Feykir


Feykir - 23.11.2022, Blaðsíða 6

Feykir - 23.11.2022, Blaðsíða 6
 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Pétur Stefánsson sem leggur okkur til fyrstu vetrarvísurnar að þessu sinni. Vorsins þýðu veðrin blíð vetur stríður huldi. Þung er víða þessi tíð þrálát hríð og kuldi. Nú er köld vor æviönn ylur burtu líður. Daginn langan frost og fönn faðminn okkur býður. Ekki tekur frostið frí frýs nú vatn í lindum. Full af éljum skrugguský skripla á fjallatindum. Ennþá vandast gleðigjörð grimmt er stand á öldu. Fölt er land og frosin jörð frekar andar köldu. Við kuldatakið hugur hrýs hér má klakann líta. Leggur vakin veðradís vetrarlakið hvíta. Það mun hafa verið Þórarinn Eldjárn sem gaf eftirfarandi upplýsingar: Hann Valþjófur veit allt og getur og viskuna færir í letur. Ég sé hann oft hér, þá segir hann mér, hið sanna. Ég veit þó betur. Ein ágæt kemur hér næst eftir Davíð Hjálmar. Björgólfur bóndi á Síki bjarg mörgu lambi úr díki og kapli úr svaði hann fann konur í baði en aðeins með öflugum kíki. Ekki virðist Jóna Guðmundsdóttir vera í vanda með að yrkja limru. Að karlmanni leitaði Lóa og að lokum hitti hún Jóa. Hann var djarfur og hress og dugði til þess að rugga bátnum og róa. Einhvern tímann í sumar var sagt frá því í fréttum að kona nokkur hefði lent í deilum við Sjúkratryggingar vegna þess að hún var heyrnarlaus á öðru eyra og óskaði eftir því að fá stuðning til lagfæringar þar á. Mun því alfarið hafa verið hafnað og töldu tryggingarnar ekki víst að konan þyrfti að heyra með báðum eyrum. Sá snjalli Davíð Hjálmar mun hafa spurt þessi tíðindi og ort svo: Tryggingar bjóða góðar bætur og bilaðir fá löguð meinin sín. Og maðurinn sem missir báða fætur fær metna eina löpp ef þörf er brýn. Alltaf gaman að heyra frá Bjarna frá Gröf. Yndi færir ævin mér æskan mærir sporin, lífið hlær og leikur sér líkt og blær á vorin. Vísnaþáttur 820 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is Ekki eins glatt yfir þessari vísu Guð- mundar Arnfinnssonar. Degi hallar, dimmir skjótt dvínar spjall á vörum. Skýjahallir hrynja fljótt héðan allir förum. Það er Hólmfríður Bjartmarsdóttir sem segir okkur næst frá ferð sem endaði betur en á horfðist. Presturinn byrjaði að blessa er búin var hefðbundin messa. Loks er hann þagði Þuríður sagði: Látum nú vinir vínið andann hressa. Kannski hefur það verið á heimleið frá kirkju sem frúin orti þessa: Oftast nær er alveg nóg andann Guði að fela. Til öryggis ég átti þó ögn í vasapela. Nokkur æsingur hefur nú undanfarið verið vegna hækkandi matvælaverðs í búðum, og jafnvel gefið í skyn að það allt sé bændum að kenna. Kannski hefur verið svipuð umræða í gangi þegar Jón Bjarnason, bóndi í Garðsvík, orti svo: Íslenski bóndinn veit upp á hár að ódýrt ei framleitt getur. Sá er berjast má ár eftir ár við átta mánaða vetur. Enn rifjast upp ágætar vísur eftir Davíð Hjálmar. Þegar rætt var um að konum gengi vel að ná jafnrétti á hinum ýmsu sviðum, varð þessi til: Jafnrétti er konum kært í karla spor þeim vel er fært, launaháar lærðar og leggjast margar inn á Vog. Gott hefur verið að dvelja úti við eftir næstu vísu að dæma. Opnar dyrnar upp á gátt Ingveldur í Sogni. Naumast blæs þar nokkur átt nema í stafalogni. Öldruð kona sagði frá því að hún kviði því ekki að fara á elliheimili því börn hennar hefðu lofað sér því að færa henni brennivín þangað. Davíð Hjálmar metur stöðuna svo: Þótt hún sturlist, missi mátt muni ekkert, sjái fátt, hönd sé köld en holdið blátt og hárið líkist ösku brosir hún, því börnin kaupa flösku. Gott er þá að leita til Guðmundar Arn- finnssonar með lokavísuna. Hafs í veldi hnígur sól hrynja ölduveggir, sofna höldar, heims um ból hljóðna nöldurseggir. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F Tindastólsmenn héldu til Grindavíkur á mánudag þar sem hálf lemstraðir heimamenn biðu þeirra með einn erlendan leikmann í sínum röðum þar sem einn var í banni og annar ekki kominn með leikheimild. Þrátt fyrir það voru heimamenn sprækir og börðust allt til síðasta blóðdropa en á endanum voru Stólarnir of sterkir og héldu glaðbeittir heim á Krók með stigin tvö í pokahorninu. Lokatölur 83-94 og bæði lið með sex stig að loknum sex umferðum. Hefðu Stólarnir hitt eðlilega fyrir utan 3ja stiga línuna þá hefðu þeir nú átt þægilegra kvöld. Key var 0/6, Raggi 0/5, Pétur 0/3, Arnar 1/9, Zoran 2/7, Taiwo 3/7 og Drungalis 3/4 sem gerir 22% nýtingu. Taiwo var öflugastur í gærkvöldi með Subway-deildin | Grindavík – Tindastóll 83–94 Góður sigur í Grindavík Taiwo Badmus var bestur Stólanna í leiknum sl. mánudag. Hér er hann í troðslu- hugleiðingum gegn liði Njarðvíkur í vor. MYND: DAVÍÐ MÁR 23 stig og sjö fráköst, Keyshawn skilaði 21 stigi og sex fráköstum, Drungalis endaði með 19 stig, Zoran gerði 12 og Arnar 10. Pétur átti fínan leik því þó hann skilaði aðeins fjórum stigum á töfluna var hann með níu fráköst og átta stoðsendingar. Næsti leikur er hér í Síkinu á morgun en þá kemur topplið Breiðabliks í heimsókn en Blikar hafa komið á óvart það sem af er tímabili. Með sigri koma Stólarnir sér betur fyrir á stigatöflunni og því mikilvægt að ná góðum leik. /ÓAB Lið Tindastóls og Þórs Akur- eyri mættust í Síkinu í 10. umferð 1. deildar kvenna sl. miðvikudag. Þórsliðið, sem er ansi vel mannað, hafði yfirhöndina lengstum en eftir jafnan fyrri hálfleik náði lið Tindastóls forystunni fyrir hlé. Það var síðan í fjórða leikhluta sem Akureyringar, með Maddie Sutton og Marínu Lind í miklum ham, náðu að hrifsa stigin frá Stólastúlkum og unnu góðan sigur, lokatölur 66-87. Það var auðvitað skarð fyrir skildi í liði Tindastóls að eftir að hafa fengið þrjár villur í fyrri hálfleik þá náði Emese Vida aðeins að spila í um þrjár mínútur í síðari hálfleik áður en hún var komin með fimm villur og spilaði aðeins tæpar 16 mínútur í leiknum. Á þessum tíma lék hún vel og hafði gert 15 stig og hirt ellefu fráköst. Frákastadrottningin Maddie Sutton tók 22 fráköst fyrir lið Þórs í leiknum, gerði 23 stig en hún spilaði aftur á móti tæpar 39 mínútur. Chloe var stigahæst Stóla- stúlkna með 30 stig, Emese sem fyrr segir með 15, Eva Rún gerði átta stig og Fanney setti sjö. Munurinn á liðun- um að þessu sinni lá í frá- köstunum því lið Þórs slátraði heimastúlkum á því sviði, tók 62 fráköst á meðan Stóla- stúlkur náðu 35. /ÓAB Þórsliðið reyndist sterkara í blálokin 1. deild kvenna | Tindastóll – Þór Ak 66–87 6 44/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.