1970 í miklum halla og með erfiða aðkomu og illfær í snjóum og hálku. Mikill farartálmi á vetrum. „Nýja brúin“ er litlu austar gríðarlega há, einbreið, og með miklum halla til norðurs. Mörgum þótti þetta misheppnað mannvirki en flestir hafa varann á sér er þeir fara um þessa brú sem enn er í notkun. Brúarstæðið við Lestarvaðið þótti á sínum tíma allt of dýrt enda mikil veglagning sem því fylgir. Nú eru breyttir tímar. Fyrir röskum 30 árum stóð valið á milli hafnargerðar á Blönduósi og nýs vegar til Skagastrandar um Blöndu- bakka með verulegri vegstyttingu milli staðanna. Hugmyndafræðin var öflug höfn á Skagaströnd og atvinnuskapandi úrvinnsla sjávarafla meðal annars á Blönduósi. Höfnin á Blöndu- ósi var byggð en veglagningin beið í rösk 30 ár. Nú hillir undir nýjan veg. /Hörður Ingimarsson Mynd tekin 20. apríl á síðasta vetrardegi 2022. MYND: HING 9. OG 10. MAÍ Sigurður Albertsson, alm. skurðlæknir 19. OG 20. MAÍ Orri Ingþórsson, kvensjúkdómalæknir 23. TIL 25. MAÍ (NOKKRIR LAUSIR TÍMAR 25. MAÍ) Bjarki Karlsson, bæklunarskurðlæknir Tímapantanir í síma 432 4236 Sérfræðikomur í maí 2022 www.hsn.is Ásta Bryndís sýnir í Gallerí Hún listamaðurinn. Sigurlaug seg- ist hafa rýmt einn stóran vegg í búðinni og er uppbókað á honum út ágúst eins og áður segir en ef einhverjir listamenn hafa áhuga þá er laust í október og nóvember. /PF Sýning númer tvö hjá okkur Síðastliðinn laugardag opnaði listamaðurinn Ásta Bryndís Sveinsdóttir frá Egilsstöðum málverkasýningu í Gallerí HÚN í Húnabúð á Blönduósi. Ásta Bryndís var á staðnum ásamt fjallhressum systrum sínum sem mættar voru af þessu tilefni. „Ásta Bryndís er með sína fyrstu málverkasýningu, sölusýn- ingu, hér í Húnabúð og er sýning númer tvö hjá okkur,“ segir Sigurlaug Gísladóttir eigandi Húnabúðar. Sigurlaug hvetur fólk til að koma á sýninguna sem verður opin út maí en þá kemur nýr listamaður og verður út júlí en í ágúst kemur svo þriðji Við opnun málverkasýningar Ástu Bryndísar í Gallerí HÚN sl. laugardag. MYND: FB HÚNABÚÐ Siturðu á grein? Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is 12 17/2022 Í nútímasamfélagi hefur ákveðinn hluti samskipta og þjónustu færst yfir á netið og samfélagsmiðla og fréttir eru aðgengilegar allan sólarhringinn á netmiðlum. Símar og spjaldtölvur gegna stærra og stærra hlutverki í daglegu lífi okkar og sífellt bætast við nýjar leiðir til samskipta og fréttaflutnings. Þetta er gjörbreyttur veruleiki frá því samfélagi sem eldra fólk ólst upp við og lifði við á fullorðinsárum sínum. Sjálfur er ég 45 ára og ólst upp við sveitasíma fyrstu ár ævinnar en svo tók sjálfvirki síminn við, og við þekkjum framhaldið. Breytingarnar eru ótrúlega miklar á ekki lengri tíma. Þó svo að meirihluti eldra fólks eigi tölvur eða snjalltæki og noti reglulega þá upplifa sum þeirra aukna einangrun meðal annars vegna þessara samfélagsbreytinga. Sumt eldra fólk getur ekki nýtt tæknina eða þá möguleika sem henni fylgja og verður þá af afþreyingu, samskiptum við fjölskyldu og vini og getur ekki nýtt sér þá þjónustu sem möguleg er á netinu. Ný námskeið í tæknilæsi fyrir eldra fólk Í kjölfar útboðs Ríkiskaupa, höfum við í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu undirritað samninga við átta fræðsluaðila um allt land um kennslu í tölvulæsi fyrir eldra fólk. Markhópurinn er fólk eldra en 60 ára sem vill þiggja námskeið í tæknilæsi á snjalltæki, eins og spjaldtölvur og snjallsíma. Um er að ræða sérsniðna kennslu sem hjálpar eldra fólki að nýta sér þjónustu og rafræn samskipti á netinu með það að markmiði að draga úr félagslegri einangrun, njóta afþreyingar á netinu og auka notkun á þjónustusíðum. Námskeiðin fela þannig í sér kennslu í notkun rafrænna skilríkja og vefsíðna sem nota þau, heimabanka, netverslun og fræðslu vegna samfélagsmiðla og efnisveitna. Þá verður farið yfir notkun á tölvupósti og önnur rafræn samskipti. Námskeiðin verða haldin víða og í hverjum landshluta. Gengið hefur verið frá samningi við Farskólann – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra sem mun annast námskeið á svæðinu. Drögum úr einangrun eldra fólks Ekkert kemur í staðinn fyrir bein samskipti við fólk, en nútímasamfélag býður upp á svo marga fleiri og gefandi samskiptamáta, auk allrar þeirrar þjónustu, frétta og fróðleiks sem hægt er að sækja með nýrri tækni, og geta létt okkur lífið. Það er mikilvægt að draga úr einangrun og einmanaleika fólks og ég hvet fólk eindregið til að nýta sér þessa þjónustu til að öðlast meiri færni á tækniöld nútímasamfélags. Ég hlakka til að sjá viðbrögðin og hvernig við getum lært af þessu verkefni til að draga enn frekar úr félagslegri einangrun eldra fólks. Guðmundur Ingi Guðbrandsson Félags- og vinnumarkaðsráðherra AÐSENT | Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Frá sveitasíma til snjalltækis

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.