Feykir - 26.10.2022, Blaðsíða 3
Sagt er frá því á vef Blönduóss að gamla Blöndu-
brúin, sem nú er göngubrú yfir í Hrútey, er lýst
með bleikum lit þessa dagana til stuðnings
árvekniátaki vegna krabbameins hjá konum.
Eru gestir og gangandi hvattir til að gera sér
ferð í Hrútey þegar farið er að dimma og líta
brúna augum en góð bifreiðastæði eru við
árbakkann þegar komið er til Blönduóss að
norðan, örskammt frá N1.
Á vefnum er minnt á að Hrútey er tilvalinn
útivistar- og áningarstaður. „Þar eru góðir
göngustígar og rjóður með bekkjum og borðum.
Þá er stutt til sjávar frá Hrútey eftir göngustíg
meðfram ánni. Gestum er bent á að fara um með
sérstakri gát við árbakkana.
Hrútey er umlukin jökulánni Blöndu. Hrútey
skartar fjölbreyttum gróðri. Mest ber á trjágróðri
og lyngmóum. Birki og stafafura er áberandi en
ýmsar aðrar trjátegundir þrífast ágætlega. Fjölda-
margar aðrar tegundir plantna eru í eyjunni.
Fuglalíf er auðugt og gæsin á griðland þar ásamt
öðrum fuglum.“
Svæðið er opið almenningi en fylgja ber
reglum um umferð og afnot. Hægt er að skoða
fleiri myndir af gömlu Blöndubrúnni í bleikum
bjarma á Facebook-síðu Róberts Daníels. /ÓAB
Bleikur október
Gamla Blöndubrúin í bleikum bjarma
Í bleikum bjarma. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON
Í síðasta Feyki urðu þau
skondnu mistök að rangt var
farið með nöfn í einum
myndatexta sem fylgdi viðtali
við Berglindi og Jóhönnu,
höfunda Þytur í laufi –
Villimenn og villtar meyjar.
Þar stóð að Kristján
Jónsson og Auður Björk séu á
mynd úr Pungum og
pelastikki, sem sýnt var fyrir
fimm árum, en myndin er
alls ekki af þeim heldur
systkinunum í Brekkukoti
þeim Sigmundi og Sæunni
Jóhannesbörnum. Viðkom-
andi eru beðin afsökunar á
þessu. /PF
Leiðrétting
Simmi og Sæunn í
Pungum og pelastikki
Eins og glöggir lesendur sjá eru þau Simmi og Sæunn hér í Pungum og pelastykki
en ekki Auður og Kristján. MYND AF FB.
40/2022 3