Feykir


Feykir - 26.10.2022, Blaðsíða 8

Feykir - 26.10.2022, Blaðsíða 8
 Heilir og sælir lesendur góðir. Gott er enn að leita í bréf frá Pétri Stefáns með vel gerðar haustvísur. Frekar andar úti kalt engum grand þó vinni. Haustsins fjandi út um allt er á gandreið sinni. Haustið kallar háum rómi hrörna allur gróður fer. Tíðin hallar dauðadómi á dýrðleg vallar blómin hér. Næst þessi áttstikla frá Pétri: Norðanátt með útlit grátt eflir máttinn dag og nátt. Kyrjar sáttur kári dátt kuldaþáttinn býsna hátt. Að lokum þessi fallega frétt frá Pétri: Leik og fjör ég lifa við létt með geði rösku. Nú er ég í tuskið til tappann þríf úr flösku. Kunn var hér áður fyrr þessi ágæta vísa Eyjólfs Þorgeirssonar, bónda á Króki í Garði. Ekki hót ég að því finn upp þó rótir jörðu. Þú mátt brjóta Blesi minn beinin sóta hörðu. Önnur vel gerð hringhenda kemur hér næst, höfundur er Óskar Guðlaugsson, Hærukollsnesi. Alltaf svörin fyllstu fást fersk af vörum þínum, dreymin, ör og dulin ást deilir kjörum mínum. Haust hefur verið komið í hugann þegar Björn Schram orti þessa: Sjávar raust við sandinn gár svipar hraustum köllum. Komið er haust og kaldur snjár hvílir á austurfjöllum. Gaman hvað hringhendurnar sækja á hugann. Baldvin Jónatansson er höfundur að þessari: Hófagandur hlýða má hraustum branda njóti. Yfir sanda og ísa blá á Skjálfandafljóti. Sveinn Hannesson mun vera höfundur að þessari: Margt er haldið vænna en var vinagjaldið nauma. Undir faldi fegurðar fann ég kalda strauma. Alltaf gaman að rifja upp vísur Bjarna frá Gröf. Mun ég hafa á meyjum lyst meðan endist þrekið. Vísnaþáttur 818 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is Þrettán hafa heimavist í hjarta mínu tekið. Um næstu vísu er það að segja að ég man fyrir víst að hafa birt hana áður í þessum þáttum. Fann hana nú í drasli mínu og er höfundur hennar sagður Guðmundur D. Gunnarsson frá Hnjúkum. Oft er mínum aldna strák ofraun þar af sprottinn, að í mér tefla alltaf skák andskotinn og Drottinn. Er ég birti hana, fyrir margt löngu síðan, var hún talin eftir mann, að ég held á Skagaströnd sem mig minnir að hafi heitið Lárus. Birti ég þá einnig aðra vísu sem svar við þessari og var höfundur hennar Jón, þáverandi bóndi á Eyvindarstöðum í Blöndudal. Langar mikið að biðja lesendur um upplýsingar ef þeir kannast við þetta mál. Freistandi er nú næst að leita til Olla frá Hjaltabakka með upplifun. Mér er lífsins ljúft að njóta lifa fyrir vín og svanna. Þó í staðinn þurfi að hljóta þunga dóma Guðs og manna. Það er Markús Jónsson, á Borgareyrum, sem sendir þessi skilaboð til þeirra sem yngri eru: Þegar ellin styðst við staf stynur þreytt á beði, miðlaðu henni einhverju af æsku þinnar gleði. Hér áður fyrr var það venja að fólk flutti búferlum á vorin ef það á annað borð þurfti að skipta um jarðnæði. Var þá af ákveðinni matsnefnd framkvæmd svokölluð úttekt á jörðinni, gögnum hennar og gæðum. Við eina slíka úttekt mun sá góði hagyrðingur Kristinn Bjarna- son, bóndi í Ási í Vatnsdal, hafa ort svo: Álag vildi auka meir á þeim snilldar húsum. Eftir skildi fleina freyr fullt kúgildi af lúsum. Kannski hefur það verið við svipaða úttekt sem Sigurður Sigurðsson, frá Arnarholti orti svo: Lágt er þetta litla kot léleg þykir stofan. En héðan má samt hafa not af himninum fyrir ofan. Þá er til þess að taka að í þætti nr. 816 var ég illa gabbaður, þar sem mér var sagt að vísan; Geislinn hlakkar hlýju fá, hlíðar slakkar gilin, o.s.frv., væri eftir Pétur Jónsson frá Sléttu. Svo er alls ekki og hafa margir Skagfirðingar haft samband og fullyrt að hún sé eftir Jón Pétursson frá Nautabúi. Þakka ég þær upplýsingar. Verður þá ekki fleira á dagskrá nú. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 Skrítið hvað hlutir verða minni eftir því sem maður verður eldri. Eða kannski að minningin stækki allt og fegri. Í æsku minni var ekkert hús á Króknum stærra en Bifröst og þar gerðust ævintýri í töfraheimi leiklistar, kvikmynda og tónlistar. Í Bifröst voru haldnar glæsilegar matarveislur þar sem veisluborðin svignuðu og heilu grísirnir voru bornir fram með epli í kjaftinum. Og ekki má gleyma böllunum sem strákpollinn fékk ekki að kynnast nema svona rétt í upphafi þegar hann laumaðist inn í eldhús til ömmu til að kíkja á hvernig þeir eldri skemmta sér og sumir betur en aðrir. Bifröst var einn af leikvöllum mínum í æsku. Þar réði amma Ólína ríkjum þegar veislur voru haldnar. Græna herbergið var lagt undir enda eldhúsið of lítið. Kaj Jörgensen kom að sunnan enda snilldar matreiðslumaður og lagði tengdamömmu sinni lið. Snæja frænka, eiginkona Kaj, mætti og mamma Eva, Bidda frænka og Björn og auðvitað Gunni frændi. Og það gekk mikið á en pjakkurinn komst ekki undan því að skræla kartöflur og brjóta skurn af eggjum. Gunni frændi og Björn höfðu einstaklega gaman af því að gefa mömmu og Snæju sherrý í flöskutappa enda þurftu þær ekki meira til að byrja að hlæja líkt og þær væru orðnar unglingar á ný. Svo var Bifröst leikhús. Ninni breytti húsinu í undraheim þar sem Ísland fyrri tíma braust fram. Hersjúkrahús, japanskt tehús og fæðingarstaður Jesú birtust. Íslensk alþýðuheimili og stássstofa yfirstéttar, Gullna hliðið og íslensk örævi. Ekkert var Ninna ómögulegt. Oft réði pabbi ríkjum þegar sett voru upp leikrit en á stundum var meistari Gísli Halldórsson við stjórn. Gísli var sannfærður um að á Króknum væru margir af bestu leikurum landsins. ÉG veit að hann hafði rétt fyrir sér. Ég átti í ástarsambandi við leiklistargyðjuna í Bifröst og þar steig ég mín fyrstu skref á sviði ásamt Sveini Ólafssyni, æskuvini mínum. Með ÁSKORENDAPENNINN | palli@feykir.is Óli Björn Kárason brottfluttur Króksari Töfraheimur Bifrastar og pabbi ánetjaðist ég bíómyndum og lét fátt stoppa mig. Þau voru ófá skiptin sem mér tókst að laumast baksviðs til að horfa á bíómynd sem var bönnuð börnum. Ekki truflaði það mig að allt væri öfugt. En toppurinn var að fá leyfi Munda að koma upp í sýningarklefann í hléi. Það var sérstök viðurkenning sem var ekki í boði fyrir alla. Bifröst var sannarlega menningarhús. En leiksviðið hefur minnkað frá áæskuárunum, búningsherbergið er orðið að lítilli kytru, Græna herbergið tekur færri og salurinn hefur skroppið saman. En minningin lifir og leikvöllurinn – ævintýraheimurinn verður síst minni. - - - - Ég skora á litla bróður minn, Andra Kárason að taka sér penna í hönd og skrifa næsta pistli. Óli Björn Kárason. MYND AÐSEND okkur var lifandi geit sem við gerðum háða Kóki sem í þá daga fékkst aðeins með sykri. Á einni sýningunni missti ég tauminn og geitin slapp, stökk út í sal og olli usla meðal áhorfenda. Leikhúsið í Bifröst var lifandi leikhús þar sem allt gat gerst. Á sunnudögum var Mundi Valda Garðs kóngurinn í Bifröst og Bogga drottningin. Þriðjudagar og fimmtudagar voru einnig þeirra dagar. Líkt 8 40/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.