Feykir


Feykir - 08.06.2022, Qupperneq 9

Feykir - 08.06.2022, Qupperneq 9
Stækkandi samfélag, aukin jákvæðni og samheldni. ÁSKORANDAPENNINN | bladamadur@feykir.is Ég er fædd á Sauðárkróki og átti heima mína fyrstu mánuði á Tyrfingsstöðum á Kjálka í Skagafirði. Á Sauðárkróki ólst ég upp og fór út til Sviss á 18. afmælisdaginn minn. Að vera alin upp í kaupstað í nánum tengslum við sveitina og hafa prófað að búa erlendis, hefur kennt mér víðsýni sem ég hef búið að alla mína ævi. Menningin, nálægðin og tengslin sem ég ólst upp við hefur gefið mér styrk og þor í gegnum tíðina. Það að þora, hafa metnað og vilja til þess að verða eitthvað var minn drifkraftur. Sennilega er hann þarna einhvers staðar ennþá. Eftir að ég kom frá Sviss fór ég í matreiðslunám til Reykjavíkur en kom þó aftur stuttan tíma til Sauðárkróks þar sem eldri sonur minn fæddist. En ég vildi aftur suður að klára það sem ég byrjaði á sem ég og gerði. Eftir að hafa átt heima á stór- Reykjavíkursvæðinu í 25 ár kom ég aftur norður þá einnig búin að mennta mig til kennara. En ekki alla leið í Skagafjörðinn heldur í Austur-Húnavatnssýslu í Bólstaðarhlíð. Var ég margspurð af Skagfirðingum hvort það væri ekki erfitt að vera þarna öfugu megin við sýslumörkin. Reyndin er sú að samfélagið er meira og minna að verða að einni heild a.m.k. í mínum huga. Sveitarfélög eru að sameinast og rekstur ýmiss konar þjónustu hefur runnið saman með alls kyns samstarfi meðal sveitarfélaga og fyrirtækja. Við þegnar samfélagsins þurfum ekkert alltaf að vera sammála en umfram allt þurfum við að vera sjálfum okkur samkvæm. Í raun vilja allir sjá samfélagið sitt vaxa og dafna. Við viljum vera samfélag sem börnin okkar vilja búa áfram í, skapa tækifæri og þá möguleika á atvinnutækifærum sem þeim hugnast. Breytingar taka á en langoftast má nýta þær til hagsbóta og framfara. Sá lærdómur sem ég hef dregið af lífinu í bæ, borg og í sveit hefur kennt mér að því betur sem náunganum vegnar, því betri verða tækifærin fyrir alla þegna samfélagsins. Ef okkur langar til að gera eitthvað, látum verða af því. Stöndum ekki í vegi fyrir auknum tækifærum með öfund, reynum heldur að fagna nýjum hugmyndum og skrefum, hvoru megin sýslumarkanna sem við erum. Oft kemur það ekki í ljós fyrr en löngu síðar hvort hugmyndir og tækifæri lifa áfram eður ei. Það hefur verið gaman að sjá miklar og jákvæðar breytingarnar hér fyrir norðan og ég hlakka til að sjá hvernig okkur tekst til í náinni framtíð. - Ég skora á Önnu Margréti Sigurðardóttur að taka við pennanum. Freyja Ólafsdóttir brottfluttur skagfirðingur Freyja Ólafsdóttir. MYND AÐSEND Við óskum sjómönnum til hamingju með daginn VÉLAVERKSTÆÐI HOFSÓSI Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur í meirihluta Skrifað var undir meirihluta- sáttmála Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar í þann 3. júní sl. Athöfnin fór fram í Kakalaskála að Kringlumýri í Blönduhlíð. Í fréttatilkynningu frá meirihlutanum segir að ráðningarsamningur við núverandi sveitarstjóra, Sigfús Inga Sigfússon, verði endurnýjaður. Á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Skagafjarðar, sem fyrirhugaður er 13. júní nk., verður formlega skipað í nefndir þar sem fulltrúar allra flokka verða kjörnir sem aðalmenn/ áheyrnarfulltrúar, ásamt varamönnum. Á fundinum verður jafnframt tekin ákvörðun um nafn á sameinuðu sveitarfélagi. Gísli Sigurðsson og Einar E. Einarsson handsala meirihlutasáttmála Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðarí Kakalaskála. MYND: PF. Framsóknarflokkurinn (B) og Sjálfstæðisflokkurinn (D) gera með sér svofelldan sáttmála um meirihlutasamstarf um stjórnun nýs sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði kjörtímabilið 2022-2026. Eftir sameiningu sveitar- félagsins Skagafjarðar og Akrahrepps verður til nýtt samfélag sem hefur alla burði til að vaxa og eflast. Meginmarkmið næsta kjör- tímabils verður að styrkja grunnþjónustu og byggja upp innviði í héraðinu öllu, stuðla að jákvæðri þróun, fjölgun íbúa sveitarfélagins og eflingu atvinnulífs. Það er sú stefna sem flokkarnir ætla að beita sér fyrir á næstu fjórum árum. Gott samstarf við íbúa og atvinnulíf, aðra flokka í sveitarstjórn og starfsfólk sveitarfélagsins verða höfð að leiðarljósi í starfinu. /PF Meirihlutasáttmáli undirritaður í Skagafirði 22/2022 9

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.