Feykir


Feykir - 08.06.2022, Page 8

Feykir - 08.06.2022, Page 8
 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Ingólfur Ómar sem byrjar þáttinn að þessu sinni og er þar að yrkja svo fallega um sumarnóttina. Nú blikar yfir sundum sólarlagsins glóð, og sumarþeyrinn leikur blítt um vanga. Og lindin silfurtæra í lautu streymir hljóð. og litfríð blóm í hlíðarbrekku anga. Ég lofa vil þig ljúfa sumartíð er landið fagurt skartar grænum feldi. Því sumarnóttin bjarta er seiðandi og blíð í sólroðans glóandi eldi. Ekki hallast hagmælskan með þessu innleggi frá Pétri Stefáns. Af alskyns kveðskap yndi hef andans dafna glóðir. Ennþá breiða íslensk stef yl á freðnar slóðir. Frá liðnum stormavetri verður þessi til. Væla og orga veðrin stinn vex hér sjávaralda. Vekur harður veturinn veðrið ísa kalda. Glatt verður framundan hjá Pétri ef þessi fróna ósk hans gengur yfir. Bölvuð feigðin fjarri er fátt mér veldur ekka. Ég vil lifa og leika mér liggja víf og drekka. Það er Rakel Bessadóttir áður húsfreyja á Þverá í Norðurárdal sem yrkir svo fallega á vordögum. Vertu hingað velkomin vina, um lyng og móa við það yngjast ég mig finn ef að syngur lóa. Þú hefur oft, það segi ég satt sungið ljóð í haga og margan dapran getað glatt gleðisnauða daga. Ein vísa kemur hér í viðbót eftir Rakel og er þar á ferð auðskilin hringhenda sem mun reyndar vera ort að vetri, þegar glitta fer til vorsins. Aftur skánar er mín trú eyðist fáninn svartur. Því að gljána gyllir nú geislinn mánabjartur. Ágætur hagyrðingur Jón Stefánsson að nafni mun hafa flutt til Vesturheima um fyrri hluta síðustu aldar. Var hann þekktur fyrir vel ortar hringhendur, mun hann hafa viljað lýsa lífshlaupi sínu með þessari upphafs vísu. Flýja ylinn flemt er mér frá er skilin blíða, út í bylinn hríðar hér hrekst ég til að stríða. Á miðri ævileiðinni verður þessi til.. Vísnaþáttur 809 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) bladamadur@feykir.is Einn ég rogast enn í dag öfund logann bálar, menn ei toga mér í hag mínar vogaskálar. þegar fer að halla á ævina verður þessi til. Ský á mána skugga ber skór að tánum kreppir, leið yfir ána lítt fær er lítið skánar fyrir mér. Þegar fer að nálgast síðustu andartökin verður þessi til. Blundinn festa brátt ég fer böli fresta um síðir. Listin mesta lífsins er líf, sem flest við stríðir. Mikil tíðindi þóttu þegar bílar fóru að líta dagsins ljós hér á skerinu. Þótti orðið bíll eitthvert vafasamt klám frá danskinum og komu fram ýmsar nafngiftir á farartækið, einn af þeim sem eignaðist einn slíkan lagði til hugmynd að nafni í eftirfarandi vísu. Veit því miður ekki nafn á höfundinum. Þó á malar vondum veg velting illan finni, út um hérað hristist ég í hjólaruggu minni. Í hinum helgu bókum er varað við því að drýgja syndir. Jakob Thorarensen útskýrði sitt sjónarmið svo. Oft er lífsins úfinn mar ást og hatri ei lyndir. Eina leið til auðmýktar er að drýgja syndir. Það mun hafa verið í júní á ónefndu vori sem ferðamenn á Hornströndum tilkynntu um að ísbjörn léki þar lausum hala. Til stuðnings sínum málflutningi sýndu þeir digran kúk sem örugglega væri frá ísbirni kominn. Við nánari rannsókn kom síðar í ljós að þar munu stórvaxnir fuglar verið að hægja sér. Kristján H. Theodórsson gat komið þeim tíðindum fyrir í fjórum línum. Hafa á ströndum tíðum tórt tillitslausir fuglar. Keppast við að kúka stórt það kappa margan ruglar. Góði vísnavinur Magnús á Selfossi spyr þessi tíðindi og yrkir svo. Stönsuðum við bjarnarból burstaðir skór og fægðir. Enginn sér við Arnarhól svo undarlegar hægðir. Gott er að leita þá til Óskars í Meðalheimi með lokavísu þessa þáttar. Við skulum ekki á vinafund vera alltof sparir kemur hinsta kveðjustund kannski fyrr en varir. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 AÐSENT | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á sjávarútvegsmálum enda kannski ekki skrítið búandi á Vestfjörðum þar sem birtingarmynd af ranglæti kvótakerfisins hefur verið hvað sterkust í gegnum árin og voru þættirnir um Verbúðina að rifja ágætlega upp þá sögu. Stórir samráðshópar Ég fór í mikla þverpólitíska vinnu á síðasta kjörtímabili við að gera breytingar á strandveiðikerfinu ásamt ýmsum ráðstöfunum sem gögnuðust sjávarbyggðunum og minni útgerðum og hefði gjarnan viljað að haldið yrði áfram á þeirri braut. Ég þekki vel til vinnu í stórum samráðshópum um fiskveiðistjórnarkerfið eins og þeim sem settur var á fót árin 2009 til 2012 þar sem útkoman var fjöldi sérálita og bókana og frumvarp sem endaði í skrúfunni í lok kjörtímabilsins. Hverjir vilja engu breyta Það eru ekki bara stórútgerðirnar sem vilja engar breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu heldur eru það líka fjármálafyrirtækin sem setja stólinn fyrir dyrnar með veðsetningu í auðlindinni þetta vitum við sem höfum setið í slíkum nefndum og glímt við þessi mál á þingi. Ég hefði gjarnan viljað sjá að nýttar væru allar þær skýrslur og upplýsingar sem nú þegar liggja fyrir með aðkomu allra flokka og ótal sérfræðinga og hafist yrði handa við að gera þær breytingar strax sem blasir við að gera þurfi. Hefjast handa á fyrirliggjandi upplýsingum Þar má nefna t.d. að koma útgerðum undir kvótaþakið og nýta og efla félagslega hluta kerfisins markvisst til þeirra sem því var ætlað að nýtast í upphafi, taka á endurvigtun, brottkasti og kvótabraski, að þeir borgi veiðigjöld sem leigi frá sér kvóta og koma á leigupotti ríkisins fyrir kvótalitlar útgerðir eða kvótalausar og skylda hluta afla á uppboð á fiskmarkaði og að innlendar fiskvinnslur hafi forgang í að bjóða í fisk sem seldur er óunninn úr landi svo tekin séu nokkur brýn dæmi. Því miður er það lenska í íslenskum stjórnmálum að ætla alltaf að finna upp hjólið í stað þess að skipta strax um þá hlekki í keðjunni sem ónýtar eru. Sporin hræða Sporin hræða um útkomu úr stórum nefndum um heildarendurskoðun á fiskveiðistjórnarkerfinu þó markmiðin séu göfug þá eru þau vörðuð ótal pyttum og ekki miklar líkur á að hægt verði að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvað þarf til svo skapa megi meiri sátt um fiskveiðistjórnarkerfið til framtíðar, nema að það yrði þá minnsti samnefnari sem litlu skipti eða eingöngu hækkun veiðigjalda og engin kerfisbreyting. Tíminn til aðgerða er skammur Tíminn er takmörkuð auðlind og brýnt er að nýta hann vel í þágu þeirra sem órétti eru beittir í ranglátu kvótakerfi sem er að festa sig enn betur í sessi eftir því sem árin líða. Tryggja þarf atvinnurétt og atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggðanna og koma í veg fyrir enn meiri samþjöppun í greininni og auðsöfnun fárra. Tryggja þarf sameign þjóðarinnar í stjórnarskrá og að greinin skili þjóðinni sanngjarnri rentu af sameiginlegri auðlind með sjálfbærri nýtingu að leiðarljósi. Lilja Rafney Magnúsdóttir Varaþingmaður VG NV kjördæmi Tíminn er takmörkuð auðlind! 8 22/2022

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.