Feykir


Feykir - 08.06.2022, Síða 6

Feykir - 08.06.2022, Síða 6
Um helgina verður opið hús í gamla barnaskólanum við Freyjugötu á Sauðárkróki sem nú hefur fengið nýtt hlutverk þar sem búið er að innrétta glæsilegar íbúðir sem brátt fara á sölu. Það er Landmark fasteignamiðlun sem sér um söluna en þar eru meðal eigenda hjónin Monika Hjálmtýsdóttir og brottflutti Króksarinn Júlíus Jóhannsson. Feykir settist niður með þeim og forvitnaðist örlítið um málið. Í heildina eru íbúðirnar 13 að tölu frá 48 m2 að stærð upp í 108 m2 og verða þær afhentar í tveimur áföngum. Nú hafa sjö íbúðir verið auglýstar til sölu sem staðsettar eru í eldri byggingunni, ein stór íbúð og sex minni og allar fullbúnar. Inngangur er um sameiginlegt anddyri að norðan en sér inngangur í hverja íbúð af svölum sem klæddar eru glerveggjum og skýla væntan- lega vel fyrir norðanáttinni. Í húsinu er lyfta og geymslur sem fylgja öllum eignum. Sú breyting verður líka að barnaskólinn við Freyjugötu verður í framtíðinni fjölbýlis- húsið við Sæmundargötu 2a. „Við erum gríðarlega stolt af því að útibú Landmarks á Sauðárkróki hafi skrifað undir einkasölu við Friðrik A. Jónsson ehf. verktaka um sölu á Sæmundargötu 2a. Það sem okkur finnst virkilega gaman að sjá er hvað bærinn hefur þróast gríðarlega mikið síðan Íbúðir í gamla barnaskólanum á Króknum í sölu Nýtt og glæsilegt hús á traustum grunni Ari Freyr Ólafsson, yfirsmiður, og Júlíus Jóhannsson, fasteignasali, fyrir utan gamla innganginn í barnaskólann. Nú hefur húsið fengið nýtt hlutverk og er allt hið glæsilegasta. MYND: PF við hófum starfsemi hér fyrir átta árum. Við vorum spennt fyrir því að fá að taka þátt í þessu verkefni, í fyrsta lagi út af sögunni, hér gekk ég í skóla og er tengingin því mjög sjarmerandi og í öðru lagi finnst okkur verktakinn leggja allan sinn metnað í að gera bygginguna glæsilega. Það er heiður á fá að vera þátttakandi í verkefninu sem að mestu leyti heimafólk kemur að,“ segir Júlíus og einlægnin leynir sér ekki þegar hugurinn leitar á heimaslóðirnar. Monika tekur undir og segir það líka spennandi að koma að svona nýbyggingar- verkefni sem ekki gerist á hverjum degi á þessu svæði. „Það eru margir sem bíða spenntir eftir að sjá þetta verða að veruleika. Byggingin fer í sölu í tveimur áföngum en nú erum við að fara af stað með þann fyrri þar sem sjö íbúðir fara í sölu og svo mun seinni áfanginn, þar sem gamla íþróttahúsið var, fara í sölu á næstu mánuðum.“ Þau eru sammála um að uppbyggingin hafi verið vel framkvæmd og margt til fyrirmyndar líkt og hiti í gólfum, hleðslustaurar fyrir rafmagnsbílinn og hver íbúð með sérmerkt bílastæði svo ekki þarf að þrasa um hvar bílnum verði lagt þann daginn, en svo eru önnur stæði í sameign. Mikill áhugi á íbúðunum „Byggingarframkvæmdin er mjög vönduð og mikið lagt í íbúðirnar sem skilast fullbúnar,“ segir Monika og bendir á að íbúðirnar séu afar bjartar og fallegar, með hljóðdempandi plötum, í lofti og veggjum sem bæta hljóðvist og að húsið sé álklætt og því viðhaldslétt. Þá er lyfta í húsinu sem gerir þeim sem eiga erfitt með gang auðveldara um vik að fara um og mjög gott aðgengi að öllum íbúðunum. „Við höfum þegar fengið talsvert af fyrirspurnum um eignirnar og finnum að það er almennt mikill áhugi. Þegar kemur að sölunni verður farið eftir ákveðnum leikreglum hvað tilboðsgerðina varðar. „Eignirnar koma í sölu á tilteknum degi og þær sýndar á öðrum,“ segir hún en það er einmitt nú um helgina 11. og 12. júní. „Fólk kemur og skoðar og ef það vill gera tilboð hefur það frest fram á einhvern ákveðinn dag en þá skulu öll tilboð vera komin inn og eftir það mun verktakinn taka afstöðu til innkominna tilboða. „Við vitum ekki hvernig viðbrögðin verða en við búumst við miklum áhuga fólks. Ég tel að mörgum muni þykja eftirsóknarvert að komast í nýja og fallega íbúð sem mun ekki kalla á neitt viðhald á næstu árum. Ég er sannfærð um að þetta verkefni muni hafa jákvæð áhrif á fasteignamarkaðinn á Sauðárkróki,“ segir Monika. Það hefur mátt greina mikla ánægju bæjarbúa með framkvæmdirnar á gamla skólanum og í hvaða búning hann er nú kominn. Minningar þeirra er gengu í skólann streyma fram og skólastofurnar birtast ljóslifandi í minningunni en þær er greinilega hægt að staðsetja í nýju íbúðunum ásamt kennarastofunni og fleiri herbergjum. „Já minningarnar eru margar úr þessum skóla. Mér finnst frábært að húsið hafi ekki verið rifið og sagan þar með þurrkuð út. Þetta er svo dýrmætt fyrir bæinn og bæjarbúa,“ segir Júlíus og nefnir ýmis spaugileg atvik sem hentu hann á skólalóðinni og á skrifstofu skólastjóra. Segir hann að í stærstu íbúðinni sé einmitt kennarastofan og hjónaherbergið er þar sem skrifstofa skólastjóra var forðum daga. Landmark Eins og fram kemur í inngangi greinarinnar er það Landmark fasteignamiðlun sem sér um sölu íbúðanna í gamla barnaskólanum. Þau Júlíus og Monika eru þar eigendur, ásamt fjórum öðrum, en Kaupsýsluna fasteignasölu starfræktu þau í átta ár áður en hún sameinaðist Landmark árið 2020 en sú miðlun hefur starfað frá árinu 2010. Höfuð- stöðvarnar eru í Hlíðarsmára í Kópavogi en svo eru útibú á Sauðárkróki og á Ísafirði. „Þetta er heimþráin í okkur, ég elska að hafa tenginguna hingað og án þess að ég vilji vera hádramatískur þá tosa taugarnar í mig,“ segir Júlíus og Monika samsamar því og segir gaman að koma á Krókinn. „Ég hef sagt við Júlla að þetta eigi eftir að enda með flutningum. Við erum farin að lifa okkur ansi mikið inn í samfélagið, höfum náttúrulega verið á kafi í Tindastólsdramatíkinni í körfunni. Mér finnst ég orðið tilheyra samfélaginu sem er yndisleg tilfinning, ég borgar- barnið! Ég sem hef aldrei búið úti á landi, fæddist í Gautaborg og hef síðan átt lögheimili í Reykjavík allar götur síðan. Það var ekki markviss ákvörðun að fara að vinna hér á Króknum, þetta þróaðist bara þannig. Tengslanetið okkar er mjög sterkt hérna, en fyrst vorum við eingöngu að selja fasteignir á höfuðborgar- svæðinu fyrir brottflutta eða þá sem áttu eignir í bænum. Svo byrjaði þetta á einhverjum einum sem spurði hvort við gætum selt húsið hans á Króknum. Síðan vatt þetta upp á sig án þess að frumkvæðið væri okkar. En svo smátt og smátt hefur þetta aukist, við fórum að sækjast eftir því að dvelja hér í Skagafirðinum fagra og staðan er orðin þannig að við þekkjum markaðinn hér vel,“ segir Monika í lokin. VIÐTAL Páll Friðriksson Nýtt hús á gömlum grunni, Sæmundargata 2a. MYNDIR: PF Hjónin og fasteignasalarnir Monika Hjálmtýsdóttir og Júlíus Jóhannsson. MYND: AÐSEND 6 22/2022

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.