Feykir


Feykir - 23.11.2022, Blaðsíða 2

Feykir - 23.11.2022, Blaðsíða 2
 Eins og langflestir hafa áttað sig á er Heimsmeistara- keppnin í knattspyrnu hafin í Katar og mætti þá ætla að sérhver fótboltaáhuga- uuu, -maður, -kona, -kvár, -mann- eskja, að gleðjast. En berin eru súr, svo rammandskoti súr að margir hafa látið að því liggja að þeir ætli ekki að horfa á einn einasta leik. Flestir ætluðu hvort sem er ekki að horfa á nokkurn leik. Þegar við hér á Landinu bláa „eigum samtal“ um jafnréttismál, réttindi samkynhneigðra, feðra- veldið fornfræga og hvort konur séu líka menn og þá hvort kvár sé þá einnig maður eða þá að við séum bara öll manneskjur, þá er erfitt að setja sig í spor þeirra sem höllum fæti standa í þeim málum í Arabaríkjum eins og Katar. Það hefur staðið í mörgum að annarri eins íþróttahátíð og heimsmeistaramót er skuli hafa verið ætlaður staður í landi eins og Katar, sem þekkt er fyrir alvarleg mannrétt- indabrot og ýmsa samfélagsglæpi sem flest, ef ekki öll, vesturveldi fordæma. Hvernig má það þá vera að mótið fari fram á þessum stað. Það er ekki eins og þetta hafi verið ákveðið í fyrra. Nei, það var gert árið 2010, fyrir tólf árum síðan þannig að heimsbyggðin hefur haft rúman áratug til að koma sínum skoðunum og mótmælum á framfæri. Á það hefur verið bent með góðum rökstuðningi að spilling hafi verið í spilunum og stjórnarmenn FIFA þegið mútur. En svona er staðan, boltinn rúllar í Katar, konur þurfa að láta lítið fyrir sér fara, samkynhneigðir bara helst ekki, og lítrinn af bjór kostar álíka og tunna af olíu. Og fyrst minnst er á olíu þá má geta þess að þriðju stærstu gas- og olíulindir heims má finna í Katar og eru þær metnar meiri en 25 milljarðar tunna. Þessar auðlindir hafa gert Katar að einu ríkasta landi heims og mest þróaða landi Arabaheimsins, segir á Wikipedíu. En hvað gengur furstanum í Katar til. Fótbolti er íþrótt sem ekki á sér neina sögu í landinu en nefnt hefur verið að reynt sé að fegra laskaða ímynd en sagt er að Katarar vilji auka ferðamannaiðnaðinn í landinu. Ég er ekki viss um að sú ráðagerð heppnist því kastljósi fjölmiðla er ekki síður beint að þeim fjölmörgu farandverkamönnum sem störfuðu við uppbyggingu mannvirkja HM og hvernig farið var með þá m.t.t. alls aðbúnaðar, launa og vörslu vegabréfa, sem ekki er nokkru ríki sæmandi. Ég er alla vega ekki á leiðinni til Katar fyrr en raun- verulegur árangur hefur náðst í réttindabaráttu í landinu og fólk geti gengið um göturnar án þess að eiga það á hættu að vera stungið í steininn fyrir það eitt að tjá ást sína eða klæðast regnbogalituðum bol. Góðar stundir. Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Ferðamannaparadísin Katar Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 649 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 795 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. AFLATÖLUR | Dagana 13.–19. nóvember á Norðurlandi vestra Tæpum 553 tonnum landað á Skagaströnd SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Viktor Sig HU 66 Handfæri 903 Samtals á Skagaströnd 552.539 SAUÐÁRKRÓKUR Drangey SK 2 Botnvarpa 131.416 Greifinn SK 19 Handfæri 405 Helga María RE 1 Botnvarpa 101.550 Málmey SK 1 Botnvarpa 116.876 Viðey ER 50 Botnvarpa 105.266 Samtals á Sauðárkróki 455.513 SKAGASTRÖND Bárður SH 81 Dragnót 92.567 Bergur Sterki HU 17 Þorskfisknet 7.425 Eskey ÓF 80 Línutrekt 37.459 Fengsæll HU 36 Handfæri 283 Fjölnir GK 157 Lína 99.994 Geir ÞH 150 Dragnót 37.493 Gulltoppur GK 24 Landbeitt lína 29.377 Hafrún HU 12 Dragnót 7.747 Páll Jónsson GK 7 Lína 113.888 Sighvatur GK 57 Lína 125.403 Það voru ellefu bátar sem lönduðu á Skaga- strönd í síðustu viku. Heildaraflinn þeirra var 552.539 kg sem náðist í 27 löndunum. Afla- hæstur var línubáturinn Sighvatur GK 57 sem landaði rúmum 125 tonnum og aflalægsti báturinn var Fengsæll HU 36 sem var við veiðar með handfæri og landaði 283 kg. Á Króknum voru svo aðeins fimm togarar/ bátar við veiðar og lönduðu tæpum 456 tonnum í sex löndunum. Aflahæst var Drangey SK 2 með rúmt 131 tonn en aflalægstur var handfæra- báturinn Greifinn SK 19 með 405 kg. Enginn bátur landaði á Hvammstanga né Hofsósi og var því heildaraflinn í síðustu viku á Norðurlandi vestra 1.008.052 kg í 33 löndunum. /SG Á dögunum mættu galvaskar konur úr Kven- félagi Sauðárkróks á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki til þess að afhenda formlega gjöf til minningar um Sigríði Sig- tryggsdóttur, móður Hannesar Péturssonar, skálds. Sigurdríf Jónatansdóttir, fráfarandi formaður félagsins, afhenti Kristrúnu Snjólfsdóttur, yfir- hjúkrunarfræðingi, gjafabréf sem staðfesti gjöf- ina og sagði aðdraganda vera á þá leið að Hannes hefði haft samband við hana og viljað minnast móður sinnar með smá gjöf til Kvenfélagsins, ef þar væri sjóður sem sjúkrahúsið gæti nýtt. Sigurdríf sagði að það væri vel hugsanlegt og úr varð að Hannes bað um reikningsupp- lýsingar þar sem hann ætlaði að leggja inn smá upphæð. Sigurdríf segir að þessi upphæð hafi svo reynst vera mun hærri en „smá“ þar sem ein milljón króna kom inn á reikninginn. Lýsti hún því svo hvernig stjórnin hefði fengið sjokk þegar þetta rann upp fyrir henni. Í kjölfarið var haft samband við stjórnendur sjúkrahússins og ákveðið að þar á bæ yrði fundið út í hvað fjármunirnir væru best nýttir. „Þetta var í fyrsta lagi sólarhrings blóð- þrýstingsmælir, sem tilheyrir heilsugæslunni, og það sem því fylgir, og er mikið notað,“ sagði Kristrún þegar hún veitti gjafarbréfinu viðtöku. „Svo aftur á móti var einnig keyptur lífs- markamælir á sjúkradeild, sem mælir blóð- þrýsting, hita og mettun og svo skanni sem flýtir fyrir skráningu í sjúkraskrárkerfið,“ útskýrði Kristrún og sagði skannann, sem notaður er til að nema strikamerki á armböndum sjúklinga, spara mikinn tíma við skráningar og auka öryggi. Þakkaði hún höfðinglega gjöf og sagði öll tækin eiga eftir að nýtast mjög vel í framtíðinni. /PF Höfðingleg gjöf á sjúkrahúsið Til minningar um móður skáldsins Menningarfélag Gránu bauð sl. sunnudag Jóni Jónssyni, þjóð- fræðingi, til samkomu í Gránu frá tvö til fjögur. Aðgangur ókeypis. Gamla verslunarsvæð- ið var þéttsetið fólki af eldri kynslóðinni sem meðtók efni frásagna Jóns þjóðfræðings og tók stundum andköf. Frásagnir af Gvendi dúllara, Símoni Dalaskáldi, Sölva Helgasyni og fjölmörgum föru- mönnum og flökkurum urðu ljóslifandi. Fjallað var um nítjándu aldar fólk allt fram til ársins 1950. Óskráð lög voru um dvöl flakkaranna en næturnar máttu aldrei verða fleiri en þrjár til gistingar þó vafalaust hafi verið á því undan- tekningar. Flakkararnir voru sögumenn og til skemmtunar í fásinninu sjaldan með vinnu- Skemmtikraftar og skaðræðisgripir Sögur af förufólki Jón Jónsson, þjóðfræðingur og Ester Sigfúsdóttir MYND: HI framlag. Fréttamenn síns tíma og eftirhermur. Þekking Jóns á samfélags- gerð sem mætti flökkurunum er áhugaverð enda hefur hann gefið efnið út á bók. Eiginkona Jóns, Ester Sigfúsdóttir, sá um stutta hljóðritaða kafla með dúlli og sérstæðum sálmasöng. Jón Jónsson, þjóðfræðingur, er alinn upp vestra við Stein- grímsfjörð og var um þriggja ára skeið við Fjölbrautaskól- ann hér á Sauðárkróki og náði í leiðinni í konuefni sitt frá Siglufirði, Ester Sigfúsdóttir, en langafi hennar var Fúsi í Hlíð, þekktur Siglfirðingur. Þetta var góð heimsókn að vestan. /Hörður Ingimarsson 2 44/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.