Feykir - 23.11.2022, Blaðsíða 3
Sérfræðikomur
í desember
5. OG 6. DESEMBER
Sigurður Albertsson
alm. skurðlæknir
Tímapantanir í síma 432 4236
Hvernig nemandi varstu? Von-
andi nokkuð skemmtilegur.
Hvað er eftirminnilegast frá
fermingardeginum? Þegar Bjarni
heitinn meðhjálpari á Sunnuhvoli
sat á fremsta bekk og reyndi að
taka okkur fermingarbörnin á
taugum með ýmsum geiflum og
glotti.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar
þú yrðir stór? Stefnuvottur.
Hvert var uppáhalds leikfangið
þitt þegar þú varst krakki?
Stór dráttarvél úr járni sem
Þröstur í Þormóðsholti sauð
framhásinguna undir.
Besti ilmurinn? Lykt af ný-
sprungnum flugeldum.
Hvar og hvenær sástu núverandi
maka þinn fyrst? Í Kaupfélaginu
í Varmahlíð, líklega um miðjan
fyrsta áratug þessarar aldar.
Hvað varstu að hlusta á þegar
þú fékkst bílprófið? System of a
Down, Guns N’ Roses, Metallica
og Nirvana.
Hvernig slakarðu á? Með því að
tala í símann.
Hverju missirðu helst ekki af í
sjónvarpinu? Tindastólsleikjum í
körfunni.
Besta bíómyndin? On Her
Majesty’s Secret Service með
George Lasenby, því hún útskýrir
karakter James Bond best af
öllum myndunum.
Hvaða íþróttamanni hefurðu
mestar mætur á? Binna Panther
(Brynjari Erni Guðmundssyni).
( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is
NAFN: Jóhannes Björn Þorleifsson.
ÁRGANGUR: Hinn goðsagnakenndi 1984 árgangur.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Unnusta og tvær dætur.
BÚSETA: 560 Varmahlíð.
HVERRA MANNA ERTU OG HVAR UPP ALINN: Er sonur frú Jónínu frá
Siglufirði og Þorleifs frá Þorleifsstöðum, þar sem ég er alinn upp.
STARF / NÁM: Er menntaður vélavörður og starfa sem ostalager-
maður í Mjólkursamlaginu.
HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Andlegur undirbúningur fyrir Jólamót
Molduxa 2022.
Jóki
Hvað gerir þú betur en allir
aðrir á þínu heimili? Skipti um
ljósaperur.
Hvert er snilldarverkið þitt í
eldhúsinu? Ofnsteiktur lamba-
hryggur.
Hættulegasta helgarnammið?
Mikið G og lítið T.
Hvernig er eggið best? Spælt
öðru megin.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í
fari þínu? Pirra mig helst til mikið
á óheiðarlegu fólki.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í
fari annarra? Óheiðarleiki.
Uppáhalds málsháttur eða
tilvitnun? If you’re going through
hell, keep going – Winston
Churchill.
Hver er elsta minningin sem
þú átt? Þegar við amma Dúdda
vorum að skera rabbarbara og
löggan bankaði upp á. Þeir voru
að leita að góðum sveitunga okkar
sem lögreglan átti eitthvað sökótt
við, en við gáfum ekkert uppi.
Þú vaknar einn morgun í líkama
frægrar manneskju og þarft að
dúsa þar einn dag. Hver værirðu
til í að vera og hvað myndirðu
gera? Donald Trump og ég myndi
ákveða að setjast í helgan stein.
Hver er uppáhalds bókin þín og/
eða rithöfundur? Byggðasaga
Skagafjarðar og uppáhalds
rithöfundurinn er Hjalti Pálsson.
Orð eða frasi sem þú notar of
mikið? Sko.
Hvaða þremur persónum vildirðu
bjóða í draumakvöldverð? Ég
þarf að velja fjóra. Alex á
Laugaveginum, Tobías í Úthlíð,
Eyþór í Holtsmúla og Óskar á
Skógarstígnum, þar sem ég hitti
þá á hverjum sunnudegi hvort
sem er og þeir venjast ágætlega.
Ef þú gætir farið til baka í tímann,
hvert færirðu? Ég færi upstate
í New York fylki árið 1969 á
Woodstock hátíðina. Mér skilst að
margir hafi skemmt sér þokkalega
þar
Hver væri titillinn á ævisögu
þinni? Þetta er búið.
Framlenging:
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél
og réðir hvert hún færi, þá
færirðu... til Tuscaloosa, Alabama
á college fótboltaleik.
Bucket list spurningin: Nefndu
eitthvað þrennt sem þér finnst þú
mega til að gera áður en þú gefur
upp öndina: Ganga á Akrafjallið,
Sólheimafjallið og Glóðafeykinn.Jóki. MYND AÐSEND
„Þetta gekk fínt og allir fóru út
ánægðir,“ segir Snjólaug Jóns-
dóttir, formaður Ungmenna-
sambands Austur-Húnvetninga
(USAH) en sambandið fagnaði
110 ára afmæli með glæsilegri
veislu á Blönduósi sl. fimmtu-
dag.
Gunnar Þór Gestsson, vara-
formaður UMFÍ, afhenti Snjó-
laugu viðurkenningarskjöld frá
UMFÍ í tilefni dagsins og sagði
stjórn, sjálfboðaliða og starfs-
fólk aðildarfélaga USAH hafa
tekist afar vel að vinna með
öðrum og efna til ýmissa
samstarfsverkefna. Svo vel hafi
tekist til að UMFÍ hafi á dög-
unum veitt sambandinu Hvatn-
ingarverðlaun fyrir verkefni
sem stuðlað hefur að góðu og
árangursríku samstarfi á milli
félaga á svæði USAH allt inn í
Skagafjörð.
Á Húni.is kemur fram að
tveir hafi verið sæmdir gull-
merki ÍSÍ og sex einstaklingar
silfurmerki ÍSÍ. Gullmerki
fengu þeir Guðmann Jónasson
og Jóhann Guðmundsson.
Guðmann fyrir óeigingjarnt
starf hjá Skotfélaginu Markviss
við uppbyggingu, þjálfun,
mótahald og stjórnarsetu ásamt
því að keppa fyrir hönd félags-
ins og átt sæti í landsliði Íslands.
Einnig hefur hann setið í stjórn
USAH sem varamaður og
meðstjórnandi. Jóhann fyrir
ritnefndarstörf vegna Húna-
vökuritsins í 50 ár ásamt öðr-
um störfum innan aðildarfél-
aga USAH.
Silfurmerki ÍSÍ fengu eftirtaldir:
Auðunn Steinn Sigurðsson
fyrir óeigingjarnt starf innan
USAH og aðildarfélaga þess.
Stjórnarsetu í USAH, Umf.
Hvöt og Golfklúbbnum ÓS.
Einar Stefánsson fyrir óeigin-
gjarnt starf hjá Skotfélaginu
Markviss við uppbyggingu
svæðisins, stjórnarsetu og að-
stoð við mótahald
Guðrún Sigurjónsdóttir fyrir
óeigingjarnt starf innan USAH
og aðildarfélaga þess, stjórnar-
setu í USAH ásamt stjórnarsetu
í Umf. Geislum.
Ingibergur Guðmundsson fyr-
ir óeigingjarnt starf innan
USAH og aðildarfélaga þess
ásamt ritnefndarstörfum og
síðar ritstjórastörfum vegna
Húnavökuritsins.
Jón B. Kristjánsson fyrir
óeigingjarnt starf hjá Skotfélag-
inu Markviss. Hann hefur sinnt
stjórnarstörfum, uppbyggingu,
nýliðaæfingum og mótahaldi
hjá félaginu ásamt því að keppa
fyrir hönd félagsins.
Páll Ingþór Kristinsson fyrir
ritnefndarstörf vegna Húna-
vökuritsins ásamt öðrum störf-
um innan aðildarfélaga USAH.
/ PF
USAH fagnaði 110 ára afmæli
Átta einstaklingar sæmdir
gull- og silfurmerki ÍSÍ
Gunnar Þór Gestsson, varaformaður
UMFÍ og Snjólaug Jónsdóttir, formaður
USAH. MYND: UMFI.IS
44/2022 3