Feykir - 23.11.2022, Blaðsíða 8
Feyki í jólapakkann!
Það er frábær hugmynd að gefa áskrift að Feyki í jólagjöf, fullan af
vikulegum fréttum, fróðleik og skemmtun af Norðurlandi vestra.
Gjöfin sem heldur áfram að gefa
Kynntu þér málið og
vertu með Feyki – fjörmegin í lífinu!
Hafðu samband við Nýprent
í síma 455 7171 og kynntu þér málið. BORGARFLÖT 1 | 550 SAUÐÁRKRÓKUR | SÍMI 455 7176 | FEYKIR.IS
Um veturnætur
Tveir menn úr Skagafirði
gengu fram á Eyvindar-
staðaheiði í trippaleit,
Jón Jónsson frá Axlar-
haga og Björn sonur
Gottskálks Þorvalds-
sonar ,,frá nýbýli því við Mikley, er Hringey er kallað,
er Gottskálk byggði að ráði Ásmundar prests Gunn-
laugssonar.“ Þeir félagar villtust, unz þeir fundu aðra
trippaleitarmenn vestur á Kúluheiði. Þeir fóru þá aftur
norður yfir Blöndu þar uppi á heiðunum. Þeir villtust á
nýjaleik á Eyvindarstaðaheiði, fundu eigi trippin og
komust að lokum ,,ódauðir aðeins ofan að Fossum
fremsta bæ í Svartárdal, voru þá mjög kalnir og Björn
á hendur og fætur, en Jón ei nema á fæturna.“
Um svipað leyti var maður ,,sendur frá Höskuld-
sstöðum á Skagaströnd eftir lækningameðölum til
Stefáns bónda Tómassonar á Egilsá. Spurðist ei síðan til
hans, en stafur hans fannst uppistandandi í Krossa-
nessporðum. /PF
Skagfirskur annáll 1847–1947
Kristmundar Bjarnasonar
1854
Eftir tveggja ára Covid-hlé býður Rótarýklúbbur
Sauðárkróks til ókeypis jólahlaðborðs á ný í íþrótta-
húsinu á laugardaginn milli klukkan 12 og 14.
Viðburðinum var hleypt af stokkunum í upphafi
aðventu 2013 og hefur fest sig í sessi sem ómissandi
þáttur í jólaundirbúningi Skagfirðinga. Vel hefur verið
mætt í öll þau skipti sem hægt hefur verið að efna til
veislunnar. Ómar Bragi Stefánsson, Rótarýfélagi,
sagðist í samtali við Feyki ánægður að geta boðið upp
á jólahlaðborð á ný og Rótarýfélagar hlakki til að taka
á móti gestum eftir tveggja ára stopp. Hann segir alla
hjartanlega velkomna um leið og hann hvetur sem
flesta til að mæta.
Boðið verður m.a. upp á forrétti, laufabrauð,
hangikjöt, bayonneskinku ásamt meðlæti og jóla-
drykk. Frítt er inn en fólk getur lagt fram frjáls framlög
á staðnum. / PF
Jólahlaðborð um
næstu helgi
Rótarýklúbbur Sauðárkróks
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
44
TBL
23. nóvember 2022 42. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Frá jólahlaðborði Rótarý 2019. MYND: ÓAB
Ragnar Þór Jónsson,
húsasmiður Hofsósi, er
Liverpoolmaður og spáði
sínu liði í toppbaráttuna
en er orðinn eitthvað efins
eftir slæma byrjun á þessu
tímabili. Hann er þó mun
bjartsýnni á gengi liðsins í
Meistaradeildinni og spáir
toppárangri.
Hann hefur einu sinni farið
á leik og sá þá gullaldarlið
Liverpool spila, og þá voru
innan borðs helstu goðsagnir
félagsins. Ragnar Þór svarar
hér spurningum í Liðinu mínu.
Hvert er uppáhalds liðið þitt í
enska boltanum og af hverju?
-Liverpool, veit ekki af hverju.
Ég var mjög ungur þegar ég
byrjaði að halda með Liverpool
en þá sá maður leikina viku
gamla, heillaðist af Kevin
Keegan á sínum tíma.
Hvernig spáir þú gengi liðsins á
tímabilinu? -Spáði þeim 2. sæti
en efast um að það náist. Hélt
að ekkert lið myndi vinna Man.
City í vetur en Arsenal trónir á
toppnum enn sem komið er og
hafa komið á óvart með mjög
skemmtilegri spilamennsku.
Held að Liverpool verði í topp
fjórum þegar deildin klárast
og eigum við ekki bara að
segja að Liverpool vinni
Meistaradeildina.
Ertu sáttur við stöðu liðsins í
dag? -Nei, alls ekki. Byrjuðum
tímabilið mjög illa og allra verst
var að tapa fyrir Leeds þar sem
mjög margir minna vina eru
Leedsarar.
Hefur þú einhvern tímann lent í
deilum vegna aðdáunar þinnar
á umræddu liði? -Já, mörgum
sinnum, gerist oft í hita leiksins
þegar margir eru að horfa.
Hver er uppáhaldsleikmaðurinn
fyrr og síðar? -Steven Gerrard.
Hefur þú farið á leik með liðinu
þínu? -Já, einu sinni sá ég þá
spila á White Hart Line 1984,
töpuðum fyrir Tottenham 1-0 og
það var mikil upplifun þar sem
þetta var fyrsta kvöldið mitt í
útlöndum á ævinni. Þarna sá
ég gullaldarlið Liverpool spila,
þar sem þeir unnu marga titla
á tíu ára tímabili. Má þar nefna
Ian Rush, Sammy Lee, Jan
Molby, Alan Kennedy, Bruce
Grobbelaar, Kenny Daglish
o.fl. Ógleymanlegur leikur, svo
er ég alltaf á leið á Anfield,
stefni á það í vetur. Langar að
sjá þá á Anfield með Klopp við
stjórnvöldin.
Áttu einhvern hlut sem tengist
liðinu? -Já treyju og bolla.
Hvernig gengur að ala aðra
fjölskyldumeðlimi upp í stuðn-
ingi við liðið? -Það gekk ekki
mjög vel. Elsti sonur minn
er harður Liverpool maður,
yngri sonurinn heldur með
Man. United og skil ekki hvað
klikkaði, dóttirin heldur með
Chelsea. En öll barnabörnin mín
halda með Liverpool!
Hefur þú einhvern tímann skipt
um uppáhalds félag? -Nei, það
gerir maður ekki.
Uppáhalds málsháttur? -Sá
hlær best sem síðast hlær.
Einhver góð saga úr boltanum?
-Ekki beint saga en verð að
minnast á úrslitaleikinn í
Meistaradeildinni 2005 þegar
Liverpool mætti AC Milan.
Staðan var 3-0 í hálfleik og þetta
virtist búið en Liverpool jafnaði
í seinni, þá var framlengt og
við unnum í vítaspyrnukeppni.
Þessum leik gleymi ég aldrei.
Einhver góður hrekkur sem
þú hefur framkvæmt eða orðið
fyrir? -Nei, ekki sem ég man.
Spurning frá Höllu Stefáns:
-Er Liverpool komið í gang
eftir glæsilegan sigur á Man.
City um helgina [16. október]?
-Hélt það en svo hafa komið of
margir tapleikir. Held að við
komum sterkir til leiks eftir HM,
vonandi með alla heila.
Hvern myndir þú vilja sjá svara
þessum spurningum? -Elvar
Birgisson, Ríp.
Hvaða spurningu viltu lauma
að viðkomandi? -Ertu bjartsýnn
á það að Man. United sé komið
með stjóra sem mun vera
lengur en eitt til tvö tímabil eins
og hefur verið síðustu ár?
Ragnar Þór telur að hans menn í Liverpool komi sterkir til leiks eftir HM. MYND AÐSEND
Steven Gerrard í uppáhaldi
LIÐIÐ MITT | palli@feykir.is
Ragnar Þór Jónsson | Liverpool